Stjarnan mætir Grindavík í úrslitum Fótbolta.net mótsins eftir öruggan sigur á ÍBV.
Baldur Sigurðsson kom Stjörnunni yfir eftir hálftíma leik með góðum skalla eftir sendingu af hægri kantinum. Guðmundur Steinn Hafsteinsson, sem kom til Stjörnunnar frá Víkingi Ólafsvík á dögunum, bætti við öðru marki fyrir Stjörnuna aðeins þremur mínútum síðar. Stjarnan var því tveimur mörkum yfir í hálfleik.
Á 70. mínútu skoraði Kári Pétursson þriðja markið fyrir Stjörnuna þegar hann lék laglega á varnarmenn ÍBV og lagði svo boltann í netið. Aðeins einni mínútu síðar náði ÍBV að klóra í bakkann með marki frá Ragnari Má Lárussyni.
Það kom þó ekki að sök því Hilmar Árni Halldórsson gerði út um leikinn með því að vippa boltanum yfir Halldór Pál Geirsson, markmann ÍBV, á 83. mínútu.
Stjarnan og Grindavík leika því til úrslita í mótinu, en úrslitaleikurinn fer fram í Kórnum eftir viku, klukkan 12:30.
Upplýsingar um markaskorara og úrslit voru fengnar frá fotbolti.net.
Stjarnan mætir Grindavík í úrslitum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti



Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti


„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn


United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

