Meirihluti lækna vill ekki Landspítala við Hringbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2019 11:17 Um 7 prósent kvenkyns lækna telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuði og 47 prósent einhvern tímann á starfsævinni. Vísir/Vilhelm Yfir 60 prósent lækna telja staðsetningu Landspítala við Hringbraut óheppilega og þörf á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun á líðan og starfsaðstæðum íslenskra lækna sem kynntar verða og ræddar á Læknadögum sem hófust í Hörpu í dag. Um 7 prósent kvenkyns lækna telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuði og 47 prósent einhvern tímann á starfsævinni. Í könnuninni kemur meðal annars fram að mikill meirihluti lækna telji sig vera undir of miklu álagi með tilheyrandi streitueinkennum, truflandi vanlíðan og sjúkdómseinkennum. Rúmlega helmingi lækna hefur fundist að þeir geti ekki uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi og svefntruflanir á meðal lækna eru algengar. Á því tólf mánaða tímabili sem spurt var um hefur u.þ.b. helmingur lækna hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ríflega helmingur lækna er ánægður með starfsumhverfi sitt og sömuleiðis með stjórnun þeirrar deildar sem þeir starfa í. Þó vantar talsvert upp á að skilgreiningar á starfssviði séu fullnægjandi og svigrúm til símenntunar og vísindastarfs er of lítið. Nær allir telja samkomulag við samstarfsfólk sitt í röðum lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara o.s.frv. mjög gott. Einelti og kynbundið ofbeldi virðist því miður sambærilegt við margar aðrar starfsstéttir. Tæplega 7% kvenna töldu sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuðina og 47% einhvern tímann á starfsævinni. Sambærilegar tölur hjá körlum voru 1% og 13%. Sjö prósent svarenda taldi sig hafa orðið fyrir einelti á síðustu þremur mánuðum og 26% einhvern tímann á starfsævinni. Afstaða til launakjara skiptist í tvo álíka stóra hópa. 45% svarenda voru mjög eða frekar ósammála því að laun þeirra væru sanngjörn en 42% svarenda voru því mjög eða frekar sammála. Að meðaltali var vinnuvika um fjórðungs þátttakenda á bilinu 61-80 klukkustundir og 4% voru með yfir 80 unnar klukkustundir á viku. Einungis um fjórðungur allra starfsstöðva taldist vera hæfilega mannaður en í um 72% tilvika þóttu þær vera undirmannaðar. Um helmingur svarenda taldi þó að íslensk heilbrigðisþjónusta væri sambærileg við það sem þeir þekktu í nágrannalöndum. Yfir 60% lækna töldu staðsetningu Landspítala við Hringbraut óheppilega og þörf á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala. Könnunin var unnin í október síðastliðnum fyrir Læknafélag Íslands af Forvörnum ehf. undir stjórn Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis. Alls bárust svör frá 728 læknum eða ríflega helmingi allra lækna á Íslandi. Aldursdreifing og skipting á milli kynja var í ágætu samræmi við stéttina í heild sinni og sömuleiðis skipting á milli starfsstöðva (sjúkrahús, heilsugæsla, einkarekstur, opinber rekstur o.s.frv.). Niðurstöðurnar eru áþekkar á milli ólíkra starfsstöðva og virðast gefa glögga heildarmynd af atvinnutengdri líðan lækna um þessar mundir. Heilbrigðismál Landspítalinn Skipulag Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Yfir 60 prósent lækna telja staðsetningu Landspítala við Hringbraut óheppilega og þörf á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun á líðan og starfsaðstæðum íslenskra lækna sem kynntar verða og ræddar á Læknadögum sem hófust í Hörpu í dag. Um 7 prósent kvenkyns lækna telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuði og 47 prósent einhvern tímann á starfsævinni. Í könnuninni kemur meðal annars fram að mikill meirihluti lækna telji sig vera undir of miklu álagi með tilheyrandi streitueinkennum, truflandi vanlíðan og sjúkdómseinkennum. Rúmlega helmingi lækna hefur fundist að þeir geti ekki uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi og svefntruflanir á meðal lækna eru algengar. Á því tólf mánaða tímabili sem spurt var um hefur u.þ.b. helmingur lækna hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ríflega helmingur lækna er ánægður með starfsumhverfi sitt og sömuleiðis með stjórnun þeirrar deildar sem þeir starfa í. Þó vantar talsvert upp á að skilgreiningar á starfssviði séu fullnægjandi og svigrúm til símenntunar og vísindastarfs er of lítið. Nær allir telja samkomulag við samstarfsfólk sitt í röðum lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara o.s.frv. mjög gott. Einelti og kynbundið ofbeldi virðist því miður sambærilegt við margar aðrar starfsstéttir. Tæplega 7% kvenna töldu sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuðina og 47% einhvern tímann á starfsævinni. Sambærilegar tölur hjá körlum voru 1% og 13%. Sjö prósent svarenda taldi sig hafa orðið fyrir einelti á síðustu þremur mánuðum og 26% einhvern tímann á starfsævinni. Afstaða til launakjara skiptist í tvo álíka stóra hópa. 45% svarenda voru mjög eða frekar ósammála því að laun þeirra væru sanngjörn en 42% svarenda voru því mjög eða frekar sammála. Að meðaltali var vinnuvika um fjórðungs þátttakenda á bilinu 61-80 klukkustundir og 4% voru með yfir 80 unnar klukkustundir á viku. Einungis um fjórðungur allra starfsstöðva taldist vera hæfilega mannaður en í um 72% tilvika þóttu þær vera undirmannaðar. Um helmingur svarenda taldi þó að íslensk heilbrigðisþjónusta væri sambærileg við það sem þeir þekktu í nágrannalöndum. Yfir 60% lækna töldu staðsetningu Landspítala við Hringbraut óheppilega og þörf á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala. Könnunin var unnin í október síðastliðnum fyrir Læknafélag Íslands af Forvörnum ehf. undir stjórn Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis. Alls bárust svör frá 728 læknum eða ríflega helmingi allra lækna á Íslandi. Aldursdreifing og skipting á milli kynja var í ágætu samræmi við stéttina í heild sinni og sömuleiðis skipting á milli starfsstöðva (sjúkrahús, heilsugæsla, einkarekstur, opinber rekstur o.s.frv.). Niðurstöðurnar eru áþekkar á milli ólíkra starfsstöðva og virðast gefa glögga heildarmynd af atvinnutengdri líðan lækna um þessar mundir.
Heilbrigðismál Landspítalinn Skipulag Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira