Árásirnar hættu ekki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Reykur steig upp frá Austur-Ghouta í átakapásu gærdagsins. Vísir/Afp Sprengjur féllu enn í Austur-Ghouta, nærri Damaskus í Sýrlandi, þrátt fyrir að hlé hafi átt að gera á árásum stjórnarhersins frá klukkan 9 til 14 í gær. Rússlandsforseti fyrirskipaði á mánudag daglegar pásur til þess að almennir borgarar gætu yfirgefið svæðið og hjálparsamtök sinnt særðum og þurfandi. Á sjötta hundrað hafa farist í árásum fylgismanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta á Austur-Ghouta undanfarna rúma viku. Þrátt fyrir pásuna komust engin hjálparsamtök á svæðið og segja Rússar jafnframt að engir almennir borgarar hafi flúið. Jens Laerke, talsmaður samhæfingarskrifstofu mannúðarstarfs hjá SÞ, sagði við blaðamenn í Genf í gær að SÞ hefðu heyrt af því að árásir hafi haldið áfram í pásunni. „Ástandið er greinilega þannig að ekki er hægt að senda hjálp og fólk getur ekki flúið,“ sagði Laerke. Bresku eftirlitssamtökin Syrian Observatory for Human Rights greindu frá því í gær að Assad-liðar hefðu haldið áfram loftárásum sínum í fimm klukkustunda pásunni og meðal annars fellt barn og sært sjö í árás á bæinn Jisrin. Því hafnaði stjórnarherinn. Sýrlenski stjórnarmiðillinn Sana greindi aftur á móti frá því að uppreisnarmenn hefðu varpað sprengjum og skotið á fyrirfram ákveðna flóttaleið almennra borgara. Þeir hefðu í þokkabót notað almenna borgara til að skýla sér. Því höfnuðu uppreisnarfylkingarnar tvær sem berjast við stjórnarherinn í Austur-Ghouta.Norður-Kórea skaffar efnavopn The New York Times greindi frá því í gær að sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum væru fullvissir um að efnavopnaframleiðsla stjórnarhersins færi fram með aðkomu Norður-Kóreumanna. Til dæmis sæju Norður-Kóreumenn Assad-liðum fyrir verkfærum til efnavopnagerðar. Þessi viðskipti leiddu til þess að Assad-liðar fengju aðstoð við framleiðsluna og gætu haldið henni áfram og jafnframt til þess að yfirvöld í Norður-Kóreu fengju fjármagn til að styðja við kjarnorkuvopnaáætlun sína. Að minnsta kosti fjörutíu sendingar bárust frá Norður-Kóreu til Sýrlands á árunum 2012 til 2017, að því er kemur fram í The New York Times. Stjórnarherinn hefur oftsinnis beitt efnavopnum í árásum sínum. Rannsakendur hafa staðfest notkun klórgass. Þá benda gögn til þess að stjórnarherinn hafi drepið áttatíu almenna borgara með saríngasi í bænum Khan Sheikhoun í apríl í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Sprengjur féllu enn í Austur-Ghouta, nærri Damaskus í Sýrlandi, þrátt fyrir að hlé hafi átt að gera á árásum stjórnarhersins frá klukkan 9 til 14 í gær. Rússlandsforseti fyrirskipaði á mánudag daglegar pásur til þess að almennir borgarar gætu yfirgefið svæðið og hjálparsamtök sinnt særðum og þurfandi. Á sjötta hundrað hafa farist í árásum fylgismanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta á Austur-Ghouta undanfarna rúma viku. Þrátt fyrir pásuna komust engin hjálparsamtök á svæðið og segja Rússar jafnframt að engir almennir borgarar hafi flúið. Jens Laerke, talsmaður samhæfingarskrifstofu mannúðarstarfs hjá SÞ, sagði við blaðamenn í Genf í gær að SÞ hefðu heyrt af því að árásir hafi haldið áfram í pásunni. „Ástandið er greinilega þannig að ekki er hægt að senda hjálp og fólk getur ekki flúið,“ sagði Laerke. Bresku eftirlitssamtökin Syrian Observatory for Human Rights greindu frá því í gær að Assad-liðar hefðu haldið áfram loftárásum sínum í fimm klukkustunda pásunni og meðal annars fellt barn og sært sjö í árás á bæinn Jisrin. Því hafnaði stjórnarherinn. Sýrlenski stjórnarmiðillinn Sana greindi aftur á móti frá því að uppreisnarmenn hefðu varpað sprengjum og skotið á fyrirfram ákveðna flóttaleið almennra borgara. Þeir hefðu í þokkabót notað almenna borgara til að skýla sér. Því höfnuðu uppreisnarfylkingarnar tvær sem berjast við stjórnarherinn í Austur-Ghouta.Norður-Kórea skaffar efnavopn The New York Times greindi frá því í gær að sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum væru fullvissir um að efnavopnaframleiðsla stjórnarhersins færi fram með aðkomu Norður-Kóreumanna. Til dæmis sæju Norður-Kóreumenn Assad-liðum fyrir verkfærum til efnavopnagerðar. Þessi viðskipti leiddu til þess að Assad-liðar fengju aðstoð við framleiðsluna og gætu haldið henni áfram og jafnframt til þess að yfirvöld í Norður-Kóreu fengju fjármagn til að styðja við kjarnorkuvopnaáætlun sína. Að minnsta kosti fjörutíu sendingar bárust frá Norður-Kóreu til Sýrlands á árunum 2012 til 2017, að því er kemur fram í The New York Times. Stjórnarherinn hefur oftsinnis beitt efnavopnum í árásum sínum. Rannsakendur hafa staðfest notkun klórgass. Þá benda gögn til þess að stjórnarherinn hafi drepið áttatíu almenna borgara með saríngasi í bænum Khan Sheikhoun í apríl í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00
Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00
Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00