Bandaríkin bregðast við ákvörðun Kínverja um innflutningstolla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2018 18:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti mynd/Getty Images Ríkisstjórn Donalds Trump hefur þegar brugðist við ákvörðun Kínverja um álagningu innflutningstolla á bandarískar vörur og hyggst birta lista yfir háþróaðar kínverskar tækniafurðir í vikunni sem lagðir verða innflutningstollar á. Reuters greinir frá. Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en kínverska fjármálaráðuneytið greindi frá ákvörðuninni í gærkvöldi og tóku breytingarnar gildi strax í dag. Tollarnir nema allt að 25% en um er að ræða andsvar Kínverja við ákvörðun yfirvalda í Bandaríkjum frá því í mars um að leggja tolla á innflutt ál og stál frá Kína. Kínversk yfirvöld segja álagningu tollanna eiga að þjóna þeim tilgangi að vernda hagsmuni og viðskiptajöfnuð Kína vegna þeirra áhrifa sem ákvörðun Bandaríkjanna frá því í mars hafi haft í för með sér. Með breytingunum verður 15% tollur lagður á flestar vörutegundirnar af þeim 128 sem um ræðir, meðal annars á vín, hnetur og ávexti og þá verður 25% tollur lagður á átta vörutegundir, meðal annars á svínakjöt. Óttast hefur verið að allsherjar viðskiptastríð sé í uppsiglingu á milli stórveldanna tveggja en um er að ræða tvö af stærstu hagkerfum heims. Kínverjar höfðu áður ekki sagst vilja hefja viðskiptastríð en segja nú að hagkerfi þeirra hafa beðið skaða af innflutningstollum Bandaríkjanna. Donald Trump, Bandaríkjaforseti hefur aftur á móti sagt viðskiptastríð vera af hinu góða, en slíkt stríð ætti að reynast Bandaríkjunum auðvelt að vinna. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á innflutt ál og stál mætti mikilli andstöðu víða um heim en breytingarnar tóku gildi þann 23. mars. Þá hafa yfirvöld vestanhafs þegar greint frá fyrirætlunum um álagningu frekari innflutningstolla á kínverskar vörur. Segja Bandaríkjamenn það vera andsvar við ósanngjarnri framkomu Kínverja með álagningu innflutningstollanna sem greint var frá í gærkvöldi. Það ýti undir líkurnar á því að frekari skref verði tekin, en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump hefur þegar brugðist við ákvörðun Kínverja um álagningu innflutningstolla á bandarískar vörur og hyggst birta lista yfir háþróaðar kínverskar tækniafurðir í vikunni sem lagðir verða innflutningstollar á. Reuters greinir frá. Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en kínverska fjármálaráðuneytið greindi frá ákvörðuninni í gærkvöldi og tóku breytingarnar gildi strax í dag. Tollarnir nema allt að 25% en um er að ræða andsvar Kínverja við ákvörðun yfirvalda í Bandaríkjum frá því í mars um að leggja tolla á innflutt ál og stál frá Kína. Kínversk yfirvöld segja álagningu tollanna eiga að þjóna þeim tilgangi að vernda hagsmuni og viðskiptajöfnuð Kína vegna þeirra áhrifa sem ákvörðun Bandaríkjanna frá því í mars hafi haft í för með sér. Með breytingunum verður 15% tollur lagður á flestar vörutegundirnar af þeim 128 sem um ræðir, meðal annars á vín, hnetur og ávexti og þá verður 25% tollur lagður á átta vörutegundir, meðal annars á svínakjöt. Óttast hefur verið að allsherjar viðskiptastríð sé í uppsiglingu á milli stórveldanna tveggja en um er að ræða tvö af stærstu hagkerfum heims. Kínverjar höfðu áður ekki sagst vilja hefja viðskiptastríð en segja nú að hagkerfi þeirra hafa beðið skaða af innflutningstollum Bandaríkjanna. Donald Trump, Bandaríkjaforseti hefur aftur á móti sagt viðskiptastríð vera af hinu góða, en slíkt stríð ætti að reynast Bandaríkjunum auðvelt að vinna. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á innflutt ál og stál mætti mikilli andstöðu víða um heim en breytingarnar tóku gildi þann 23. mars. Þá hafa yfirvöld vestanhafs þegar greint frá fyrirætlunum um álagningu frekari innflutningstolla á kínverskar vörur. Segja Bandaríkjamenn það vera andsvar við ósanngjarnri framkomu Kínverja með álagningu innflutningstollanna sem greint var frá í gærkvöldi. Það ýti undir líkurnar á því að frekari skref verði tekin, en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira