Arsene Wenger, sem hætti störfum knattspyrnustjóra hjá Arsenal í vor, líkti fyrrum lærisveini sínum Jack Wilshere við Lionel Messi og Kylian Mbappe.
Wilshere gekk til liðs við West Ham á dögunum en hann hafnaði framlengingu á samningi sínum við Arsenal eftir að Unai Emery, nýr stjóri Arsenal, gat ekki lofað honum nægum spilatíma.
„Jack Wilshere er leikstjórnandi. Hann er eins týpa og Messi. Hann fær mig til þess að hugsa um Mbappe því þegar hann var 17 ára þá leyfði ég honum að spila því hann var stórkostlega hæfileikaríkur,“ sagði Wenger við beIN Sports.
„Ferill hans stöðvaðist snemma vegna erfiðra meiðsla sem ég trúi að hann hafi hrist af sér. Hann er frábær leikmaður með frábæran fótboltaheila.“
Wenger: Wilshere er svipuð týpa og Messi

Tengdar fréttir

Wilshere samdi við félagið sem hann hélt með þegar hann var lítill
"Velkominn Jack,“ slá West Ham menn upp á twitter-síðu sinni í dag en Jack Wilshere hefur gengið frá þriggja ára samning við Lundúnafélagið.