VARhugaverð þróun í enska boltanum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2018 06:30 Craig Pawson dæmdi vítaspyrnu á West Brom í leiknum gegn Liverpool eftir að hafa skoðað atvikið á sjónvarpsskjá á hliðarlínunni. Þetta var í fyrsta sinn sem dómari í leik á Englandi styðst sjálfur við myndbandsupptöku. vísir/getty Það er óhætt að segja að myndbandsdómgæslan svokallaða (VAR) hafi verið í aðalhlutverki þegar West Brom vann Liverpool, 2-3, í 4. umferð ensku bikarkeppninnar á laugardagskvöldið. Þýska og ítalska úrvalsdeildin hafa tekið myndbandsdómgæsluna í gagnið og hún er einnig að ryðja sér rúms á Englandi. Leikurinn á Anfield var sjötti leikurinn milli enskra liða þar sem notast er við myndbandsdómgæslu og hún setti sinn svip á leikinn. Craig Pawson, dómari leiksins, notaðist í þrígang við myndbandsdómgæsluna í fyrri hálfleik. Í öllum tilfellum fékkst rétt niðurstaða en miklar tafir urðu á fyrri hálfleiknum vegna notkunar myndbandsdómgæslunnar. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og strax á 5. mínútu kom Roberto Firmino Liverpool yfir þegar hann vippaði laglega yfir Ben Foster í marki West Brom. Gestirnir tóku miðju og Jay Rodriguez jafnaði metin með góðu skoti. Skömmu síðar kom hann West Brom yfir með sínu öðru marki. Eftir um 20 mínútna leik skoraði Craig Dawson þriðja mark West Brom með skalla eftir hornspyrnu Chris Brunt. Markið var hins vegar dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslunnar. Í endursýningu sást að Gareth Barry var rangstæður og hafði áhrif á Simon Mignolet, markvörð Liverpool. Skömmu síðar féll Mohamed Salah í vítateig West Brom eftir viðskipti við Jake Livermore. Eftir að hafa ráðfært sig við myndbandsdómarann Andre Marriner fór Pawson út á hliðarlínu og skoðaði atvikið á sjónvarpsskjá. Eftir mikla rekistefnu dæmdi hann loks vítaspyrnu á Livermore fyrir brot á Salah. Rétt tæpar fjórar mínútur liðu frá brotinu og þangað til vítaspyrnan var tekin. Firmino fór á punktinn en skaut í slá. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Joël Matip, varnarmaður Liverpool, sjálfsmark og kom West Brom í 1-3. Pawson dæmdi markið gilt eftir að hafa fengið staðfestingu á lögmæti þess hjá Marriner. Staðan var 1-3 eftir fyrri hálfleikinn sem tafðist um 10 mínútur, aðallega vegna notkunar myndbandstækninnar. Þrátt fyrir það var aðeins fjórum mínútum bætt við fyrri hálfleikinn. Seinni hálfleikurinn gekk hraðar fyrir sig. Leikmenn West Brom vörðust af krafti og sýndu góða frammistöðu. Salah minnkaði muninn í 2-3 12 mínútum fyrir leikslok en nær komst Liverpool ekki. Rauði herinn féll því úr leik í 4. umferð ensku bikarkeppninnar þriðja árið í röð. Þetta var jafnframt annað tap Liverpool í röð eftir sigurinn frækna á Manchester City fyrir tveimur vikum. Báðir tapleikirnir komu gegn tveimur neðstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar, West Brom og Swansea City. Aðalumræðuefnið eftir leik var samt myndbandsdómgæslan og þau áhrif sem hún hafði á leikinn. Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Brom, gaf myndbandsdómgæslunni ekki háa einkunn eftir leikinn. „Dómarinn talaði ekkert við okkur eins og í NFL þar sem er alveg skýrt hvenær myndbandsdómgæslunni er beitt. Við vissum ekki hvað var verið að skoða og af hverju leikurinn var stöðvaður,“ sagði Pardew sem þurfti að gera tvær breytingar á liði sínu í fyrri hálfleik. Hann rekur meiðslin sem viðkomandi leikmenn urðu fyrir til tafanna sem urðu á leiknum. „Það tók 4-5 mínútur að fá niðurstöðu í vítaspyrnumálið. Svo leikmenn fóru úr því að vera á fullu í kyrrstöðu. Eftir það meiddist leikmaður hjá mér aftan í læri.“ Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var jákvæðari í garð myndbandsdómgæslunnar og sagði að það væri eðlilegt ýmsir vankantar væru á framkvæmd hennar í byrjun. „Þetta mun breyta hlutunum. Er það skemmtilegt að West Brom fagni marki og einhver segi þeim svo að það standi ekki? En ég held að þetta sé það sem við viljum. Ef mark á að vera dæmt af á að dæma það af. Það er eðlilegt að þetta taki lengri tíma í upphafi,“ sagði Klopp. Þessi fyrstu kynni Englendinga af myndbandsdómgæslunni voru ekki góð. Eins og áður sagði fékkst rétt niðurstaða en tafirnar á leiknum urðu alltof miklar og allt flæði datt úr leiknum. Myndbandsdómgæslan er góðra gjalda verð en framkvæmdin á henni verður að vera miklu betri en á Anfield á laugardagskvöldið. