Talið sannað að James Levine hafi beitt unga tónlistarmenn kynferðisofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2018 23:15 James Levine, fyrrverandi tónlistarstjóri Metropolitan-óperunnar. Vísir/Getty Metropolitan-óperan í New York hefur slitið öllu samstarfi við fyrrverandi tónlistarstjóra óperunnar, James Levine, vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. Þetta kemur fram í tilkynningu frá óperunni.Levine, sem var á eftirlaunum sem tónlistarstjóri óperunnar (e. Music Director Emeritus), var vikið tímabundið úr starfi í desember síðastliðnum eftir að New York Times birti ásakanir fjögurra karlmanna á hendur honum. Í kjölfar ásakananna var hrint af stað rannsókn innan Metropolitan-óperunnar sem leiddi til þess að Levine var rekinn í kvöld, bæði sem tónlistarstjóri og listrænn stjórnandi sérstakrar deildar fyrir unga tónlistarmenn. Áreitti varnarlausa listamenn Í tilkynningu segir enn fremur að nú teljist sannað að Levine hafi „áreitt varnarlausa listamenn“ og beitt þá kynferðisofbeldi, á meðan hann starfaði sem tónlistarstjóri hjá óperunni og áður en hann var ráðinn til starfans. Þá þykir einnig sannað að hann hafi sýnt af sér sambærilega hegðun í árdaga ferils síns þegar hann vann náið með ungum tónlistarnemum. Rætt var við 70 einstaklinga vegna málsins. „Í ljósi þessara upplýsinga ályktar Metropolitan-óperan að áframhaldandi samstarf Levine við óperuna væri bæði óviðeigandi og ómögulegt,“ segir í tilkynningu. Levine, sem er 74 ára, á glæstan feril að baki sem tónlistarstjóri og starfaði hjá Metropolitan-óperunni í 40 ár þangað til hann fór á eftirlaun árið 2016. Þvertaka fyrir að hafa þaggað málið niður Í desember í fyrra stigu fjórir menn fram og sökuðu Levine um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi en ásakanirnar spönnuðu þriggja áratuga tímabil. Þrír mannanna voru undir lögaldri þegar Levine misnotaði þá en hann er sagður hafa nýtt sér yfirburðarstöðu sína sem tónlistarstjóri við skóla og tónlistarhátíðir til að nálgast mennina. Þá voru forsvarsmenn Metropolitan-óperunnar gagnrýndir fyrir að hafa verið meðvitaðir um ásakanirnar í a.m.k. einu tilviki. Í tilkynningu þvertekur óperan þó fyrir að hafa vitað af málinu og reynt að þagga það niður. Þá neitar Levine ásökunum mannanna. Orðrómur um kynferðisbrot Levine hafði lengi verið á kreiki áður en mennirnir stigu fram og báru ásakanir á hendur honum. Johanna Fiedler, fyrrum upplýsingafulltrúi Metropolitan-óperunnar, greindi frá sögusögnum þess efnis í bók sinni Molto Agitato: The Mayhem Behind the Music at the Metropolitan Opera en bókin kom út árið 2001. MeToo Bandaríkin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Metropolitan-óperan í New York hefur slitið öllu samstarfi við fyrrverandi tónlistarstjóra óperunnar, James Levine, vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. Þetta kemur fram í tilkynningu frá óperunni.Levine, sem var á eftirlaunum sem tónlistarstjóri óperunnar (e. Music Director Emeritus), var vikið tímabundið úr starfi í desember síðastliðnum eftir að New York Times birti ásakanir fjögurra karlmanna á hendur honum. Í kjölfar ásakananna var hrint af stað rannsókn innan Metropolitan-óperunnar sem leiddi til þess að Levine var rekinn í kvöld, bæði sem tónlistarstjóri og listrænn stjórnandi sérstakrar deildar fyrir unga tónlistarmenn. Áreitti varnarlausa listamenn Í tilkynningu segir enn fremur að nú teljist sannað að Levine hafi „áreitt varnarlausa listamenn“ og beitt þá kynferðisofbeldi, á meðan hann starfaði sem tónlistarstjóri hjá óperunni og áður en hann var ráðinn til starfans. Þá þykir einnig sannað að hann hafi sýnt af sér sambærilega hegðun í árdaga ferils síns þegar hann vann náið með ungum tónlistarnemum. Rætt var við 70 einstaklinga vegna málsins. „Í ljósi þessara upplýsinga ályktar Metropolitan-óperan að áframhaldandi samstarf Levine við óperuna væri bæði óviðeigandi og ómögulegt,“ segir í tilkynningu. Levine, sem er 74 ára, á glæstan feril að baki sem tónlistarstjóri og starfaði hjá Metropolitan-óperunni í 40 ár þangað til hann fór á eftirlaun árið 2016. Þvertaka fyrir að hafa þaggað málið niður Í desember í fyrra stigu fjórir menn fram og sökuðu Levine um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi en ásakanirnar spönnuðu þriggja áratuga tímabil. Þrír mannanna voru undir lögaldri þegar Levine misnotaði þá en hann er sagður hafa nýtt sér yfirburðarstöðu sína sem tónlistarstjóri við skóla og tónlistarhátíðir til að nálgast mennina. Þá voru forsvarsmenn Metropolitan-óperunnar gagnrýndir fyrir að hafa verið meðvitaðir um ásakanirnar í a.m.k. einu tilviki. Í tilkynningu þvertekur óperan þó fyrir að hafa vitað af málinu og reynt að þagga það niður. Þá neitar Levine ásökunum mannanna. Orðrómur um kynferðisbrot Levine hafði lengi verið á kreiki áður en mennirnir stigu fram og báru ásakanir á hendur honum. Johanna Fiedler, fyrrum upplýsingafulltrúi Metropolitan-óperunnar, greindi frá sögusögnum þess efnis í bók sinni Molto Agitato: The Mayhem Behind the Music at the Metropolitan Opera en bókin kom út árið 2001.
MeToo Bandaríkin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira