Mislingafaraldur í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 17:33 Tuttugu ár eru síðan fölsuð rannsókn tengdi MMR-bóluefnið við einhverfu. Ýmis konar kuklarar og sölumenn hjálækninga halda þeim fullyrðingum enn á lofti þrátt fyrir að þær hafi verið hraktar fyrir löngu. Vísir/AFP Fleiri en tuttugu þúsund manns smituðust af mislingum og 35 létust af völdum þeirra í Evrópu í fyrra samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Tilfellunum fjölgaði fjórfalt á milli ára en sérfræðingar segja að fólk sem hafnar bólusetningum sé hluti orsakarinnar. Stórir faraldrar komu upp í fimmtán Evrópulöndum árið 2017. Flest tilfellin voru í Rúmeníu, Ítalíu og Úkraínu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að fjölgunin frá árinu áður sé harmleikur. Árið 2016 greindust 5.273 tilfelli og höfðu þau aldrei verið færri. Meginástæðan fyrir fjölgun tilfella í fyrra er lágt hlutfall bólusettra. Stofnunin segir að hlutfall bólusettra hafi dregist saman almennt auk þess sem ákveðnir jaðarhópar í samfélaginu séu stöðugt illa varðir. „Hver einasta manneskja sem greinist með mislinga í Evrópu minnir okkur á að óbólusett börn og fullorðnir, hvar sem þeir búa, eru áfram í hættu á að fá sjúkdóminn og að dreifa honum til fleira fólks sem getur kannski ekki verið bólusett,“ segir Zsuzanna Jakab frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í Rúmeníu þar sem ástandið var verst í fyrra var ástæðan skortur á bóluefni og léleg heilsugæsla. Þá er rómafólka talið í sérstakri hættu á að smitast af sjúkdóminum og dreifa honum en það er fjölmennt í landinu. Þá hefur ekki hjálpað að hópar fólks hafa haldið uppi fölskum áróðri gegn bólusetningum. Sá áróður byggir meðal annars á löngu hröktum fullyrðingum bresks læknis um að tengsl væru á milli MMR-bóluefnisins, sem veitir vernd gegn mislingum, og einhverfu. Heilbrigðismál Rúmenía Tengdar fréttir Andstæðingar bólusetninga tvíeflast við faraldur Þrátt fyrir versta mislingafaraldur í áratugi hafa andstæðingar bólusetninga í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum aðeins gerst meira áberandi í sumar. 22. ágúst 2017 11:41 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Fleiri en tuttugu þúsund manns smituðust af mislingum og 35 létust af völdum þeirra í Evrópu í fyrra samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Tilfellunum fjölgaði fjórfalt á milli ára en sérfræðingar segja að fólk sem hafnar bólusetningum sé hluti orsakarinnar. Stórir faraldrar komu upp í fimmtán Evrópulöndum árið 2017. Flest tilfellin voru í Rúmeníu, Ítalíu og Úkraínu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að fjölgunin frá árinu áður sé harmleikur. Árið 2016 greindust 5.273 tilfelli og höfðu þau aldrei verið færri. Meginástæðan fyrir fjölgun tilfella í fyrra er lágt hlutfall bólusettra. Stofnunin segir að hlutfall bólusettra hafi dregist saman almennt auk þess sem ákveðnir jaðarhópar í samfélaginu séu stöðugt illa varðir. „Hver einasta manneskja sem greinist með mislinga í Evrópu minnir okkur á að óbólusett börn og fullorðnir, hvar sem þeir búa, eru áfram í hættu á að fá sjúkdóminn og að dreifa honum til fleira fólks sem getur kannski ekki verið bólusett,“ segir Zsuzanna Jakab frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í Rúmeníu þar sem ástandið var verst í fyrra var ástæðan skortur á bóluefni og léleg heilsugæsla. Þá er rómafólka talið í sérstakri hættu á að smitast af sjúkdóminum og dreifa honum en það er fjölmennt í landinu. Þá hefur ekki hjálpað að hópar fólks hafa haldið uppi fölskum áróðri gegn bólusetningum. Sá áróður byggir meðal annars á löngu hröktum fullyrðingum bresks læknis um að tengsl væru á milli MMR-bóluefnisins, sem veitir vernd gegn mislingum, og einhverfu.
Heilbrigðismál Rúmenía Tengdar fréttir Andstæðingar bólusetninga tvíeflast við faraldur Þrátt fyrir versta mislingafaraldur í áratugi hafa andstæðingar bólusetninga í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum aðeins gerst meira áberandi í sumar. 22. ágúst 2017 11:41 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Andstæðingar bólusetninga tvíeflast við faraldur Þrátt fyrir versta mislingafaraldur í áratugi hafa andstæðingar bólusetninga í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum aðeins gerst meira áberandi í sumar. 22. ágúst 2017 11:41
Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00
Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30