Ungverjar sagðir svelta hælisleitendur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. ágúst 2018 06:30 Ströng gæsla er við landamæri Ungverjalands við Serbíu. Hér sést hermaður við girðinguna. Nordicphotos/AFP Hælisleitendum sem Ungverjar halda á landamærunum við Serbíu hefur verið neitað um mat. Alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin (HRW) greindu frá í gær og segja yfirvöld í Ungverjalandi hafa hætt matargjöfum í upphafi mánaðar. „Ríkisstjórnin hefur sokkið í nýjar, ómanneskjulegar lægðir með því að neita fólki í haldi um mat,“ var haft eftir Lydiu Gall, rannsakanda samtakanna í Austur-Evrópu. „Þessi stefna sýnir algjöra vanvirðingu hvað velferð fólks varðar og virðist til þess gerð að neyða hælisleitendur til að draga áfrýjanir sínar til baka og yfirgefa Ungverjaland,“ sagði Gall enn fremur en um er að ræða hælisleitendur sem hafa áfrýjað höfnun umsókna sinna. HRW ræddi við lögmenn tveggja afganskra fjölskyldna og sýrlenskra bræðra sem eru á meðal þeirra sem hefur verið neitað um mat. Lögmennirnir sögðu meðal annars að þótt afgönsku börnin og móðir með barn á brjósti hafi fengið að borða hafi þeim verið meinað að deila matnum með fjölskyldunni. Ungverska Helsinkinefndin, mannréttindabaráttusamtök þar í landi, kærði mál afgönsku fjölskyldnanna til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þann 10. ágúst komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ungverska ríkinu bæri að fæða fjölskyldurnar tvær og hefur kveðið upp sams konar dóma í þrígang síðan. Samkvæmt HRW hefur Ungverjalandsstjórn virt úrskurðina og farið eftir þeim. Hins vegar sé enn til staðar hætta á því að hælisleitendur verði sveltir í náinni framtíð. Tók Mannréttindavaktin dæmi um að prestinum Gabor Ivanyi hafi verið meinaður aðgangur að svæðinu þar sem hælisleitendunum er haldið þann 20. ágúst. Ivanyi var á leið með matarsendingu. Þá hélt Ungverska Helsinkinefndin því fram á Twitter á þriðjudag að einhleypri afganskri konu hafi verið neitað um mat eftir að umsókn hennar var hafnað. „Hún er áttundi skjólstæðingur okkar sem hefur þurft að þola þessa ómannúðlegu meðferð. Innflytjendastofnun vill ekki gefa henni mat þar til dómstólar krefja hana til þess.“ Innflytjendastofnun sagði í yfirlýsingu á mánudag að ekkert væri að finna í ungverskum lögum sem kvæði á um skuldbindingu yfirvalda til þess að sjá hælisleitendum í haldi fyrir mat. Þó er ljóst að Ungverjar eru aðilar ýmissa mannréttindasáttmála sem leggja blátt bann við ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð fólks í haldi.Hörð afstaða Ríkisstjórn Viktors Orbán hefur beitt sér af hörku gegn flutningi hælisleitenda og flóttafólks til Ungverjalands allt frá því slíkum flutningum til Evrópu snarfjölgaði árið 2015. Strax sama ár reistu Ung- verjar til að mynda fjögurra metra háa og rúmlega 500 kílómetra langa girðingu á landamærunum við Serbíu og Króatíu. Þá voru ný lög samþykkt þar í landi í júní. Ólöglegt varð að „stuðla að ólöglegum flutningum“ til Ung- verjalands. Löggjöfin var harðlega gagnrýnd og sagði framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hana ólöglega. Feneyjanefnd Evrópuráðsins lýsti svo áhyggjum í júní í skýrslu sem lak til BBC af því að löggjöfin gerði starfsemi óháðra félagasamtaka ólöglega. Ungverjar hafa sömuleiðis neitað að taka á móti þeim flóttamönnum sem þeir eiga að taka á móti sam- kvæmt samþykktum meirihluta Evrópusambandsins. Orbán hefur sjálfur sagt að koma flóttafólks til Ungverjalands ógni þjóðaröryggi. „Við lítum ekki á þetta fólk sem íslamska flóttamenn heldur íslamskan innrásarher,“ sagði Orban við Bild í upphafi árs og bætti því við að hugsjónin um fjöl- menningarsamfélag væri blekking. Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Ungverjaland Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Hælisleitendum sem Ungverjar halda á landamærunum við Serbíu hefur verið neitað um mat. Alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin (HRW) greindu frá í gær og segja yfirvöld í Ungverjalandi hafa hætt matargjöfum í upphafi mánaðar. „Ríkisstjórnin hefur sokkið í nýjar, ómanneskjulegar lægðir með því að neita fólki í haldi um mat,“ var haft eftir Lydiu Gall, rannsakanda samtakanna í Austur-Evrópu. „Þessi stefna sýnir algjöra vanvirðingu hvað velferð fólks varðar og virðist til þess gerð að neyða hælisleitendur til að draga áfrýjanir sínar til baka og yfirgefa Ungverjaland,“ sagði Gall enn fremur en um er að ræða hælisleitendur sem hafa áfrýjað höfnun umsókna sinna. HRW ræddi við lögmenn tveggja afganskra fjölskyldna og sýrlenskra bræðra sem eru á meðal þeirra sem hefur verið neitað um mat. Lögmennirnir sögðu meðal annars að þótt afgönsku börnin og móðir með barn á brjósti hafi fengið að borða hafi þeim verið meinað að deila matnum með fjölskyldunni. Ungverska Helsinkinefndin, mannréttindabaráttusamtök þar í landi, kærði mál afgönsku fjölskyldnanna til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þann 10. ágúst komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ungverska ríkinu bæri að fæða fjölskyldurnar tvær og hefur kveðið upp sams konar dóma í þrígang síðan. Samkvæmt HRW hefur Ungverjalandsstjórn virt úrskurðina og farið eftir þeim. Hins vegar sé enn til staðar hætta á því að hælisleitendur verði sveltir í náinni framtíð. Tók Mannréttindavaktin dæmi um að prestinum Gabor Ivanyi hafi verið meinaður aðgangur að svæðinu þar sem hælisleitendunum er haldið þann 20. ágúst. Ivanyi var á leið með matarsendingu. Þá hélt Ungverska Helsinkinefndin því fram á Twitter á þriðjudag að einhleypri afganskri konu hafi verið neitað um mat eftir að umsókn hennar var hafnað. „Hún er áttundi skjólstæðingur okkar sem hefur þurft að þola þessa ómannúðlegu meðferð. Innflytjendastofnun vill ekki gefa henni mat þar til dómstólar krefja hana til þess.“ Innflytjendastofnun sagði í yfirlýsingu á mánudag að ekkert væri að finna í ungverskum lögum sem kvæði á um skuldbindingu yfirvalda til þess að sjá hælisleitendum í haldi fyrir mat. Þó er ljóst að Ungverjar eru aðilar ýmissa mannréttindasáttmála sem leggja blátt bann við ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð fólks í haldi.Hörð afstaða Ríkisstjórn Viktors Orbán hefur beitt sér af hörku gegn flutningi hælisleitenda og flóttafólks til Ungverjalands allt frá því slíkum flutningum til Evrópu snarfjölgaði árið 2015. Strax sama ár reistu Ung- verjar til að mynda fjögurra metra háa og rúmlega 500 kílómetra langa girðingu á landamærunum við Serbíu og Króatíu. Þá voru ný lög samþykkt þar í landi í júní. Ólöglegt varð að „stuðla að ólöglegum flutningum“ til Ung- verjalands. Löggjöfin var harðlega gagnrýnd og sagði framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hana ólöglega. Feneyjanefnd Evrópuráðsins lýsti svo áhyggjum í júní í skýrslu sem lak til BBC af því að löggjöfin gerði starfsemi óháðra félagasamtaka ólöglega. Ungverjar hafa sömuleiðis neitað að taka á móti þeim flóttamönnum sem þeir eiga að taka á móti sam- kvæmt samþykktum meirihluta Evrópusambandsins. Orbán hefur sjálfur sagt að koma flóttafólks til Ungverjalands ógni þjóðaröryggi. „Við lítum ekki á þetta fólk sem íslamska flóttamenn heldur íslamskan innrásarher,“ sagði Orban við Bild í upphafi árs og bætti því við að hugsjónin um fjöl- menningarsamfélag væri blekking.
Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Ungverjaland Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira