Hamas vilja ekki lofa eldflaugaárásum þrátt fyrir kröfu stuðningsmanna Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 16. maí 2018 08:02 Hamas samtökin byggja tilveru sína á andspyrnu og margir stuðningsmenn þeirra krefjast nú blóðhefnda Vísir/EPA Hamas samtökin eru í erfiðri stöðu og virðast klofin varðandi næstu skref eftir blóðbaðið á Gaza í fyrradag. Stuðningsmenn samtakanna krefjast eldflaugaárása í hefndarskyni en fréttaskýrendur efast um að leiðtogar þeirra sjái sér hag í að stigmagna átökin. Hamas samtökinn boðuðu til almenns verkfalls í gær, degi eftir að ísraelskir hermenn skutu sextíu palestínska mótmælendur til bana við landamæri Gaza strandarinnar og Ísraels. Bænaturnar, sem voru notaðir til að hvetja fólk til mótmæla á mánudaginn, sendu aðeins frá sér hefðbundin bænaköll í gær og ástandið var mun rólegra. Margt bendir til þess að mannfallið á mánudaginn hafi verið meira en leiðtogar Hamas bjuggust við. Þeir höfðu hvatt almenning eindregið til að ganga fylktu liði að landamæragirðingu Ísraels og reyna að komast þar yfir. Eftir harkaleg viðbrögð ísraelskra hermanna, og blóðbaðið sem fylgdi, beinist athygli heimsins vissulega að málstað Palestínumanna en Hamas samtökin eru um leið komin í afar erfiða stöðu heima fyrir. Á fjöldafundi á Gaza ströndinni í gær hrópaði mannfjöldinn á eldflaugar og krafðist hefndar gegn Ísrael. Hamas byggja beinlínis tilverurétt sinn í palestínsku samfélagi á því að vera andspyrnuhópur og eiga því erfitt með að skorast undan slíkri áskorun. Ismail Haniya, æðsti leiðtogi samtakanna, vildi þó greinilega ekki ganga svo langt að lofa eldflaugaárásum í gær heldur sagðist hann sáttur við árangur mótmælanna til þessa. Hann veit sem er að Ísraelsmenn myndu svara slíkum árásum af fullri hörku og reyna að ganga á milli bols og höfuðs á Hamas. Því mega samtökin hreinlega ekki við á þessari stundu, enda valdajafnvægið viðkvæmt í Palestínu. Tengdar fréttir Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Vill að Ísland fordæmi blóðbaðið í Palestínu Búist er við enn frekari mótmælum í Palestínu í dag, réttum sjötíu árum eftir stofnun Ísraelsríkis og degi eftir að Ísraelsmenn skutu tæplega sextíu mótmælendur til bana. Formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi að senda skýr skilaboð um að morðin séu ólíðandi. 15. maí 2018 12:02 Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Hamas samtökin eru í erfiðri stöðu og virðast klofin varðandi næstu skref eftir blóðbaðið á Gaza í fyrradag. Stuðningsmenn samtakanna krefjast eldflaugaárása í hefndarskyni en fréttaskýrendur efast um að leiðtogar þeirra sjái sér hag í að stigmagna átökin. Hamas samtökinn boðuðu til almenns verkfalls í gær, degi eftir að ísraelskir hermenn skutu sextíu palestínska mótmælendur til bana við landamæri Gaza strandarinnar og Ísraels. Bænaturnar, sem voru notaðir til að hvetja fólk til mótmæla á mánudaginn, sendu aðeins frá sér hefðbundin bænaköll í gær og ástandið var mun rólegra. Margt bendir til þess að mannfallið á mánudaginn hafi verið meira en leiðtogar Hamas bjuggust við. Þeir höfðu hvatt almenning eindregið til að ganga fylktu liði að landamæragirðingu Ísraels og reyna að komast þar yfir. Eftir harkaleg viðbrögð ísraelskra hermanna, og blóðbaðið sem fylgdi, beinist athygli heimsins vissulega að málstað Palestínumanna en Hamas samtökin eru um leið komin í afar erfiða stöðu heima fyrir. Á fjöldafundi á Gaza ströndinni í gær hrópaði mannfjöldinn á eldflaugar og krafðist hefndar gegn Ísrael. Hamas byggja beinlínis tilverurétt sinn í palestínsku samfélagi á því að vera andspyrnuhópur og eiga því erfitt með að skorast undan slíkri áskorun. Ismail Haniya, æðsti leiðtogi samtakanna, vildi þó greinilega ekki ganga svo langt að lofa eldflaugaárásum í gær heldur sagðist hann sáttur við árangur mótmælanna til þessa. Hann veit sem er að Ísraelsmenn myndu svara slíkum árásum af fullri hörku og reyna að ganga á milli bols og höfuðs á Hamas. Því mega samtökin hreinlega ekki við á þessari stundu, enda valdajafnvægið viðkvæmt í Palestínu.
Tengdar fréttir Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Vill að Ísland fordæmi blóðbaðið í Palestínu Búist er við enn frekari mótmælum í Palestínu í dag, réttum sjötíu árum eftir stofnun Ísraelsríkis og degi eftir að Ísraelsmenn skutu tæplega sextíu mótmælendur til bana. Formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi að senda skýr skilaboð um að morðin séu ólíðandi. 15. maí 2018 12:02 Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00
Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30
Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24
Vill að Ísland fordæmi blóðbaðið í Palestínu Búist er við enn frekari mótmælum í Palestínu í dag, réttum sjötíu árum eftir stofnun Ísraelsríkis og degi eftir að Ísraelsmenn skutu tæplega sextíu mótmælendur til bana. Formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi að senda skýr skilaboð um að morðin séu ólíðandi. 15. maí 2018 12:02
Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24