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Það er óhætt að segja að myndbandsdómgæslan svokallaða (VAR) hafi verið í aðalhlutverki þegar West Brom vann Liverpool, 2-3, í 4. umferð ensku bikarkeppninnar á laugardagskvöldið. Þýska og ítalska úrvalsdeildin hafa tekið myndbandsdómgæsluna í gagnið og hún er einnig að ryðja sér rúms á Englandi. Leikurinn á Anfield var sjötti leikurinn milli enskra liða þar sem notast er við myndbandsdómgæslu og hún setti sinn svip á leikinn. Craig Pawson, dómari leiksins, notaðist í þrígang við myndbandsdómgæsluna í fyrri hálfleik. Í öllum tilfellum fékkst rétt niðurstaða en miklar tafir urðu á fyrri hálfleiknum vegna notkunar myndbandsdómgæslunnar. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og strax á 5. mínútu kom Roberto Firmino Liverpool yfir þegar hann vippaði laglega yfir Ben Foster í marki West Brom. Gestirnir tóku miðju og Jay Rodriguez jafnaði metin með góðu skoti. Skömmu síðar kom hann West Brom yfir með sínu öðru marki. Eftir um 20 mínútna leik skoraði Craig Dawson þriðja mark West Brom með skalla eftir hornspyrnu Chris Brunt. Markið var hins vegar dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslunnar. Í endursýningu sást að Gareth Barry var rangstæður og hafði áhrif á Simon Mignolet, markvörð Liverpool. Skömmu síðar féll Mohamed Salah í vítateig West Brom eftir viðskipti við Jake Livermore. Eftir að hafa ráðfært sig við myndbandsdómarann Andre Marriner fór Pawson út á hliðarlínu og skoðaði atvikið á sjónvarpsskjá. Eftir mikla rekistefnu dæmdi hann loks vítaspyrnu á Livermore fyrir brot á Salah. Rétt tæpar fjórar mínútur liðu frá brotinu og þangað til vítaspyrnan var tekin. Firmino fór á punktinn en skaut í slá. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Joël Matip, varnarmaður Liverpool, sjálfsmark og kom West Brom í 1-3. Pawson dæmdi markið gilt eftir að hafa fengið staðfestingu á lögmæti þess hjá Marriner. Staðan var 1-3 eftir fyrri hálfleikinn sem tafðist um 10 mínútur, aðallega vegna notkunar myndbandstækninnar. Þrátt fyrir það var aðeins fjórum mínútum bætt við fyrri hálfleikinn. Seinni hálfleikurinn gekk hraðar fyrir sig. Leikmenn West Brom vörðust af krafti og sýndu góða frammistöðu. Salah minnkaði muninn í 2-3 12 mínútum fyrir leikslok en nær komst Liverpool ekki. Rauði herinn féll því úr leik í 4. umferð ensku bikarkeppninnar þriðja árið í röð. Þetta var jafnframt annað tap Liverpool í röð eftir sigurinn frækna á Manchester City fyrir tveimur vikum. Báðir tapleikirnir komu gegn tveimur neðstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar, West Brom og Swansea City. Aðalumræðuefnið eftir leik var samt myndbandsdómgæslan og þau áhrif sem hún hafði á leikinn. Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Brom, gaf myndbandsdómgæslunni ekki háa einkunn eftir leikinn. „Dómarinn talaði ekkert við okkur eins og í NFL þar sem er alveg skýrt hvenær myndbandsdómgæslunni er beitt. Við vissum ekki hvað var verið að skoða og af hverju leikurinn var stöðvaður,“ sagði Pardew sem þurfti að gera tvær breytingar á liði sínu í fyrri hálfleik. Hann rekur meiðslin sem viðkomandi leikmenn urðu fyrir til tafanna sem urðu á leiknum. „Það tók 4-5 mínútur að fá niðurstöðu í vítaspyrnumálið. Svo leikmenn fóru úr því að vera á fullu í kyrrstöðu. Eftir það meiddist leikmaður hjá mér aftan í læri.“ Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var jákvæðari í garð myndbandsdómgæslunnar og sagði að það væri eðlilegt ýmsir vankantar væru á framkvæmd hennar í byrjun. „Þetta mun breyta hlutunum. Er það skemmtilegt að West Brom fagni marki og einhver segi þeim svo að það standi ekki? En ég held að þetta sé það sem við viljum. Ef mark á að vera dæmt af á að dæma það af. Það er eðlilegt að þetta taki lengri tíma í upphafi,“ sagði Klopp. Þessi fyrstu kynni Englendinga af myndbandsdómgæslunni voru ekki góð. Eins og áður sagði fékkst rétt niðurstaða en tafirnar á leiknum urðu alltof miklar og allt flæði datt úr leiknum. Myndbandsdómgæslan er góðra gjalda verð en framkvæmdin á henni verður að vera miklu betri en á Anfield á laugardagskvöldið.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira