Zuckerberg kemur fyrir Evrópuþing Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. maí 2018 16:15 Í dag verður Zuckerberg gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica.. Vísir/EPA Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kemur fyrir Evrópuþingið og verður fundinum streymt í beinni útsendingu. Fundurinn fer fram í Brussel. Hann hefur fram til þessa neitað að svara spurningum breska löggjafans, hvort sem er rafrænt eða í eigin persónu. Í dag verður honum gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica. Facebook hefur sætt harðri gagnrýni síðan í ljós kom að greiningarfyrirækið, sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016, komst yfir upplýsingarnar og hagnýtti þær í eigin þágu. Damian Collins, formaður bresku fjölmiðlanefndar þingsins, segir að þrátt fyrir að Zuckerberg komi fyrir Evrópuþingið sé enn mjög mikilvægt að hann svari spurningum Breta því enn sé margt á huldu. „En ef Mark Zuckerberg neitar gagngert að svara okkur þá neyðumst við til að biðja samstarfsfélaga okkar hjá Evrópuþinginu um að hjálpa okkur að fá þau svör sem við þurfum.“ Collins vill vita hvaða aðilar innan Facebook vissu um Cambridge Analytica gjörninginn og hvenær. Honum leikur þá einnig hugur á að vita meira um pólitískar auglýsingar sem „haldi áfram að grafa undan lýðræðinu,“hefur Reuters eftir Collins.Tajani náði að sannfæra Zuckerberg Upphaflega féllst Zuckerberg einkum á lokaðan fund en forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, sagðist hafa náð að sannfæra Zuckerberg um hafa fundinn aðgengilegan fyrir almenning að því er fram kemur á vef Guardian. Miklar vonir eru bundnar við fundinn því afar stirt hefur verið á milli Evrópusambandsins og stjórnenda Facebook. Evrópusambandið hefur þrálátlega beðið Zuckerberg um að koma fyrir hinar margvíslegu nefndir sambandsins; menningar- fjölmiðla og tækninefnd. Nefndirnar þurfa á skýringum Zuckerbergs að halda fyrir rannsókn Evrópusambandsins á falsfréttum. Á morgun heldur Zuckerberg á fund Emmanuels Macron, forseta Frakklands.Viðurkenndi mistök Um miðjan apríl kom Zuckerberg tvívegis fyrir Bandaríkjaþing, annars vegar fyrir nefndum öldungadeildar þingsins og hins vegar fyrir þingnefnd. Fundirnir voru aðgengilegir í streymi. Zuckerberg viðurkenndi að hafa gert mistök í máli breska geiningarfyrirtækisins. Eftir á að hyggja hefðu það verið mistök að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnunum án þess að rannsaka málið frekar.Hér að neðan er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Tengdar fréttir Bein útsending: Zuckerberg kemur aftur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kemur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag, annan daginn í röð. 11. apríl 2018 13:30 Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kemur fyrir Evrópuþingið og verður fundinum streymt í beinni útsendingu. Fundurinn fer fram í Brussel. Hann hefur fram til þessa neitað að svara spurningum breska löggjafans, hvort sem er rafrænt eða í eigin persónu. Í dag verður honum gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica. Facebook hefur sætt harðri gagnrýni síðan í ljós kom að greiningarfyrirækið, sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016, komst yfir upplýsingarnar og hagnýtti þær í eigin þágu. Damian Collins, formaður bresku fjölmiðlanefndar þingsins, segir að þrátt fyrir að Zuckerberg komi fyrir Evrópuþingið sé enn mjög mikilvægt að hann svari spurningum Breta því enn sé margt á huldu. „En ef Mark Zuckerberg neitar gagngert að svara okkur þá neyðumst við til að biðja samstarfsfélaga okkar hjá Evrópuþinginu um að hjálpa okkur að fá þau svör sem við þurfum.“ Collins vill vita hvaða aðilar innan Facebook vissu um Cambridge Analytica gjörninginn og hvenær. Honum leikur þá einnig hugur á að vita meira um pólitískar auglýsingar sem „haldi áfram að grafa undan lýðræðinu,“hefur Reuters eftir Collins.Tajani náði að sannfæra Zuckerberg Upphaflega féllst Zuckerberg einkum á lokaðan fund en forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, sagðist hafa náð að sannfæra Zuckerberg um hafa fundinn aðgengilegan fyrir almenning að því er fram kemur á vef Guardian. Miklar vonir eru bundnar við fundinn því afar stirt hefur verið á milli Evrópusambandsins og stjórnenda Facebook. Evrópusambandið hefur þrálátlega beðið Zuckerberg um að koma fyrir hinar margvíslegu nefndir sambandsins; menningar- fjölmiðla og tækninefnd. Nefndirnar þurfa á skýringum Zuckerbergs að halda fyrir rannsókn Evrópusambandsins á falsfréttum. Á morgun heldur Zuckerberg á fund Emmanuels Macron, forseta Frakklands.Viðurkenndi mistök Um miðjan apríl kom Zuckerberg tvívegis fyrir Bandaríkjaþing, annars vegar fyrir nefndum öldungadeildar þingsins og hins vegar fyrir þingnefnd. Fundirnir voru aðgengilegir í streymi. Zuckerberg viðurkenndi að hafa gert mistök í máli breska geiningarfyrirtækisins. Eftir á að hyggja hefðu það verið mistök að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnunum án þess að rannsaka málið frekar.Hér að neðan er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu.
Tengdar fréttir Bein útsending: Zuckerberg kemur aftur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kemur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag, annan daginn í röð. 11. apríl 2018 13:30 Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Bein útsending: Zuckerberg kemur aftur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kemur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag, annan daginn í röð. 11. apríl 2018 13:30
Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45