Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2018 09:31 John Kelly, fráfarandi starfsmannastjóri Hvíta hússins. AP/Evan Vucc John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. Þetta segir Kelly í umfangsmiklu viðtali við LA Times. Þar segir hann einnig að Trump virðist ekki skilja takmörk valda sinna né hvernig stjórnvöld Bandaríkjanna virka. Kelly segir Trump reglulega spyrja starfsmenn sína af hverju hann geti ekki gert það sem hann vilji gera, eins og hann vilji gera það.Þá gefur Kelly í skyn að Trump taki eigin ákvarðanir án þess að taka tillit til ráðlegginga sérfræðinga og starfsmanna sinna.Sjá einnig: Tillerson segir Trump hafa reynt að gera ólöglega hlutiSamband Kelly og Trump hefur lengi þótt erfitt en forsetinn réði hann til að reyna að stöðva innri deilur og ólgu innan Hvíta hússins. Kelly er fyrrverandi hershöfðingi og hefur unnið hörðum höndum að því að halda skipulagi á Hvíta húsinu. Hann hefur þó nokkrum sinnum þurft að þræta fyrir fréttir um að hann hafi talað illa um Trump og á minnst einu sinni að hafa kallað Trump fávita í návist annarra. Með orðum sínum í viðtalinu virðist Kelly staðfesta að starfsmenn Trump hafi reynt að hemja verstu hvatir hans, eins og haldið var fram í nafnlausri grein í New York Times á árinu. Sú grein var skrifuð af háttsettum starfsmanni Hvíta hússins.Sjá einnig: Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hansHluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna hefur nú verið lokað í um tíu daga vegna deilna Trump og Demókrataflokksins um fjármögnun byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bygging múrsins er kosningaloforð Trump, sem lofaði því einnig að Mexíkó myndi borga fyrir verkið. Starfsmenn og bandamenn Trump hafa á síðustu dögum haldið því fram opinberlega að Trump vilji ekki byggja múr á landamærunum. „Múrinn“ sé eingöngu táknmynd fyrir aukið öryggi á landamærunum. Kelly segir þetta einnig í viðtalinu. Hann segir þörf á múr á hluta landamæranna, þrátt fyrir að flæði ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna virðist í sögulegu lágmarki. Trump sjálfur hefur þó ítrekað sagt sjálfur að hann hafi ávallt talað um að byggja múr á landamærunum og það ætli hann sér að gera. Nú síðast í gærkvöldi tísti hann um að múr hefði verið reistur í kringum heimili Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það væri einhvern veginn til sönnunar um að Bandaríkin þyrftu einnig múr.Kelly segir ljóst að yfirgnæfandi meirihluti ólöglegra innflytjenda væri ekki slæmt fólk. Þau væru frekar fórnarlömb og hann hefði samúð með þeim. Hann segir þó að að miklu leyti væri hægt að kenna þingmönnum Bandaríkjanna um fjölda ólöglegra innflytjenda. Lög Bandaríkjanna gerðu erfitt að senda þetta fólk aftur til sinna heima. „Ef við lögum ekki lögin, munu þau halda áfram að koma. Þau vita að ef þau komast hingað, geta þau verið hérna,“ segir Kelly. Hann segir þó einnig að hægt væri að laga ástandið til muna með því að draga úr eftirspurn Bandaríkjanna eftir fíkniefnum og með því að bæta efnahagsástandið í Mið-Ameríku. Þegar Kelly var spurður af hverju hann hefði starfað sem starfsmannastjóri Trump í átján mánuði, þrátt fyrir að það hve erfið vinnan væri, að hann væri ósammála forsetanum um svo margt og deilur innan Hvíta hússins, sagði hann einfaldlega bera skyldu til þess. „Hermenn, ganga ekki í burtu.“ Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. Þetta segir Kelly í umfangsmiklu viðtali við LA Times. Þar segir hann einnig að Trump virðist ekki skilja takmörk valda sinna né hvernig stjórnvöld Bandaríkjanna virka. Kelly segir Trump reglulega spyrja starfsmenn sína af hverju hann geti ekki gert það sem hann vilji gera, eins og hann vilji gera það.Þá gefur Kelly í skyn að Trump taki eigin ákvarðanir án þess að taka tillit til ráðlegginga sérfræðinga og starfsmanna sinna.Sjá einnig: Tillerson segir Trump hafa reynt að gera ólöglega hlutiSamband Kelly og Trump hefur lengi þótt erfitt en forsetinn réði hann til að reyna að stöðva innri deilur og ólgu innan Hvíta hússins. Kelly er fyrrverandi hershöfðingi og hefur unnið hörðum höndum að því að halda skipulagi á Hvíta húsinu. Hann hefur þó nokkrum sinnum þurft að þræta fyrir fréttir um að hann hafi talað illa um Trump og á minnst einu sinni að hafa kallað Trump fávita í návist annarra. Með orðum sínum í viðtalinu virðist Kelly staðfesta að starfsmenn Trump hafi reynt að hemja verstu hvatir hans, eins og haldið var fram í nafnlausri grein í New York Times á árinu. Sú grein var skrifuð af háttsettum starfsmanni Hvíta hússins.Sjá einnig: Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hansHluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna hefur nú verið lokað í um tíu daga vegna deilna Trump og Demókrataflokksins um fjármögnun byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bygging múrsins er kosningaloforð Trump, sem lofaði því einnig að Mexíkó myndi borga fyrir verkið. Starfsmenn og bandamenn Trump hafa á síðustu dögum haldið því fram opinberlega að Trump vilji ekki byggja múr á landamærunum. „Múrinn“ sé eingöngu táknmynd fyrir aukið öryggi á landamærunum. Kelly segir þetta einnig í viðtalinu. Hann segir þörf á múr á hluta landamæranna, þrátt fyrir að flæði ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna virðist í sögulegu lágmarki. Trump sjálfur hefur þó ítrekað sagt sjálfur að hann hafi ávallt talað um að byggja múr á landamærunum og það ætli hann sér að gera. Nú síðast í gærkvöldi tísti hann um að múr hefði verið reistur í kringum heimili Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það væri einhvern veginn til sönnunar um að Bandaríkin þyrftu einnig múr.Kelly segir ljóst að yfirgnæfandi meirihluti ólöglegra innflytjenda væri ekki slæmt fólk. Þau væru frekar fórnarlömb og hann hefði samúð með þeim. Hann segir þó að að miklu leyti væri hægt að kenna þingmönnum Bandaríkjanna um fjölda ólöglegra innflytjenda. Lög Bandaríkjanna gerðu erfitt að senda þetta fólk aftur til sinna heima. „Ef við lögum ekki lögin, munu þau halda áfram að koma. Þau vita að ef þau komast hingað, geta þau verið hérna,“ segir Kelly. Hann segir þó einnig að hægt væri að laga ástandið til muna með því að draga úr eftirspurn Bandaríkjanna eftir fíkniefnum og með því að bæta efnahagsástandið í Mið-Ameríku. Þegar Kelly var spurður af hverju hann hefði starfað sem starfsmannastjóri Trump í átján mánuði, þrátt fyrir að það hve erfið vinnan væri, að hann væri ósammála forsetanum um svo margt og deilur innan Hvíta hússins, sagði hann einfaldlega bera skyldu til þess. „Hermenn, ganga ekki í burtu.“
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent