Íslenski boltinn

Daninn sem hefur gjörbylt sóknarleik Blika

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen verður væntanlega í eldlínunni í kvöld þegar Breiðablik tekur á móti KR í 15.umferð Pepsi-deildar karla.

Mikkelsen gekk í raðir Blika þegar félagaskiptaglugginn opnaði um miðjan síðasta mánuð og hefur skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum fyrir Kópavogsliðið auk þess að leggja upp tvö mörk.

„Ég hef trú á sjálfum mér og ég veit að ef ég spila þá skora ég mörk. Þetta snýst líka um traust þjálfarans. Gústi (Ágúst Þór Gylfason) hefur trú á mér svo ég finn ekki fyrir neinni pressu,“ sagði Mikkelsen í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Segja má að koma Mikkelsen hafi gjörbylt sóknarleik Blika en í síðustu sjö deildarleikjum áður en hann varð löglegur með Blikum skoraði liðið aðeins sex mörk og innbyrti níu stig. Liðið er komið með sama stigafjölda eftir fyrstu þrjá leiki Mikkelsen og hefur skorað níu mörk í þeim.

Leikur Breiðabliks og KR hefst klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×