Vill að Ísland fordæmi blóðbaðið í Palestínu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. maí 2018 12:02 Logi segir Trump Bandaríkjaforseta æða um eins og mosuxa á nýlagðri tjörn vísir/anton brink Búist er við enn frekari mótmælum í Palestínu í dag, réttum sjötíu árum eftir stofnun Ísraelsríkis og degi eftir að Ísraelsmenn skutu tæplega sextíu mótmælendur til bana. Formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi að senda skýr skilaboð um að morðin séu ólíðandi. Í dag minnast Palestínumenn þess þegar Ísraelsríki var stofnað fyrir sjötíu árum og fjöldi innfæddra flúði heimili sín undan stríðsátökunum sem fylgdu í kjölfarið. Þrátt fyrir blóðbaðið á Gaza ströndinni í gær, þegar ísraelskir hermenn skutu meira en fimmtíu mótmælendur til bana, er búist við að mikill fjöldi taki þátt í mótmælum í Palestínu í dag. Einnig er efnt til samstöðufunda víða um heim, þar á meðal á Austurvelli klukkan fimm í dag. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, situr fundi í Lundúnum í dag ásamt öðrum í Utanríkismálanefnd Alþingis. Hann mun óska eftir viðbrögðum ráðherra og formanns Utanríkismálanefndar við blóðbaðinu í Palestínu. „Það er látið eins og þetta séu deilur milli tveggja landa,“ segir Logi. „En hér er um að ræða hernám. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að landnámið sé ólöglegt og það gilda lög og reglur, meðal annars Genfarsáttmálinn. Hér er verið að drepa fimmtíu og tvo, þar af sex börn bara í gær. Við höfum viðurkennt sjálfstæði Palestínu og fullveldi og eigum auðvitað að mótmæla þessu harðlega.“ „Mér finnst þetta skýrt dæmi um hvernig þessi ófyrirsjáanleiki Trumps í alþjóðamálum getur stuðlað að ófriði í heiminum. Hann æðir um eins og mosuxi á nýlagðri tjörn og þetta er stórhættulegt. Mér finnst að Íslendingar eigi að láta heyra í sér, að þetta verði ekkert liðið.“ Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Segir gyðinga og múslima fara til helvítis en leiðir bænir við opnun sendiráðs í Jerúsalem Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir sex árum, segir það mikil mistök að bjóða umdeildum predikara að leiða bæn við opnun bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem í dag. 14. maí 2018 07:55 Sjötíu ár frá stofnun Ísraelsríkis "Hersveitir Araba rjeðust inn í Palestínu í nótt - Gyðingar lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis“ 14. maí 2018 06:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Búist er við enn frekari mótmælum í Palestínu í dag, réttum sjötíu árum eftir stofnun Ísraelsríkis og degi eftir að Ísraelsmenn skutu tæplega sextíu mótmælendur til bana. Formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi að senda skýr skilaboð um að morðin séu ólíðandi. Í dag minnast Palestínumenn þess þegar Ísraelsríki var stofnað fyrir sjötíu árum og fjöldi innfæddra flúði heimili sín undan stríðsátökunum sem fylgdu í kjölfarið. Þrátt fyrir blóðbaðið á Gaza ströndinni í gær, þegar ísraelskir hermenn skutu meira en fimmtíu mótmælendur til bana, er búist við að mikill fjöldi taki þátt í mótmælum í Palestínu í dag. Einnig er efnt til samstöðufunda víða um heim, þar á meðal á Austurvelli klukkan fimm í dag. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, situr fundi í Lundúnum í dag ásamt öðrum í Utanríkismálanefnd Alþingis. Hann mun óska eftir viðbrögðum ráðherra og formanns Utanríkismálanefndar við blóðbaðinu í Palestínu. „Það er látið eins og þetta séu deilur milli tveggja landa,“ segir Logi. „En hér er um að ræða hernám. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að landnámið sé ólöglegt og það gilda lög og reglur, meðal annars Genfarsáttmálinn. Hér er verið að drepa fimmtíu og tvo, þar af sex börn bara í gær. Við höfum viðurkennt sjálfstæði Palestínu og fullveldi og eigum auðvitað að mótmæla þessu harðlega.“ „Mér finnst þetta skýrt dæmi um hvernig þessi ófyrirsjáanleiki Trumps í alþjóðamálum getur stuðlað að ófriði í heiminum. Hann æðir um eins og mosuxi á nýlagðri tjörn og þetta er stórhættulegt. Mér finnst að Íslendingar eigi að láta heyra í sér, að þetta verði ekkert liðið.“
Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Segir gyðinga og múslima fara til helvítis en leiðir bænir við opnun sendiráðs í Jerúsalem Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir sex árum, segir það mikil mistök að bjóða umdeildum predikara að leiða bæn við opnun bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem í dag. 14. maí 2018 07:55 Sjötíu ár frá stofnun Ísraelsríkis "Hersveitir Araba rjeðust inn í Palestínu í nótt - Gyðingar lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis“ 14. maí 2018 06:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40
4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44
52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58
Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24
Segir gyðinga og múslima fara til helvítis en leiðir bænir við opnun sendiráðs í Jerúsalem Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir sex árum, segir það mikil mistök að bjóða umdeildum predikara að leiða bæn við opnun bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem í dag. 14. maí 2018 07:55
Sjötíu ár frá stofnun Ísraelsríkis "Hersveitir Araba rjeðust inn í Palestínu í nótt - Gyðingar lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis“ 14. maí 2018 06:00