Trump-liðar ætla í hart gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2018 07:01 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar í hart gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum, ICC. Meðal annars ætla Bandaríkin að hóta að beita dómarar ICC viðskiptaþvingunum og er það vegna mögulegrar rannsóknar dómsstólsins á hugsanlegum stríðsglæpum bandarískra hermanna í Afganistan. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mun kynna ætlanir ríkisstjórnarinnar á í ræðu hjá samtökunum Federalist Society, sem eru samtök íhaldssamra lögfræðinga í Bandaríkjunum.Reuters hefur séð frumrit af ræðu Bolton og þar segir að hann ætli sér að grafa undan trúverðugleika dómstólsins og að Bandaríkin muni berjast gegn honum af fullum krafti.„Bandaríkin munu beita öllum leiðum til að vernda borgara okkar og bandamanna okkar frá ósanngjarnri lögsókn þessa óviðurkennda dómstóls,“ mun Bolton segja. Hann mun einnig segja að dómstóllinn sé þegar „dauður“ í augum Bandaríkjanna. Þeir muni ekki hjálpa honum né aðstoða á nokkurn hátt. Þar að auki muni Bandaríkin reyna að gera milliríkjasamninga um að aðrar þjóðir megi ekki framselja Bandaríska ríkisborgara til dómstólsins og reyna að nota öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að draga úr áhrifum dómstólsins. Á sama tíma eru Bandaríkin að loka skrifstofu Palestínsku frelsishreyfingarinnar, (Palestine Liberation Organization eða PLO), í Washington og segja það vera vegna meintra tilrauna samtakanna til að fá Alþjóðlega sakamáladómstólinn til að rannsaka meinta stríðsglæpi Ísraelsmanna í Palestínu. „Bandaríkin munu ávalt standa með vinum okkar og bandamönnum í Ísrael,“ mun Bolton segja í ræðu sinni, samkvæmt Reuters. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er ætlað að rannsaka stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og þjóðarmorð, svo eitthvað sé nefnt. Hann var stofnaður í Róm árið 2002 og skrifuðu Bandaríkin ekki undir stofnsáttmálann í Róm. Þess í stað lýsti George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, því yfir að hann væri mótfallinn stofnun dómstólsins. Barack Obama, fyrrverandi forseti, tók þó nokkur skref í átt að auknu samstarfi með ICC. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björguðu NATO-samningi frá Trump á bak við tjöldin Bandarískir og evrópskir embættismenn unnu saman að því að smíða yfirlýsingu NATO-fundar tímanlega til að minnka líkurnar á að Trump forseti setti hana í uppnám. 10. ágúst 2018 15:14 Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar í hart gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum, ICC. Meðal annars ætla Bandaríkin að hóta að beita dómarar ICC viðskiptaþvingunum og er það vegna mögulegrar rannsóknar dómsstólsins á hugsanlegum stríðsglæpum bandarískra hermanna í Afganistan. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mun kynna ætlanir ríkisstjórnarinnar á í ræðu hjá samtökunum Federalist Society, sem eru samtök íhaldssamra lögfræðinga í Bandaríkjunum.Reuters hefur séð frumrit af ræðu Bolton og þar segir að hann ætli sér að grafa undan trúverðugleika dómstólsins og að Bandaríkin muni berjast gegn honum af fullum krafti.„Bandaríkin munu beita öllum leiðum til að vernda borgara okkar og bandamanna okkar frá ósanngjarnri lögsókn þessa óviðurkennda dómstóls,“ mun Bolton segja. Hann mun einnig segja að dómstóllinn sé þegar „dauður“ í augum Bandaríkjanna. Þeir muni ekki hjálpa honum né aðstoða á nokkurn hátt. Þar að auki muni Bandaríkin reyna að gera milliríkjasamninga um að aðrar þjóðir megi ekki framselja Bandaríska ríkisborgara til dómstólsins og reyna að nota öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að draga úr áhrifum dómstólsins. Á sama tíma eru Bandaríkin að loka skrifstofu Palestínsku frelsishreyfingarinnar, (Palestine Liberation Organization eða PLO), í Washington og segja það vera vegna meintra tilrauna samtakanna til að fá Alþjóðlega sakamáladómstólinn til að rannsaka meinta stríðsglæpi Ísraelsmanna í Palestínu. „Bandaríkin munu ávalt standa með vinum okkar og bandamönnum í Ísrael,“ mun Bolton segja í ræðu sinni, samkvæmt Reuters. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er ætlað að rannsaka stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og þjóðarmorð, svo eitthvað sé nefnt. Hann var stofnaður í Róm árið 2002 og skrifuðu Bandaríkin ekki undir stofnsáttmálann í Róm. Þess í stað lýsti George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, því yfir að hann væri mótfallinn stofnun dómstólsins. Barack Obama, fyrrverandi forseti, tók þó nokkur skref í átt að auknu samstarfi með ICC.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björguðu NATO-samningi frá Trump á bak við tjöldin Bandarískir og evrópskir embættismenn unnu saman að því að smíða yfirlýsingu NATO-fundar tímanlega til að minnka líkurnar á að Trump forseti setti hana í uppnám. 10. ágúst 2018 15:14 Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Björguðu NATO-samningi frá Trump á bak við tjöldin Bandarískir og evrópskir embættismenn unnu saman að því að smíða yfirlýsingu NATO-fundar tímanlega til að minnka líkurnar á að Trump forseti setti hana í uppnám. 10. ágúst 2018 15:14
Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19
Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30