Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 06:45 Lögregla og sérsveit fluttu nemendur burt af vettvangi. Vísir/Getty Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída í gærkvöldi er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. Hann er fyrrverandi nemendi Marjory Stoneman Douglas High skólans en 17 samnemendur hans og kennarar létust í árásinni. Lögreglan vinnur nú að því að greina hegðun Cruz á samfélagsmiðlum. Haft eftir lögreglustjóra á vef breska ríkisútvarpsins að margar færslur byssumannsins í aðdraganda árásarinnar hafi verið „mjög, mjög óhugnalegar.“ Að sögn miðla vestanhafs hafði Cruz verið vikið úr skólanum vegna hegðunarvandamála, sem þó eru ekki útskýrð nánar. Þá er haft eftir samnemendum hans að Cruz hafi áður hótað þeim öllu illu. Þeir hafi jafnvel grínast með það sín á milli að Cruz væri líklegur til þess að mæta einn daginn með sjálfvirkan riffil í skólann. Sjá einnig: Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í FlórídaByssumaðurinn er sagður hafa notað AR-15 hríðskotariffil til verksins, ekki ósvipaðan þessum hér.Vísir/GettyCruz hélt að framhaldsskólanum klukkan 20 í gærkvöldi að íslenskum tíma eða um það leyti sem flestir nemenda skólans voru á heimleið. Hann myrti þrjá fyrir utan skólann áður en hann stráfelldi 12 á göngum byggingarinnar. Þeirra á meðal var þjálfari ruðningsliðs skólans. 17 voru fluttir á sjúkrahús og létust 2 af sárum sínum þegar þangað var komið. Rúma klukkustund tók að yfirbuga Cruz sem sagður er hafa kveikt á brunavarnakerfi skólans áður en hann hleypti af. Varð það til þess eins að valda meiri glundroða að sögn vitna, sem margir töldu að um eldvarnaræfingu væri að ræða. Var það til þess að margir leituðu skjóls á svokölluðum söfnunarsvæðum þangað sem fólk skal leita í eldsvoða. Bandarískir miðlar greina frá því að Cruz sé meðal hinna særðu og að þrír séu enn taldir í lífshættu. Enn er unnið að því að nafngreina fórnarlömbin en árásin er sú mannskæðasta í bandarískum framhaldsskóla síðan árið 2012. Þá létust 26 í skotárás í Connecticut.Hér að neðan má sjá myndband BBC sem rekur atburðarásina í gær. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída í gærkvöldi er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. Hann er fyrrverandi nemendi Marjory Stoneman Douglas High skólans en 17 samnemendur hans og kennarar létust í árásinni. Lögreglan vinnur nú að því að greina hegðun Cruz á samfélagsmiðlum. Haft eftir lögreglustjóra á vef breska ríkisútvarpsins að margar færslur byssumannsins í aðdraganda árásarinnar hafi verið „mjög, mjög óhugnalegar.“ Að sögn miðla vestanhafs hafði Cruz verið vikið úr skólanum vegna hegðunarvandamála, sem þó eru ekki útskýrð nánar. Þá er haft eftir samnemendum hans að Cruz hafi áður hótað þeim öllu illu. Þeir hafi jafnvel grínast með það sín á milli að Cruz væri líklegur til þess að mæta einn daginn með sjálfvirkan riffil í skólann. Sjá einnig: Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í FlórídaByssumaðurinn er sagður hafa notað AR-15 hríðskotariffil til verksins, ekki ósvipaðan þessum hér.Vísir/GettyCruz hélt að framhaldsskólanum klukkan 20 í gærkvöldi að íslenskum tíma eða um það leyti sem flestir nemenda skólans voru á heimleið. Hann myrti þrjá fyrir utan skólann áður en hann stráfelldi 12 á göngum byggingarinnar. Þeirra á meðal var þjálfari ruðningsliðs skólans. 17 voru fluttir á sjúkrahús og létust 2 af sárum sínum þegar þangað var komið. Rúma klukkustund tók að yfirbuga Cruz sem sagður er hafa kveikt á brunavarnakerfi skólans áður en hann hleypti af. Varð það til þess eins að valda meiri glundroða að sögn vitna, sem margir töldu að um eldvarnaræfingu væri að ræða. Var það til þess að margir leituðu skjóls á svokölluðum söfnunarsvæðum þangað sem fólk skal leita í eldsvoða. Bandarískir miðlar greina frá því að Cruz sé meðal hinna særðu og að þrír séu enn taldir í lífshættu. Enn er unnið að því að nafngreina fórnarlömbin en árásin er sú mannskæðasta í bandarískum framhaldsskóla síðan árið 2012. Þá létust 26 í skotárás í Connecticut.Hér að neðan má sjá myndband BBC sem rekur atburðarásina í gær.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26