Hætta útsendingu sjónvarpsþátta vegna ásakana frá fyrrverandi kærustu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júní 2018 22:39 Dykstra og Hardwick voru par í þrjú ár, frá árinu 2011 fram til ársins 2014. Vísir/Getty Sjónvarpsstöðin AMC hefur gert tímabundið hlé á útsendingum spjallþátta með grínistanum og þáttastjórnandanum Chris Hardwick eftir að fyrrverandi kærasta hans, leikkonan Chloe Dykstra, sakaði hann um að hafa beitt sig andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ásakanir Dykstra birtust á vefmiðlinum Medium síðastliðinn fimmtudag. Hún nafngreinir Hardwick raunar ekki í pistli sínum en samt sem áður þótti augljóst um hvern er rætt: fyrrverandi kærasta til þriggja ára sem er næstum 20 árum eldri en hún. Aðeins einn kom til greina. Dykstra bar Hardwick þungum sökum og sagði hann hafa bannað sér að eiga karlkyns vini auk þess sem hún hafi „leyft honum að beita sig kynferðisofbeldi.“ Hardwick þvertók fyrir ásakanirnar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins. Í kjölfar ásakananna á hendur Hardwick hefur fyrirtækið Nerdist, hvar Hardwick var einn stofnenda, afmáð nafn hans af vefsíðu sinni. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir jafnframt að Hardwick hafi ekkert verið viðriðinn starfsemi Nerdist síðan árið 2015. pic.twitter.com/E6ORD0TBw9— Nerdist (@nerdist) June 15, 2018 Hardwick hefur helst gert sér það til frægðar að stýra hlaðvarpsþáttum um svokallaða „nördamenningu“ auk umræðuþátta á bandarísku sjónvarpsstöðinni ACM. Hinir síðarnefndu snerust allir um vinsælar þáttaráðir sem sýndar voru á stöðinni, þ.á.m. hinar vinsælu seríur Walking Dead og Breaking Bad. Þá mun stöðin hætta útsendingum á spjallþætti Hardwick, sem ber heitið Talking with Chris Hardwick, þangað til ásakanir á hendur honum hafa verið rannsakaðar til hlítar. Pallborðsumræðum á vegum stöðvarinnar og BBC America, sem Hardwick átti að stýra á myndasöguráðstefnunni Comic Con í júlí, hefur jafnframt verið aflýst. Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Sjónvarpsstöðin AMC hefur gert tímabundið hlé á útsendingum spjallþátta með grínistanum og þáttastjórnandanum Chris Hardwick eftir að fyrrverandi kærasta hans, leikkonan Chloe Dykstra, sakaði hann um að hafa beitt sig andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ásakanir Dykstra birtust á vefmiðlinum Medium síðastliðinn fimmtudag. Hún nafngreinir Hardwick raunar ekki í pistli sínum en samt sem áður þótti augljóst um hvern er rætt: fyrrverandi kærasta til þriggja ára sem er næstum 20 árum eldri en hún. Aðeins einn kom til greina. Dykstra bar Hardwick þungum sökum og sagði hann hafa bannað sér að eiga karlkyns vini auk þess sem hún hafi „leyft honum að beita sig kynferðisofbeldi.“ Hardwick þvertók fyrir ásakanirnar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins. Í kjölfar ásakananna á hendur Hardwick hefur fyrirtækið Nerdist, hvar Hardwick var einn stofnenda, afmáð nafn hans af vefsíðu sinni. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir jafnframt að Hardwick hafi ekkert verið viðriðinn starfsemi Nerdist síðan árið 2015. pic.twitter.com/E6ORD0TBw9— Nerdist (@nerdist) June 15, 2018 Hardwick hefur helst gert sér það til frægðar að stýra hlaðvarpsþáttum um svokallaða „nördamenningu“ auk umræðuþátta á bandarísku sjónvarpsstöðinni ACM. Hinir síðarnefndu snerust allir um vinsælar þáttaráðir sem sýndar voru á stöðinni, þ.á.m. hinar vinsælu seríur Walking Dead og Breaking Bad. Þá mun stöðin hætta útsendingum á spjallþætti Hardwick, sem ber heitið Talking with Chris Hardwick, þangað til ásakanir á hendur honum hafa verið rannsakaðar til hlítar. Pallborðsumræðum á vegum stöðvarinnar og BBC America, sem Hardwick átti að stýra á myndasöguráðstefnunni Comic Con í júlí, hefur jafnframt verið aflýst.
Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira