Ökumaður sjálfkeyrandi Uber var að streyma þætti rétt fyrir banaslys Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2018 11:27 Uber stöðvaði tilraunir með sjálfkeyrandi bíla sína tímabundið eftir slysið. Þær höfðu þá gengið nokkuð brösulega. Vísir/Getty Lögreglan í Tempe í Arizona í Bandaríkjunum segir nú að ökumaður sjálfkeyrandi bíls á vegum akstursveitunnar Uber hafi verið að streyma sjónvarpsþætti í símanum sínum allt þangað til bíllinn ók á gangandi konu. Algerlega hafi verið hægt að komast hjá banaslysinu.Slysið átti sér stað að kvöldi til í mars. Sjálfkeyrandi Volvo-jepplingur Uber ók þá á 49 ára gamla heimilislausa konu sem var að fara yfir götu. Uber stöðvaði tilraunir sínar með sjálfkeyrandi bíla í nokkrum borgum í Bandaríkjunum eftir banaslysið. Í skýrslu lögreglunnar í Tempe sem gerð var opinber í gær kemur fram að konan sem sat við stýri bílsins hafi ítrekað litið niður og ekki haft augun á veginum fyrir slysið. Hún hafi aðeins litið upp hálfri sekúndu áður en bíllinn skall á konunni, að því er segir í frétt Reuters. Ökumaðurinn gæti verið ákærður fyrir manndráp í kjölfarið. Lögreglan telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið ef ökumaðurinn hefði verið með athyglina við aksturinn. Krafa er gerð til sjálfkeyrandi bíla um að ökumaður sé alltaf við stýrið til að grípa inn í, jafnvel þegar bílinn keyrir sig sjálfur.Var að streyma „Röddinni“ Með því að afla upplýsinga frá efnisveitunni Hulu komst lögreglan að því að ökumaðurinn hafi verið að streyma raunveruleikaþættinum „Röddinni“ [e. The Voice] í um 42 mínútur kvöldið sem slysið átti sér stað. Streyminu hafi verið hætt um svipað leyti og ekið var á konuna. Upptökur eftirlitsmyndavéla hafi leitt í ljós að ökumaðurinn hafi verið annars hugar og litið niður í sjö af síðustu 22 mínútunum fyrir áreksturinn. Í skýrslunni var konunni sem lést einnig kennt um slysið að hluta til. Hún hafi farið yfir götuna utan gangbrautar. Komið hefur fram að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafi gengið brösulega. Ökumenn hafi þurft að grípa mun tíðar inn í aksturinn en hjá keppinautunum. Fyrirtækið hafi ennfremur fækkað verulega skynjurum sem eiga að nema veginn og hindranir í kringum bílana. Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Uber slökkti á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíla Sjálfkeyrandi bíll Uber sem varð gangandi konu að bana í Arizona átti í erfiðleikum með að greina hana og neyðarhemlun var óvirk. 24. maí 2018 16:31 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Lögreglan í Tempe í Arizona í Bandaríkjunum segir nú að ökumaður sjálfkeyrandi bíls á vegum akstursveitunnar Uber hafi verið að streyma sjónvarpsþætti í símanum sínum allt þangað til bíllinn ók á gangandi konu. Algerlega hafi verið hægt að komast hjá banaslysinu.Slysið átti sér stað að kvöldi til í mars. Sjálfkeyrandi Volvo-jepplingur Uber ók þá á 49 ára gamla heimilislausa konu sem var að fara yfir götu. Uber stöðvaði tilraunir sínar með sjálfkeyrandi bíla í nokkrum borgum í Bandaríkjunum eftir banaslysið. Í skýrslu lögreglunnar í Tempe sem gerð var opinber í gær kemur fram að konan sem sat við stýri bílsins hafi ítrekað litið niður og ekki haft augun á veginum fyrir slysið. Hún hafi aðeins litið upp hálfri sekúndu áður en bíllinn skall á konunni, að því er segir í frétt Reuters. Ökumaðurinn gæti verið ákærður fyrir manndráp í kjölfarið. Lögreglan telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið ef ökumaðurinn hefði verið með athyglina við aksturinn. Krafa er gerð til sjálfkeyrandi bíla um að ökumaður sé alltaf við stýrið til að grípa inn í, jafnvel þegar bílinn keyrir sig sjálfur.Var að streyma „Röddinni“ Með því að afla upplýsinga frá efnisveitunni Hulu komst lögreglan að því að ökumaðurinn hafi verið að streyma raunveruleikaþættinum „Röddinni“ [e. The Voice] í um 42 mínútur kvöldið sem slysið átti sér stað. Streyminu hafi verið hætt um svipað leyti og ekið var á konuna. Upptökur eftirlitsmyndavéla hafi leitt í ljós að ökumaðurinn hafi verið annars hugar og litið niður í sjö af síðustu 22 mínútunum fyrir áreksturinn. Í skýrslunni var konunni sem lést einnig kennt um slysið að hluta til. Hún hafi farið yfir götuna utan gangbrautar. Komið hefur fram að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafi gengið brösulega. Ökumenn hafi þurft að grípa mun tíðar inn í aksturinn en hjá keppinautunum. Fyrirtækið hafi ennfremur fækkað verulega skynjurum sem eiga að nema veginn og hindranir í kringum bílana.
Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Uber slökkti á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíla Sjálfkeyrandi bíll Uber sem varð gangandi konu að bana í Arizona átti í erfiðleikum með að greina hana og neyðarhemlun var óvirk. 24. maí 2018 16:31 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25
Uber slökkti á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíla Sjálfkeyrandi bíll Uber sem varð gangandi konu að bana í Arizona átti í erfiðleikum með að greina hana og neyðarhemlun var óvirk. 24. maí 2018 16:31
Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39
Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51
Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56