Erlent

Assange getur enn ekki yfirgefið sendiráðið

Samúel Karl Ólason skrifar
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur búið í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur búið í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. Vísir/AFP
Breskur dómstóll hefur úrskurðað að handtökuskipun gagnvart Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sé enn í gildi. Lögmenn Assange höfðu krafist þess að hún yrði felld niður og sögðu hana hafa „misst tilgang sinn“. Handtökuskipunin var gefin út árið 2012 eftir að Assange braut skilyrði gegn því að ganga laus gegn tryggingu og sótti um hæli í sendiráði Ekvador í London.

Assange hefur haldið til þar síðan.

Þegar hann sótti um hæli átti hann von á því að verða framseldur til Svíþjóðar þar sem hann átti að mæta fyrir dóm vegna kynferðisbrotamáls, sem hefur síðan verið fellt niður.

Dómari málsins sagði í dag að það að brjóta gegn skilyrðum þess að ganga laus gegn tryggingu væri stakur glæpur og að Assange þyrfti að útskýra af hverju hann gerði það. Hámarksrefsing fyrir slíkt brot er eins árs fangelsisvist. Assange óttast þó áfram að vera framsendur til Bandaríkjanna.

Á síðasta mánuðum hafa stjórnvöld Ekvador veitt Assange ríkisborgararétt og farið fram á að Bretar viðurkenni hann sem erindreka ríkisins svo hann geti yfirgefið sendiráðið. Því var hafnað og kölluðu yfirvöld Bretlands eftir því að Assange „mætti réttlætinu“.

Þá hefur forseti Ekvador sagt að vera hans í sendiráðinu væru vandræði fyrir ríkisstjórn landsins og er leitað leiða til að koma honum út.


Tengdar fréttir

Veittu Assange ríkisborgararétt

Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×