Fór í ranga íbúð og skaut íbúann til bana Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2018 11:27 Botham Shem Jean. Vísir/AP Lögreglukona í Dallas í bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir manndráp. Amber Guyger skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. Þar skaut hún hann til bana. Maðurinn hét Botham Shem Jean en Guyger sagðist hafa farið inn í ranga íbúð þegar hún tilkynnti atvikið. Guyger var handtekin í gær en sleppt í kjölfarið gegn tryggingu. Skotárásin átti sér stað fimmtudaginn. Lögmenn fjölskyldu Jean höfðu kallað eftir handtöku Guyger og sögðu fáránlegt að hún gengi laus svo mörgum dögum eftir banaskotið. Lögmennirnir héldu blaðamannafund í gær þar sem þeir sögðu hafa fært yfirvöldum ný sönnunargögn, vitni og myndbandsupptöku, en fóru ekki nánar út í hvað fælist í því. S. Lee Merritt, einn lögmannanna, sagði um helgina að fjölskylda Jean væri ekki að krefjast þess að Guyger yrði fangelsuð án dóms og laga. Hins vegar kröfðust þau þess að komið yrði fram við hana eins og alla aðra sem talið væri að hefðu framið glæpi. Ekki liggur fyrir af hverju Guyger skaut Jean til bana en hún hefur farið í lyfja og áfengispróf. Niðurstöður þess hafa ekki verið opinberaðar. Allison Jean, móðir mannsins sem var skotinn til bana, hefur velt því fyrir sér hvort að kynþáttur Jean hafi komið að sögu. „Ef þetta hefði verið hvítur maður, hefði þetta farið öðruvísi? Hefði hún brugðist öðruvísi við?“ hefur AP fréttaveitan eftir Allison Jean.Merritt segir ljóst að svartir eigi undir högg að sækja þegar komi að löggæslu í Bandaríkjunum. „Við þurfum enn að eiga við að svart fólk er skotið á handhófskenndan hátt, að keyra svart, að ganga svart og nú þurfum við að bæta við; að lifa svart,“ sagði Merritt, samkvæmt CNN.Jean vann hjá PricewaterhouseCoopers og var með háskólagráðu frá Harding í Arkansas. Hann var ekki á sakaskrá og var 26 ára gamall. Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, sendi frá sér tilkynningu í gær sem sjá má hér að neðan. Þar þakkar hann Texas Rangers lögreglunni, fyrir að rannsaka málið, og sömuleiðis íbúum borgarinnar fyrir skilning á rannsóknarferlinu.My statement on tonight's arrest of Amber Guyger pic.twitter.com/pIfToTpSsN— Mike Rawlings (@Mike_Rawlings) September 10, 2018 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Lögreglukona í Dallas í bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir manndráp. Amber Guyger skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. Þar skaut hún hann til bana. Maðurinn hét Botham Shem Jean en Guyger sagðist hafa farið inn í ranga íbúð þegar hún tilkynnti atvikið. Guyger var handtekin í gær en sleppt í kjölfarið gegn tryggingu. Skotárásin átti sér stað fimmtudaginn. Lögmenn fjölskyldu Jean höfðu kallað eftir handtöku Guyger og sögðu fáránlegt að hún gengi laus svo mörgum dögum eftir banaskotið. Lögmennirnir héldu blaðamannafund í gær þar sem þeir sögðu hafa fært yfirvöldum ný sönnunargögn, vitni og myndbandsupptöku, en fóru ekki nánar út í hvað fælist í því. S. Lee Merritt, einn lögmannanna, sagði um helgina að fjölskylda Jean væri ekki að krefjast þess að Guyger yrði fangelsuð án dóms og laga. Hins vegar kröfðust þau þess að komið yrði fram við hana eins og alla aðra sem talið væri að hefðu framið glæpi. Ekki liggur fyrir af hverju Guyger skaut Jean til bana en hún hefur farið í lyfja og áfengispróf. Niðurstöður þess hafa ekki verið opinberaðar. Allison Jean, móðir mannsins sem var skotinn til bana, hefur velt því fyrir sér hvort að kynþáttur Jean hafi komið að sögu. „Ef þetta hefði verið hvítur maður, hefði þetta farið öðruvísi? Hefði hún brugðist öðruvísi við?“ hefur AP fréttaveitan eftir Allison Jean.Merritt segir ljóst að svartir eigi undir högg að sækja þegar komi að löggæslu í Bandaríkjunum. „Við þurfum enn að eiga við að svart fólk er skotið á handhófskenndan hátt, að keyra svart, að ganga svart og nú þurfum við að bæta við; að lifa svart,“ sagði Merritt, samkvæmt CNN.Jean vann hjá PricewaterhouseCoopers og var með háskólagráðu frá Harding í Arkansas. Hann var ekki á sakaskrá og var 26 ára gamall. Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, sendi frá sér tilkynningu í gær sem sjá má hér að neðan. Þar þakkar hann Texas Rangers lögreglunni, fyrir að rannsaka málið, og sömuleiðis íbúum borgarinnar fyrir skilning á rannsóknarferlinu.My statement on tonight's arrest of Amber Guyger pic.twitter.com/pIfToTpSsN— Mike Rawlings (@Mike_Rawlings) September 10, 2018
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira