„Tollverndin er hætt að bíta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2018 19:45 Formaður Bændasamtaka Íslands segir að tollvernd á íslenskar landbúnaðarvörur sé hætt að skila tilætluðum árangri og hana þurfi að endurskoða. Þá hafi innflutningur á búvörum aukist mikið að undanförnu og samkeppnisstaða íslenskrar framleiðslu sé afar erfið. Verndartollar á íslenskar landbúnaðarafurðir voru Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtakanna meðal annars ofarlega í huga í setningarræðu hans á Búnaðarþingi 2018 sem hófst í dag. „Tollverndin er hætt að bíta og miðað við gengi krónunnar, og verðgildi tollanna hefur ekki tekið neinum breytingum í 20 ár, þannig það sem á að verja okkur með tollvernd þarf að endurskoða í dag,” segir Sindri í samtali við Stöð 2. Ísland leiddi matvælalöggjöf Evrópusambandsins í lög árið 2009 en með nýlegum dómi komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenskar reglur sem leggja hömlur á innflutning hrárrar kjötvöru samrýmist ekki ákvæðum EES-samningsins. Sindri telur stjórnvöld hafa brugðist of vægt við niðurstöðu dómsins. „Það er að okkar mati ákveðin uppgjöf í þessu hráakjötsmáli hjá stjórnvöldum, við hvetjum þau til þess að fara til Evrópusambandsins og ræða þessi mál. Þetta er greinilega öðruvísi en þetta var hugsað þegar menn voru að samþykkja þetta á Alþingi 2009, þá var mikil sátt um málið. EFTA dómstóllinn hefur sett málið í annan búning núna, sú sátt er ekki lengur fyrir hendi og þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að ræða þetta,” segir Sindri.Eðlilegt að tollvernd „bíti” Aðspurður segir hann það ekki skjóta skökku við að krefjast tollverndar en á sama tíma fara fram á útflutningsskyldu sem er meðal þess sem bændaforystan hefur lagt til til að bregðast við þeim vanda sem blasir við í sauðfjárrækt. „Ef við ætlum að hafa tollvernd þá er eðlilegt að hún bíti. Að sama skapi eigum við að sjálfsögðu að nýta þær auðlindir sem við höfum og þau tækifæri í að framleiða gæðamat og leyfa fleirum að njóta þess,” segir Sindri. „Við sjáum að innflutningur á búvörum er að aukast mjög mikið og samkeppnisstaða íslenskrar framleiðslu er bara erfið um þessar mundir.” Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpaði Búnaðarþing á Hótel Sögu í dag.Vísir/ArnarKristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvetur bændur til að sýna frumkvæði við leit lausna á þeim áskorunum sem greinin stendur frami fyrir. Í ræðu sinni við setningu Búnaðarþings tók hann þó einnig fram að ekki sé hægt að ætlast til þess að hægt sé að stunda útflutning landbúnaðarafurða til annarra landa en á sama tíma halda uppi háum verndartollum hérlendis. „Ég held að við séum svona í grunninn á sömu línu, þetta er spurning um með hvaða hætti við reynum að nálgast þessi markmið okkar, bæði í þágu bænda og ekki síður íslenskra neytenda,” segir Kristján Þór. „Ég hef enga trú á öðru en að við náum saman um einhverjar leiðir til þess að styrkja stöðu allra í þessum efnum. Það er tímabært, það er mikið verkefni, það er vandasamt og mun verða flókið en ég er fullviss um að við munum vinna okkur út í gegnum það.“ Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
Formaður Bændasamtaka Íslands segir að tollvernd á íslenskar landbúnaðarvörur sé hætt að skila tilætluðum árangri og hana þurfi að endurskoða. Þá hafi innflutningur á búvörum aukist mikið að undanförnu og samkeppnisstaða íslenskrar framleiðslu sé afar erfið. Verndartollar á íslenskar landbúnaðarafurðir voru Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtakanna meðal annars ofarlega í huga í setningarræðu hans á Búnaðarþingi 2018 sem hófst í dag. „Tollverndin er hætt að bíta og miðað við gengi krónunnar, og verðgildi tollanna hefur ekki tekið neinum breytingum í 20 ár, þannig það sem á að verja okkur með tollvernd þarf að endurskoða í dag,” segir Sindri í samtali við Stöð 2. Ísland leiddi matvælalöggjöf Evrópusambandsins í lög árið 2009 en með nýlegum dómi komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenskar reglur sem leggja hömlur á innflutning hrárrar kjötvöru samrýmist ekki ákvæðum EES-samningsins. Sindri telur stjórnvöld hafa brugðist of vægt við niðurstöðu dómsins. „Það er að okkar mati ákveðin uppgjöf í þessu hráakjötsmáli hjá stjórnvöldum, við hvetjum þau til þess að fara til Evrópusambandsins og ræða þessi mál. Þetta er greinilega öðruvísi en þetta var hugsað þegar menn voru að samþykkja þetta á Alþingi 2009, þá var mikil sátt um málið. EFTA dómstóllinn hefur sett málið í annan búning núna, sú sátt er ekki lengur fyrir hendi og þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að ræða þetta,” segir Sindri.Eðlilegt að tollvernd „bíti” Aðspurður segir hann það ekki skjóta skökku við að krefjast tollverndar en á sama tíma fara fram á útflutningsskyldu sem er meðal þess sem bændaforystan hefur lagt til til að bregðast við þeim vanda sem blasir við í sauðfjárrækt. „Ef við ætlum að hafa tollvernd þá er eðlilegt að hún bíti. Að sama skapi eigum við að sjálfsögðu að nýta þær auðlindir sem við höfum og þau tækifæri í að framleiða gæðamat og leyfa fleirum að njóta þess,” segir Sindri. „Við sjáum að innflutningur á búvörum er að aukast mjög mikið og samkeppnisstaða íslenskrar framleiðslu er bara erfið um þessar mundir.” Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpaði Búnaðarþing á Hótel Sögu í dag.Vísir/ArnarKristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvetur bændur til að sýna frumkvæði við leit lausna á þeim áskorunum sem greinin stendur frami fyrir. Í ræðu sinni við setningu Búnaðarþings tók hann þó einnig fram að ekki sé hægt að ætlast til þess að hægt sé að stunda útflutning landbúnaðarafurða til annarra landa en á sama tíma halda uppi háum verndartollum hérlendis. „Ég held að við séum svona í grunninn á sömu línu, þetta er spurning um með hvaða hætti við reynum að nálgast þessi markmið okkar, bæði í þágu bænda og ekki síður íslenskra neytenda,” segir Kristján Þór. „Ég hef enga trú á öðru en að við náum saman um einhverjar leiðir til þess að styrkja stöðu allra í þessum efnum. Það er tímabært, það er mikið verkefni, það er vandasamt og mun verða flókið en ég er fullviss um að við munum vinna okkur út í gegnum það.“
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira