Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 06:45 Lögregla og sérsveit fluttu nemendur burt af vettvangi. Vísir/Getty Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída í gærkvöldi er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. Hann er fyrrverandi nemendi Marjory Stoneman Douglas High skólans en 17 samnemendur hans og kennarar létust í árásinni. Lögreglan vinnur nú að því að greina hegðun Cruz á samfélagsmiðlum. Haft eftir lögreglustjóra á vef breska ríkisútvarpsins að margar færslur byssumannsins í aðdraganda árásarinnar hafi verið „mjög, mjög óhugnalegar.“ Að sögn miðla vestanhafs hafði Cruz verið vikið úr skólanum vegna hegðunarvandamála, sem þó eru ekki útskýrð nánar. Þá er haft eftir samnemendum hans að Cruz hafi áður hótað þeim öllu illu. Þeir hafi jafnvel grínast með það sín á milli að Cruz væri líklegur til þess að mæta einn daginn með sjálfvirkan riffil í skólann. Sjá einnig: Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í FlórídaByssumaðurinn er sagður hafa notað AR-15 hríðskotariffil til verksins, ekki ósvipaðan þessum hér.Vísir/GettyCruz hélt að framhaldsskólanum klukkan 20 í gærkvöldi að íslenskum tíma eða um það leyti sem flestir nemenda skólans voru á heimleið. Hann myrti þrjá fyrir utan skólann áður en hann stráfelldi 12 á göngum byggingarinnar. Þeirra á meðal var þjálfari ruðningsliðs skólans. 17 voru fluttir á sjúkrahús og létust 2 af sárum sínum þegar þangað var komið. Rúma klukkustund tók að yfirbuga Cruz sem sagður er hafa kveikt á brunavarnakerfi skólans áður en hann hleypti af. Varð það til þess eins að valda meiri glundroða að sögn vitna, sem margir töldu að um eldvarnaræfingu væri að ræða. Var það til þess að margir leituðu skjóls á svokölluðum söfnunarsvæðum þangað sem fólk skal leita í eldsvoða. Bandarískir miðlar greina frá því að Cruz sé meðal hinna særðu og að þrír séu enn taldir í lífshættu. Enn er unnið að því að nafngreina fórnarlömbin en árásin er sú mannskæðasta í bandarískum framhaldsskóla síðan árið 2012. Þá létust 26 í skotárás í Connecticut.Hér að neðan má sjá myndband BBC sem rekur atburðarásina í gær. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída í gærkvöldi er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. Hann er fyrrverandi nemendi Marjory Stoneman Douglas High skólans en 17 samnemendur hans og kennarar létust í árásinni. Lögreglan vinnur nú að því að greina hegðun Cruz á samfélagsmiðlum. Haft eftir lögreglustjóra á vef breska ríkisútvarpsins að margar færslur byssumannsins í aðdraganda árásarinnar hafi verið „mjög, mjög óhugnalegar.“ Að sögn miðla vestanhafs hafði Cruz verið vikið úr skólanum vegna hegðunarvandamála, sem þó eru ekki útskýrð nánar. Þá er haft eftir samnemendum hans að Cruz hafi áður hótað þeim öllu illu. Þeir hafi jafnvel grínast með það sín á milli að Cruz væri líklegur til þess að mæta einn daginn með sjálfvirkan riffil í skólann. Sjá einnig: Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í FlórídaByssumaðurinn er sagður hafa notað AR-15 hríðskotariffil til verksins, ekki ósvipaðan þessum hér.Vísir/GettyCruz hélt að framhaldsskólanum klukkan 20 í gærkvöldi að íslenskum tíma eða um það leyti sem flestir nemenda skólans voru á heimleið. Hann myrti þrjá fyrir utan skólann áður en hann stráfelldi 12 á göngum byggingarinnar. Þeirra á meðal var þjálfari ruðningsliðs skólans. 17 voru fluttir á sjúkrahús og létust 2 af sárum sínum þegar þangað var komið. Rúma klukkustund tók að yfirbuga Cruz sem sagður er hafa kveikt á brunavarnakerfi skólans áður en hann hleypti af. Varð það til þess eins að valda meiri glundroða að sögn vitna, sem margir töldu að um eldvarnaræfingu væri að ræða. Var það til þess að margir leituðu skjóls á svokölluðum söfnunarsvæðum þangað sem fólk skal leita í eldsvoða. Bandarískir miðlar greina frá því að Cruz sé meðal hinna særðu og að þrír séu enn taldir í lífshættu. Enn er unnið að því að nafngreina fórnarlömbin en árásin er sú mannskæðasta í bandarískum framhaldsskóla síðan árið 2012. Þá létust 26 í skotárás í Connecticut.Hér að neðan má sjá myndband BBC sem rekur atburðarásina í gær.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26