„Tollverndin er hætt að bíta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2018 19:45 Formaður Bændasamtaka Íslands segir að tollvernd á íslenskar landbúnaðarvörur sé hætt að skila tilætluðum árangri og hana þurfi að endurskoða. Þá hafi innflutningur á búvörum aukist mikið að undanförnu og samkeppnisstaða íslenskrar framleiðslu sé afar erfið. Verndartollar á íslenskar landbúnaðarafurðir voru Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtakanna meðal annars ofarlega í huga í setningarræðu hans á Búnaðarþingi 2018 sem hófst í dag. „Tollverndin er hætt að bíta og miðað við gengi krónunnar, og verðgildi tollanna hefur ekki tekið neinum breytingum í 20 ár, þannig það sem á að verja okkur með tollvernd þarf að endurskoða í dag,” segir Sindri í samtali við Stöð 2. Ísland leiddi matvælalöggjöf Evrópusambandsins í lög árið 2009 en með nýlegum dómi komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenskar reglur sem leggja hömlur á innflutning hrárrar kjötvöru samrýmist ekki ákvæðum EES-samningsins. Sindri telur stjórnvöld hafa brugðist of vægt við niðurstöðu dómsins. „Það er að okkar mati ákveðin uppgjöf í þessu hráakjötsmáli hjá stjórnvöldum, við hvetjum þau til þess að fara til Evrópusambandsins og ræða þessi mál. Þetta er greinilega öðruvísi en þetta var hugsað þegar menn voru að samþykkja þetta á Alþingi 2009, þá var mikil sátt um málið. EFTA dómstóllinn hefur sett málið í annan búning núna, sú sátt er ekki lengur fyrir hendi og þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að ræða þetta,” segir Sindri.Eðlilegt að tollvernd „bíti” Aðspurður segir hann það ekki skjóta skökku við að krefjast tollverndar en á sama tíma fara fram á útflutningsskyldu sem er meðal þess sem bændaforystan hefur lagt til til að bregðast við þeim vanda sem blasir við í sauðfjárrækt. „Ef við ætlum að hafa tollvernd þá er eðlilegt að hún bíti. Að sama skapi eigum við að sjálfsögðu að nýta þær auðlindir sem við höfum og þau tækifæri í að framleiða gæðamat og leyfa fleirum að njóta þess,” segir Sindri. „Við sjáum að innflutningur á búvörum er að aukast mjög mikið og samkeppnisstaða íslenskrar framleiðslu er bara erfið um þessar mundir.” Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpaði Búnaðarþing á Hótel Sögu í dag.Vísir/ArnarKristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvetur bændur til að sýna frumkvæði við leit lausna á þeim áskorunum sem greinin stendur frami fyrir. Í ræðu sinni við setningu Búnaðarþings tók hann þó einnig fram að ekki sé hægt að ætlast til þess að hægt sé að stunda útflutning landbúnaðarafurða til annarra landa en á sama tíma halda uppi háum verndartollum hérlendis. „Ég held að við séum svona í grunninn á sömu línu, þetta er spurning um með hvaða hætti við reynum að nálgast þessi markmið okkar, bæði í þágu bænda og ekki síður íslenskra neytenda,” segir Kristján Þór. „Ég hef enga trú á öðru en að við náum saman um einhverjar leiðir til þess að styrkja stöðu allra í þessum efnum. Það er tímabært, það er mikið verkefni, það er vandasamt og mun verða flókið en ég er fullviss um að við munum vinna okkur út í gegnum það.“ Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Formaður Bændasamtaka Íslands segir að tollvernd á íslenskar landbúnaðarvörur sé hætt að skila tilætluðum árangri og hana þurfi að endurskoða. Þá hafi innflutningur á búvörum aukist mikið að undanförnu og samkeppnisstaða íslenskrar framleiðslu sé afar erfið. Verndartollar á íslenskar landbúnaðarafurðir voru Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtakanna meðal annars ofarlega í huga í setningarræðu hans á Búnaðarþingi 2018 sem hófst í dag. „Tollverndin er hætt að bíta og miðað við gengi krónunnar, og verðgildi tollanna hefur ekki tekið neinum breytingum í 20 ár, þannig það sem á að verja okkur með tollvernd þarf að endurskoða í dag,” segir Sindri í samtali við Stöð 2. Ísland leiddi matvælalöggjöf Evrópusambandsins í lög árið 2009 en með nýlegum dómi komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenskar reglur sem leggja hömlur á innflutning hrárrar kjötvöru samrýmist ekki ákvæðum EES-samningsins. Sindri telur stjórnvöld hafa brugðist of vægt við niðurstöðu dómsins. „Það er að okkar mati ákveðin uppgjöf í þessu hráakjötsmáli hjá stjórnvöldum, við hvetjum þau til þess að fara til Evrópusambandsins og ræða þessi mál. Þetta er greinilega öðruvísi en þetta var hugsað þegar menn voru að samþykkja þetta á Alþingi 2009, þá var mikil sátt um málið. EFTA dómstóllinn hefur sett málið í annan búning núna, sú sátt er ekki lengur fyrir hendi og þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að ræða þetta,” segir Sindri.Eðlilegt að tollvernd „bíti” Aðspurður segir hann það ekki skjóta skökku við að krefjast tollverndar en á sama tíma fara fram á útflutningsskyldu sem er meðal þess sem bændaforystan hefur lagt til til að bregðast við þeim vanda sem blasir við í sauðfjárrækt. „Ef við ætlum að hafa tollvernd þá er eðlilegt að hún bíti. Að sama skapi eigum við að sjálfsögðu að nýta þær auðlindir sem við höfum og þau tækifæri í að framleiða gæðamat og leyfa fleirum að njóta þess,” segir Sindri. „Við sjáum að innflutningur á búvörum er að aukast mjög mikið og samkeppnisstaða íslenskrar framleiðslu er bara erfið um þessar mundir.” Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpaði Búnaðarþing á Hótel Sögu í dag.Vísir/ArnarKristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvetur bændur til að sýna frumkvæði við leit lausna á þeim áskorunum sem greinin stendur frami fyrir. Í ræðu sinni við setningu Búnaðarþings tók hann þó einnig fram að ekki sé hægt að ætlast til þess að hægt sé að stunda útflutning landbúnaðarafurða til annarra landa en á sama tíma halda uppi háum verndartollum hérlendis. „Ég held að við séum svona í grunninn á sömu línu, þetta er spurning um með hvaða hætti við reynum að nálgast þessi markmið okkar, bæði í þágu bænda og ekki síður íslenskra neytenda,” segir Kristján Þór. „Ég hef enga trú á öðru en að við náum saman um einhverjar leiðir til þess að styrkja stöðu allra í þessum efnum. Það er tímabært, það er mikið verkefni, það er vandasamt og mun verða flókið en ég er fullviss um að við munum vinna okkur út í gegnum það.“
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira