Baldur: Gerðum heiðarlega tilraun Þór Símon Hafþórsson skrifar 26. júlí 2018 21:31 Baldur í stuði fyrir leik í kvöld. vísir/daníel Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var tiltölulega brattur í leikslok þrátt fyrir 2-0 tap gegn FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. „Við vorum bara býsna góðir í fyrri hálfleik. Vörðumst vel og byrjuðum af krafti. Fengum góð færi til að skora á þá á fyrstu tíu mínútunum og vorum ákveðnir að mæta af sama krafti í seinni,“ sagði Baldur en staðan var markalaus í hálfleik og Stjarnan búið að spila ansi vel. Því miður gekk ekki sem skyldi í þeim seinni er gestirnir náðu fljótlega tveggja marka forystu. „Við gefum þeim eiginlega mark. Hann (Kenan Kodro) stendur aleinn fyrir framan markið og það setur leikinn úr jafnvægi fyrir okkur. Eðlilega fór hausinn pínulítið. En við gerðum heiðarlega tilraun gegn frábæru liði og getum borið höfuðið hátt“ Maðurinn sem gerði gæfu muninn fyrir gestina heitir Viktor Fischer en hann var í HM-hóp Dana í sumar. Hann kom inn á í hálfleik sem og var nánast eins og einhver svindl-kall. Svo góður var hann en hann lagði upp eitt og skoraði svo annað mark liðsins. „Það var skemmtilegt að eiga við þá og við ætluðum að stoppa hann en Fischer sýndi gæðin sín. Hann var kvikur á fótunum og áræðin og það er erfitt að eiga við svona menn. Sérstaklega þegar maður er orðin aðeins þreyttur,“ sagði Baldur sem horfir spenntur fram á veginn. „Það er svekkjandi að tapa 2-0 á heimavelli en við getum svo sem sagt að þetta sé ekki alveg búið. Við förum allavega ekki til Danmerkur í vonlausri stöðu. Njótum þess að spila á Parken og reynum að gefa þeim leik.“ Seinni leikur liðanna fer fram eftir viku en í millitíðinni heimsækir Stjarnan lið Víkinga á sunnudaginn í Pepsi deildinni. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - FCK 0-2 | Danirnir höfðu betur á teppinu Stjarnan er með bakið upp við vegg og rúmlega það fyrir síðari leikinn gegn FCK. 26. júlí 2018 22:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var tiltölulega brattur í leikslok þrátt fyrir 2-0 tap gegn FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. „Við vorum bara býsna góðir í fyrri hálfleik. Vörðumst vel og byrjuðum af krafti. Fengum góð færi til að skora á þá á fyrstu tíu mínútunum og vorum ákveðnir að mæta af sama krafti í seinni,“ sagði Baldur en staðan var markalaus í hálfleik og Stjarnan búið að spila ansi vel. Því miður gekk ekki sem skyldi í þeim seinni er gestirnir náðu fljótlega tveggja marka forystu. „Við gefum þeim eiginlega mark. Hann (Kenan Kodro) stendur aleinn fyrir framan markið og það setur leikinn úr jafnvægi fyrir okkur. Eðlilega fór hausinn pínulítið. En við gerðum heiðarlega tilraun gegn frábæru liði og getum borið höfuðið hátt“ Maðurinn sem gerði gæfu muninn fyrir gestina heitir Viktor Fischer en hann var í HM-hóp Dana í sumar. Hann kom inn á í hálfleik sem og var nánast eins og einhver svindl-kall. Svo góður var hann en hann lagði upp eitt og skoraði svo annað mark liðsins. „Það var skemmtilegt að eiga við þá og við ætluðum að stoppa hann en Fischer sýndi gæðin sín. Hann var kvikur á fótunum og áræðin og það er erfitt að eiga við svona menn. Sérstaklega þegar maður er orðin aðeins þreyttur,“ sagði Baldur sem horfir spenntur fram á veginn. „Það er svekkjandi að tapa 2-0 á heimavelli en við getum svo sem sagt að þetta sé ekki alveg búið. Við förum allavega ekki til Danmerkur í vonlausri stöðu. Njótum þess að spila á Parken og reynum að gefa þeim leik.“ Seinni leikur liðanna fer fram eftir viku en í millitíðinni heimsækir Stjarnan lið Víkinga á sunnudaginn í Pepsi deildinni.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - FCK 0-2 | Danirnir höfðu betur á teppinu Stjarnan er með bakið upp við vegg og rúmlega það fyrir síðari leikinn gegn FCK. 26. júlí 2018 22:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - FCK 0-2 | Danirnir höfðu betur á teppinu Stjarnan er með bakið upp við vegg og rúmlega það fyrir síðari leikinn gegn FCK. 26. júlí 2018 22:00