Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin, vítaklúðrið og rauðu spjöldin úr Pepsi-deildar leikjum dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
FH vann sinn fimmta leik í sumar er liðið lagði Grindavík af velli í Krikanum og Stjarnan er komin á toppinn eftir sigur í Keflavík.

FH vann 2-1 sigur á Grindavík en FH komst í 2-0 áður en Grindavík náði að minnka muninn. Tvö rauð spjöld litu dagsins ljós í leiknum.

Allt það helsta úr leiknum í Krikanum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Í Keflavík lenti Stjarnan í litlum sem engum vandræðum með lánlaust lið Keflavíkur. Stjarnan fór á toppinn með 2-0 sigri en Keflavík er á botninum.

Sjáðu allt það helsta úr leiknum með því að smella hér.

Breiðablik og ÍBV gerðu svo markalaust jafntefli í Eyjum en Gísli Eyjólfsson klúðraði vítaspyrnu. Sjáðu það helsta úr leiknum hér en vítaspyrnuklúðrið má sjá eftir rúma mínútu í spilaranum.

Pepsi-mörkin verða á dagskrá Stöðvar 2 Sports á mánudagskvöldið klukkan 21.00 en umferðinni lýkur með leik Fylkis og Víkings á mánudagskvöldið sem verður einnig í beinni á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×