Fór í ranga íbúð og skaut íbúann til bana Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2018 11:27 Botham Shem Jean. Vísir/AP Lögreglukona í Dallas í bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir manndráp. Amber Guyger skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. Þar skaut hún hann til bana. Maðurinn hét Botham Shem Jean en Guyger sagðist hafa farið inn í ranga íbúð þegar hún tilkynnti atvikið. Guyger var handtekin í gær en sleppt í kjölfarið gegn tryggingu. Skotárásin átti sér stað fimmtudaginn. Lögmenn fjölskyldu Jean höfðu kallað eftir handtöku Guyger og sögðu fáránlegt að hún gengi laus svo mörgum dögum eftir banaskotið. Lögmennirnir héldu blaðamannafund í gær þar sem þeir sögðu hafa fært yfirvöldum ný sönnunargögn, vitni og myndbandsupptöku, en fóru ekki nánar út í hvað fælist í því. S. Lee Merritt, einn lögmannanna, sagði um helgina að fjölskylda Jean væri ekki að krefjast þess að Guyger yrði fangelsuð án dóms og laga. Hins vegar kröfðust þau þess að komið yrði fram við hana eins og alla aðra sem talið væri að hefðu framið glæpi. Ekki liggur fyrir af hverju Guyger skaut Jean til bana en hún hefur farið í lyfja og áfengispróf. Niðurstöður þess hafa ekki verið opinberaðar. Allison Jean, móðir mannsins sem var skotinn til bana, hefur velt því fyrir sér hvort að kynþáttur Jean hafi komið að sögu. „Ef þetta hefði verið hvítur maður, hefði þetta farið öðruvísi? Hefði hún brugðist öðruvísi við?“ hefur AP fréttaveitan eftir Allison Jean.Merritt segir ljóst að svartir eigi undir högg að sækja þegar komi að löggæslu í Bandaríkjunum. „Við þurfum enn að eiga við að svart fólk er skotið á handhófskenndan hátt, að keyra svart, að ganga svart og nú þurfum við að bæta við; að lifa svart,“ sagði Merritt, samkvæmt CNN.Jean vann hjá PricewaterhouseCoopers og var með háskólagráðu frá Harding í Arkansas. Hann var ekki á sakaskrá og var 26 ára gamall. Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, sendi frá sér tilkynningu í gær sem sjá má hér að neðan. Þar þakkar hann Texas Rangers lögreglunni, fyrir að rannsaka málið, og sömuleiðis íbúum borgarinnar fyrir skilning á rannsóknarferlinu.My statement on tonight's arrest of Amber Guyger pic.twitter.com/pIfToTpSsN— Mike Rawlings (@Mike_Rawlings) September 10, 2018 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Sjá meira
Lögreglukona í Dallas í bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir manndráp. Amber Guyger skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. Þar skaut hún hann til bana. Maðurinn hét Botham Shem Jean en Guyger sagðist hafa farið inn í ranga íbúð þegar hún tilkynnti atvikið. Guyger var handtekin í gær en sleppt í kjölfarið gegn tryggingu. Skotárásin átti sér stað fimmtudaginn. Lögmenn fjölskyldu Jean höfðu kallað eftir handtöku Guyger og sögðu fáránlegt að hún gengi laus svo mörgum dögum eftir banaskotið. Lögmennirnir héldu blaðamannafund í gær þar sem þeir sögðu hafa fært yfirvöldum ný sönnunargögn, vitni og myndbandsupptöku, en fóru ekki nánar út í hvað fælist í því. S. Lee Merritt, einn lögmannanna, sagði um helgina að fjölskylda Jean væri ekki að krefjast þess að Guyger yrði fangelsuð án dóms og laga. Hins vegar kröfðust þau þess að komið yrði fram við hana eins og alla aðra sem talið væri að hefðu framið glæpi. Ekki liggur fyrir af hverju Guyger skaut Jean til bana en hún hefur farið í lyfja og áfengispróf. Niðurstöður þess hafa ekki verið opinberaðar. Allison Jean, móðir mannsins sem var skotinn til bana, hefur velt því fyrir sér hvort að kynþáttur Jean hafi komið að sögu. „Ef þetta hefði verið hvítur maður, hefði þetta farið öðruvísi? Hefði hún brugðist öðruvísi við?“ hefur AP fréttaveitan eftir Allison Jean.Merritt segir ljóst að svartir eigi undir högg að sækja þegar komi að löggæslu í Bandaríkjunum. „Við þurfum enn að eiga við að svart fólk er skotið á handhófskenndan hátt, að keyra svart, að ganga svart og nú þurfum við að bæta við; að lifa svart,“ sagði Merritt, samkvæmt CNN.Jean vann hjá PricewaterhouseCoopers og var með háskólagráðu frá Harding í Arkansas. Hann var ekki á sakaskrá og var 26 ára gamall. Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, sendi frá sér tilkynningu í gær sem sjá má hér að neðan. Þar þakkar hann Texas Rangers lögreglunni, fyrir að rannsaka málið, og sömuleiðis íbúum borgarinnar fyrir skilning á rannsóknarferlinu.My statement on tonight's arrest of Amber Guyger pic.twitter.com/pIfToTpSsN— Mike Rawlings (@Mike_Rawlings) September 10, 2018
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Sjá meira