Andstæðingar bólusetninga tvíeflast við faraldur Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2017 11:41 Ungur drengur sem smitaðist í mislingafaraldrinum í Minnesota. Hlutfall bólusetninga í samfélagi fólks af sómölskum ættum þar hefur hrapað síðasta áratuginn. Vísir/Getty Versti mislingafaraldur í Minnesota í Bandaríkjunum í áratugi virðist hafa tvíeflt hópa sem berjast gegn bólusetningum. Heilbrigðisyfirvöldum er kunnugt um að boð um „mislingapartí“ gangi á milli fólks sem vill að börnin sín smitist. Alls hafa 79 tilfelli mislinga verið staðfest í Minnesota frá því í seinni hluta mars. Flest barnanna sem veiktust voru óbólusett og voru af sómölsku bergi brotin. Tuttugu og tveir voru lagðir á sjúkrahús, margir þeirra með háan hita, öndunarerfiðleika og vökvaskort, að sögn Washington Post. Enginn hefur þó látist þó að mislingar geti leitt fólk til dauða. Nýjasta tilfellið er ungur hvítur maður sem var ekki bólusettur vegna andstöðu foreldra hans.Löngu hrakinn áróður um meint tengsl við einhverfuÁstæðan fyrir því að sumir foreldrar vilja ekki bólusetja börn sín er meðal annars áróður vafasamra einstaklinga og samtaka sem halda á lofti löngu hröktum fullyrðingum um meint tengsl bólusetninga við einhverfu. Heilbrigðisstarfsmenn í Minnesota fréttu meðal annars af því fyrr í sumar að hvítar konur hafi gengið um með bæklinga og rætt við fólk í hverfum íbúa af sómölskum uppruna. Þær eru sagðar hafa haldið því fram að heilbrigðiseftirlit ríkisins hafi „búið faraldurinn til“ í því skyni að fá sómalska samfélagið til að bólusetja börn sín. „Ég er í áfalli yfir hvað þau eru orðin kræf. Ég held að flestir hafi talið að raddir gegn bólusetningum myndu hafa sig hægar. Í staðinn hafa þær orðið opinberari, þær eru farnar að breiða úr sér,“ segir Karen Ernst, forstjóri Radda fyrir bólusetningar, foreldrasamtaka sem tala máli bólusetninga.Bóluefni gegn mislingum ver milljónir barna um allan heim fyrir veirunni.Vísir/EPAAndstæðingar bólusetninga hafa hvatt foreldra sem telja börn sín hafa skaðast af völdum bólusetninga að hitta samstarfsmenn Andrews Wakefield, bresks læknis sem var sviptur lækningaleyfi vegna falskrar rannsóknar þar sem hann hélt því fram að MMR-bólusetningin ylli einhverfu, í þessari viku. Fullyrðingar Wakefield hafa ítrekað verið hraktar en þær hafa engu að síður reynst lífseigar í kreðsum andstæðinga bólusetninga og þeirra sem aðhyllast óhefðbundnar meðferðir.Sjúkdómurinn getur verið banvænnMislingum var útrýmt í Bandaríkjunum um aldamótin en sérfræðingar segja að sjúkdómurinn hafi blossað upp síðustu árin, aðallega fyrir tilstilli vaxandi hóps foreldra sem hafnar því að bólusetja börn sín eða frestar því. Mislingaveiran getur verið hættuleg og jafnvel valdið dauða, að því er segir á vefsíðu landlæknis. Alvarlegir sjúkdómar eins og eyrna- eða lungnabólga, kviðverkir, uppköst, niðurgangur og einnig heilabólga geta verið afleiðing mislinga Alvarlegar heilaskemmdir af völdum mislinga geta einnig komið fram mörgum mánuðum eftir sýkinguna. Tengdar fréttir Þekktur andstæðingur bólusetninga talar hjá Gló David Wolfe sem er alræmdur fyrir falskan áróður gegn bólusetningum heldur fyrirlestur á veitingastaðnum Gló í næstu viku. Fulltrúar Glóar vilja ekki svara spurningum en segja fyrirlesturinn ekki á þeirra vegum. 