Fölsk játning gerði hann gráhærðan Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. apríl 2018 06:43 Um 99% allra sem dregnir eru fyrir dóm í Kína eru að lokum dæmdir. Flest málanna byggja á játningum. Guardian Hið minnsta 45 kínverskir fangar hafa verið neyddir til að játa á sig brot fyrir framan sjónvarpsmyndavélar frá árinu 2013. Að mati mannréttindasamtakanna Safeguard Defenders verða kínversk stjórnvöld að hætta þessari iðju sinni og biðla samtökin til alþjóðasamfélagsins að bregðast við. Í skýrslu samtakanna, sem reifuð er á vef Guardian, kemur fram að kínverskir lögreglumenn hafi látið tugi fanga fá í hendurnar handrit sem þeim er gert að leggja á minnið. Ekki aðeins þurfa fangarnir að læra textann heldur skal hann fluttur á sannfærandi máta. Lögreglumenn segja því föngunum hvar skuli taka pásur, horfa í myndavélina og jafnvel gráta. Þá séu fangarnir einnig klæddir upp af lögreglumönnunum og jafnvel farðaðir í einhverju tifellum. Einn fanganna lýsir því hvernig allt ferlið hafi tekið um sjö klukkustundir, frá því að hann fékk handritið í hendurnar og þangað til lögregluleikstjórinn slökkti á vélinni. Lokaafurðin hafi verið nokkurra mínútna, samanklippt myndskeið. Aðrir fangar lýsa fjölmörgum tökum eftir að lögreglumenn höfðu lýst yfir óánægju sína með flutning fanganna á handritinu. „Lögreglan hótaði því að ef ég væri ekki samvinnuþýður myndi ég fá langan fangelsisdóm. Ég myndi missa vinnuna, fjölskyldan myndi yfirgefa mig og ég myndi glata orðspori mínu fyrir lífstíð. Ég var aðeins 39 ára gamall, hin gríðarlega pressa og þjáningin sem þessu fylgdi gerði mig gráhærðan,“ er haft eftir einum fanganna í skýrslunni sem kallaður er Li. Flestar játningarnar fara fram í fangelsum, jafnvel á bak við lás og slá og er fanginn þá oftar en ekki klæddur í appelsínugulan fangabúning. Í nær öllum tilfellum er játningunum sjónvarpað áður en fanginn hefur verið leiddur fyrir dómara, sem brýtur gegn hugmyndinni um að allir séu saklaus þangað til sekt er sönnuð. Kínverskir dómstólar eru með 99% sakfellingarhlutfall og byggja flestar sakfellingar á játningum sakborninga. Fimm fanganna sem skýrslan fjallar um hafa nú dregið játningu sína til baka. Síðan Xi Jinping tók við forsetataumunum í Kína hefur verið herjað á baráttufólk fyrir mannréttindum í landinu, sem og lögmenn þeirra. Handtökur þeirra hlaupa á þúsundum frá árinu 2012. Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Sjá meira
Hið minnsta 45 kínverskir fangar hafa verið neyddir til að játa á sig brot fyrir framan sjónvarpsmyndavélar frá árinu 2013. Að mati mannréttindasamtakanna Safeguard Defenders verða kínversk stjórnvöld að hætta þessari iðju sinni og biðla samtökin til alþjóðasamfélagsins að bregðast við. Í skýrslu samtakanna, sem reifuð er á vef Guardian, kemur fram að kínverskir lögreglumenn hafi látið tugi fanga fá í hendurnar handrit sem þeim er gert að leggja á minnið. Ekki aðeins þurfa fangarnir að læra textann heldur skal hann fluttur á sannfærandi máta. Lögreglumenn segja því föngunum hvar skuli taka pásur, horfa í myndavélina og jafnvel gráta. Þá séu fangarnir einnig klæddir upp af lögreglumönnunum og jafnvel farðaðir í einhverju tifellum. Einn fanganna lýsir því hvernig allt ferlið hafi tekið um sjö klukkustundir, frá því að hann fékk handritið í hendurnar og þangað til lögregluleikstjórinn slökkti á vélinni. Lokaafurðin hafi verið nokkurra mínútna, samanklippt myndskeið. Aðrir fangar lýsa fjölmörgum tökum eftir að lögreglumenn höfðu lýst yfir óánægju sína með flutning fanganna á handritinu. „Lögreglan hótaði því að ef ég væri ekki samvinnuþýður myndi ég fá langan fangelsisdóm. Ég myndi missa vinnuna, fjölskyldan myndi yfirgefa mig og ég myndi glata orðspori mínu fyrir lífstíð. Ég var aðeins 39 ára gamall, hin gríðarlega pressa og þjáningin sem þessu fylgdi gerði mig gráhærðan,“ er haft eftir einum fanganna í skýrslunni sem kallaður er Li. Flestar játningarnar fara fram í fangelsum, jafnvel á bak við lás og slá og er fanginn þá oftar en ekki klæddur í appelsínugulan fangabúning. Í nær öllum tilfellum er játningunum sjónvarpað áður en fanginn hefur verið leiddur fyrir dómara, sem brýtur gegn hugmyndinni um að allir séu saklaus þangað til sekt er sönnuð. Kínverskir dómstólar eru með 99% sakfellingarhlutfall og byggja flestar sakfellingar á játningum sakborninga. Fimm fanganna sem skýrslan fjallar um hafa nú dregið játningu sína til baka. Síðan Xi Jinping tók við forsetataumunum í Kína hefur verið herjað á baráttufólk fyrir mannréttindum í landinu, sem og lögmenn þeirra. Handtökur þeirra hlaupa á þúsundum frá árinu 2012.
Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Sjá meira