Assange aftur kominn með aðgang að netinu Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2018 23:26 Julian Assange hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í um sex ár. Getty/Matthew Chattle Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið aðgang að internetinu að nýju en þó með ákveðnum takmörkunum. Hann heldur til í sendiráði Ekvador í London og hefur gert það í rúm sex ár. Yfirvöld Ekvador meinuðu honum aðgang að netinu fyrir tæpu hálfu ári síðan og var það gert til að koma í veg fyrir að hann væri að blanda sér í málefni annarra ríkja og koma niður á stjórnmálasamböndum Ekvador. Skömmu áður en nettengingin var tekin af honum hafði Assange meðal annars lýst yfir vafa um að Rússar hefðu staðið að Skripal-eitruninni. Þá kallaði aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands hann „lítinn vesælan orm“ og sagði tímabært að hann kæmi út úr sendiráðinu og mætti breska réttarkerfinu. Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Assange flúði þangað á árum áður vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð. Það mál hefur verið fellt niður en hann á þó enn handtöku yfir höfði sér í Bretlandi fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Assange óttast að vera framseldur til Bandaríkjanna verði hann handtekinn. Wikileaks sagði frá því í kvöld að Assange væri kominn á netið aftur en ekki var farið út í í hverju áðurnefndar takmarkanir fælust.Ecuador rolls back @JulianAssange isolation after UN meets with presidentBackground: https://t.co/Mb6gXlz7QShttps://t.co/0UBIVYyKll pic.twitter.com/poFi6nBU4N— WikiLeaks (@wikileaks) October 14, 2018 WikiLeaks Tengdar fréttir Nýr ritstjóri WikiLeaks segir áhugaverð verkefni í vinnslu Kristinn Hrafnsson, nýr ritstjóri WikiLeaks, segir aðför að frelsi Assange grófa. Fyrsta verkefnið undir hans stjórn komið í loftið. 1. október 2018 07:00 Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53 Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. 18. september 2018 10:26 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið aðgang að internetinu að nýju en þó með ákveðnum takmörkunum. Hann heldur til í sendiráði Ekvador í London og hefur gert það í rúm sex ár. Yfirvöld Ekvador meinuðu honum aðgang að netinu fyrir tæpu hálfu ári síðan og var það gert til að koma í veg fyrir að hann væri að blanda sér í málefni annarra ríkja og koma niður á stjórnmálasamböndum Ekvador. Skömmu áður en nettengingin var tekin af honum hafði Assange meðal annars lýst yfir vafa um að Rússar hefðu staðið að Skripal-eitruninni. Þá kallaði aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands hann „lítinn vesælan orm“ og sagði tímabært að hann kæmi út úr sendiráðinu og mætti breska réttarkerfinu. Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Assange flúði þangað á árum áður vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð. Það mál hefur verið fellt niður en hann á þó enn handtöku yfir höfði sér í Bretlandi fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Assange óttast að vera framseldur til Bandaríkjanna verði hann handtekinn. Wikileaks sagði frá því í kvöld að Assange væri kominn á netið aftur en ekki var farið út í í hverju áðurnefndar takmarkanir fælust.Ecuador rolls back @JulianAssange isolation after UN meets with presidentBackground: https://t.co/Mb6gXlz7QShttps://t.co/0UBIVYyKll pic.twitter.com/poFi6nBU4N— WikiLeaks (@wikileaks) October 14, 2018
WikiLeaks Tengdar fréttir Nýr ritstjóri WikiLeaks segir áhugaverð verkefni í vinnslu Kristinn Hrafnsson, nýr ritstjóri WikiLeaks, segir aðför að frelsi Assange grófa. Fyrsta verkefnið undir hans stjórn komið í loftið. 1. október 2018 07:00 Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53 Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. 18. september 2018 10:26 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Nýr ritstjóri WikiLeaks segir áhugaverð verkefni í vinnslu Kristinn Hrafnsson, nýr ritstjóri WikiLeaks, segir aðför að frelsi Assange grófa. Fyrsta verkefnið undir hans stjórn komið í loftið. 1. október 2018 07:00
Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53
Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. 18. september 2018 10:26