Rússar sagðir reyna áfram að grafa undan kosningum í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2018 21:29 Dan Coats (f.m.) ásamt Christopher Wray, forstjóra FBI, (t.v.) og Paul Nakasone, forstjóra Þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA (t.h.). Vísir/EPA Yfirmenn þjóðaröryggismála í Bandaríkjunum saka rússnesk stjórnvöld um að halda áfram að reyna að grafa undan kosningum þar í landi. Gripið hafi verið til umfangsmikilla ráðstafana til þess að tryggja öryggi þingkosninga sem fara fram í haust. Dan Coats, leyniþjónustustjóri Bandaríkjanna, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta voru á meðal háttsettra embættismanna sem sögðu fréttamönnum í Hvíta húsinu í dag að líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016 standi Rússar nú í leynilegum aðgerðum til að hafa áhrif á þingkosningarnar í nóvember. „Hvað varðar afskipti Rússa af þingkosningunum höldum við áfram að sjá gegnsýrandi áróðursherferð af hálfu Rússlands til þess að veikja og sundra Bandaríkjunum,“ fullyrti Coats, að sögn Washington Post. Ógnin væri raunveruleg og bandarísk yfirvöld gerðu nú allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja traust bandarísku þjóðarinnar á kosningunum. Fleiri þjóðir gætu einnig reynt að skipta sér af kosningunum í haust.Afdráttarlausari en forsetinn Aðgerðir Rússa eru sagðar beinast að tilraunum til að draga úr kjörsókn, veita fé ólöglega inn í kosningabaráttuna, tölvuárásum á kosningakerfi ríkja og tölvuinnbrot hjá stjórnmálamönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skilaboð þjóðaröryggisleiðtogana voru umtalsvert skýrari varðandi afskipti Rússa en Trump forseti hefur sjálfur verið tilbúinn að senda frá sér. Hann hefur ítrekað efast um niðurstöðu leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna um að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari fyrir tveimur árum. Á leiðtogafundi með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki í Finnlandi fyrir þremur vikum sagði Trump meðal annars að hann sæi enga ástæðu fyrir því að Rússar hefðu viljað hafa áhrif á kosningarnar og sagði að Pútín hefði eindregið neitað sök. Rannsókn stendur nú yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda fyrir kosningarnar árið 2016. Trump hefur hafnað því alfarið og kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Nokkrir Rússar hafa verið ákæðrir í tengslum við rannsóknina fyrir að hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur og skapa sundrungu á meðal þeirra. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sjá meira
Yfirmenn þjóðaröryggismála í Bandaríkjunum saka rússnesk stjórnvöld um að halda áfram að reyna að grafa undan kosningum þar í landi. Gripið hafi verið til umfangsmikilla ráðstafana til þess að tryggja öryggi þingkosninga sem fara fram í haust. Dan Coats, leyniþjónustustjóri Bandaríkjanna, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta voru á meðal háttsettra embættismanna sem sögðu fréttamönnum í Hvíta húsinu í dag að líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016 standi Rússar nú í leynilegum aðgerðum til að hafa áhrif á þingkosningarnar í nóvember. „Hvað varðar afskipti Rússa af þingkosningunum höldum við áfram að sjá gegnsýrandi áróðursherferð af hálfu Rússlands til þess að veikja og sundra Bandaríkjunum,“ fullyrti Coats, að sögn Washington Post. Ógnin væri raunveruleg og bandarísk yfirvöld gerðu nú allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja traust bandarísku þjóðarinnar á kosningunum. Fleiri þjóðir gætu einnig reynt að skipta sér af kosningunum í haust.Afdráttarlausari en forsetinn Aðgerðir Rússa eru sagðar beinast að tilraunum til að draga úr kjörsókn, veita fé ólöglega inn í kosningabaráttuna, tölvuárásum á kosningakerfi ríkja og tölvuinnbrot hjá stjórnmálamönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skilaboð þjóðaröryggisleiðtogana voru umtalsvert skýrari varðandi afskipti Rússa en Trump forseti hefur sjálfur verið tilbúinn að senda frá sér. Hann hefur ítrekað efast um niðurstöðu leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna um að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari fyrir tveimur árum. Á leiðtogafundi með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki í Finnlandi fyrir þremur vikum sagði Trump meðal annars að hann sæi enga ástæðu fyrir því að Rússar hefðu viljað hafa áhrif á kosningarnar og sagði að Pútín hefði eindregið neitað sök. Rannsókn stendur nú yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda fyrir kosningarnar árið 2016. Trump hefur hafnað því alfarið og kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Nokkrir Rússar hafa verið ákæðrir í tengslum við rannsóknina fyrir að hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur og skapa sundrungu á meðal þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sjá meira
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03