16. júní 2017 20:45 Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Varaformaður bæjarráðs Kópavogs vill að foreldrar leikskólabarna fái að vita ef önnur börn í skólanum eru ekki bólusett. Þá geti þau brugðist við, til dæmis með því að taka börn sín úr skólanum. Meirihluti bæjarráðs tók und 24. mars 2017 07:00 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Versti mislingafaraldur í Minnesota í Bandaríkjunum í áratugi virðist hafa tvíeflt hópa sem berjast gegn bólusetningum. Heilbrigðisyfirvöldum er kunnugt um að boð um „mislingapartí“ gangi á milli fólks sem vill að börnin sín smitist. Alls hafa 79 tilfelli mislinga verið staðfest í Minnesota frá því í seinni hluta mars. Flest barnanna sem veiktust voru óbólusett og voru af sómölsku bergi brotin. Tuttugu og tveir voru lagðir á sjúkrahús, margir þeirra með háan hita, öndunarerfiðleika og vökvaskort, að sögn Washington Post. Enginn hefur þó látist þó að mislingar geti leitt fólk til dauða. Nýjasta tilfellið er ungur hvítur maður sem var ekki bólusettur vegna andstöðu foreldra hans.Löngu hrakinn áróður um meint tengsl við einhverfuÁstæðan fyrir því að sumir foreldrar vilja ekki bólusetja börn sín er meðal annars áróður vafasamra einstaklinga og samtaka sem halda á lofti löngu hröktum fullyrðingum um meint tengsl bólusetninga við einhverfu. Heilbrigðisstarfsmenn í Minnesota fréttu meðal annars af því fyrr í sumar að hvítar konur hafi gengið um með bæklinga og rætt við fólk í hverfum íbúa af sómölskum uppruna. Þær eru sagðar hafa haldið því fram að heilbrigðiseftirlit ríkisins hafi „búið faraldurinn til“ í því skyni að fá sómalska samfélagið til að bólusetja börn sín. „Ég er í áfalli yfir hvað þau eru orðin kræf. Ég held að flestir hafi talið að raddir gegn bólusetningum myndu hafa sig hægar. Í staðinn hafa þær orðið opinberari, þær eru farnar að breiða úr sér,“ segir Karen Ernst, forstjóri Radda fyrir bólusetningar, foreldrasamtaka sem tala máli bólusetninga.Bóluefni gegn mislingum ver milljónir barna um allan heim fyrir veirunni.Vísir/EPAAndstæðingar bólusetninga hafa hvatt foreldra sem telja börn sín hafa skaðast af völdum bólusetninga að hitta samstarfsmenn Andrews Wakefield, bresks læknis sem var sviptur lækningaleyfi vegna falskrar rannsóknar þar sem hann hélt því fram að MMR-bólusetningin ylli einhverfu, í þessari viku. Fullyrðingar Wakefield hafa ítrekað verið hraktar en þær hafa engu að síður reynst lífseigar í kreðsum andstæðinga bólusetninga og þeirra sem aðhyllast óhefðbundnar meðferðir.Sjúkdómurinn getur verið banvænnMislingum var útrýmt í Bandaríkjunum um aldamótin en sérfræðingar segja að sjúkdómurinn hafi blossað upp síðustu árin, aðallega fyrir tilstilli vaxandi hóps foreldra sem hafnar því að bólusetja börn sín eða frestar því. Mislingaveiran getur verið hættuleg og jafnvel valdið dauða, að því er segir á vefsíðu landlæknis. Alvarlegir sjúkdómar eins og eyrna- eða lungnabólga, kviðverkir, uppköst, niðurgangur og einnig heilabólga geta verið afleiðing mislinga Alvarlegar heilaskemmdir af völdum mislinga geta einnig komið fram mörgum mánuðum eftir sýkinguna.
Tengdar fréttir Þekktur andstæðingur bólusetninga talar hjá Gló David Wolfe sem er alræmdur fyrir falskan áróður gegn bólusetningum heldur fyrirlestur á veitingastaðnum Gló í næstu viku. Fulltrúar Glóar vilja ekki svara spurningum en segja fyrirlesturinn ekki á þeirra vegum. 16. júní 2017 20:45 Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Varaformaður bæjarráðs Kópavogs vill að foreldrar leikskólabarna fái að vita ef önnur börn í skólanum eru ekki bólusett. Þá geti þau brugðist við, til dæmis með því að taka börn sín úr skólanum. Meirihluti bæjarráðs tók und 24. mars 2017 07:00 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Þekktur andstæðingur bólusetninga talar hjá Gló David Wolfe sem er alræmdur fyrir falskan áróður gegn bólusetningum heldur fyrirlestur á veitingastaðnum Gló í næstu viku. Fulltrúar Glóar vilja ekki svara spurningum en segja fyrirlesturinn ekki á þeirra vegum. 16. júní 2017 20:45
Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Varaformaður bæjarráðs Kópavogs vill að foreldrar leikskólabarna fái að vita ef önnur börn í skólanum eru ekki bólusett. Þá geti þau brugðist við, til dæmis með því að taka börn sín úr skólanum. Meirihluti bæjarráðs tók und 24. mars 2017 07:00
Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00
Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“