Hófleg áfengisneysla ekki einu sinni af hinu góða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2018 23:31 Áfengisneysla í hófi er ekki jafn holl og margir vilja meina, samkvæmt rannsókninni. Vísir/Getty Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að öll áfengisneysla sé skaðleg fólki, en áður hefur því oft verið haldið fram að hófleg drykkja áfengis geti haft bætandi áhrif á heilsuna. Rannsóknin var framkvæmd af háskólanum í Washington og er sú stærsta sinnar tegundar. Samkvæmt rannsókninni dró áfengi 2,8 milljónir manna til dauða árið 2016 og var aðalorsök dauða og varanlegs skaða í aldursflokknum 15 til 49 ára en áfengi varð valdur að 20% dauðsfalla í þeim aldursflokki. Í rannsókninni segir meðal annars að „núverandi drykkjuvenjur muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lýðheilsu framtíðarinnar.“ Þá sagði einnig að áfengi væri veruleg orsök heilsutaps og styttingu lífslíkna, sér í lagi hjá karlmönnum. Rannsóknin studdist við tölur um áfengisneyslu og áhrif hennar á heilsuna frá 195 löndum á 26 ára tímabili, frá 1990 til 2016. 694 rannsóknir voru gerðar á drykkjuvenjum fólks og þá voru gerðar 592 úttektir á heilsu fólks, en þær úttektir náðu til 28 milljóna manna. Rannsóknin sýndi einnig fram á það að áfengi er krabbameinsvaldur, þá sérstaklega hjá fólki yfir fimmtugt, en áður höfðu rannsóknir sýnt að eitt af hverjum þrettán brjóstakrabbameinstilfellum í Bretlandi væri til komið sökum áfengisneyslu. Þá sýndi rannsóknin fram á það að 27% dauðsfalla vegna krabbameins hjá konum og 18% hjá körlum, mætti rekja til áfengis. Samkvæmt rannsókninni drekkur þriðja hver manneskja á jörðinni áfengi, eða tæplega tveir og hálfur milljarður jarðarbúa. Fjórðungur kvenna neytir áfengis og rétt tæplega 40% karla. Danir eru hvað duglegastir í drykkju en þar drekka 95,3% kvenna og 97,1% karla, meðan Pakistan hefur fæsta karlkyns áfengisneytendur, eða 0,8%. Þá drekka einungis 0,3% kvenna í Bangladesh áfengi. Erlent Heilbrigðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að öll áfengisneysla sé skaðleg fólki, en áður hefur því oft verið haldið fram að hófleg drykkja áfengis geti haft bætandi áhrif á heilsuna. Rannsóknin var framkvæmd af háskólanum í Washington og er sú stærsta sinnar tegundar. Samkvæmt rannsókninni dró áfengi 2,8 milljónir manna til dauða árið 2016 og var aðalorsök dauða og varanlegs skaða í aldursflokknum 15 til 49 ára en áfengi varð valdur að 20% dauðsfalla í þeim aldursflokki. Í rannsókninni segir meðal annars að „núverandi drykkjuvenjur muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lýðheilsu framtíðarinnar.“ Þá sagði einnig að áfengi væri veruleg orsök heilsutaps og styttingu lífslíkna, sér í lagi hjá karlmönnum. Rannsóknin studdist við tölur um áfengisneyslu og áhrif hennar á heilsuna frá 195 löndum á 26 ára tímabili, frá 1990 til 2016. 694 rannsóknir voru gerðar á drykkjuvenjum fólks og þá voru gerðar 592 úttektir á heilsu fólks, en þær úttektir náðu til 28 milljóna manna. Rannsóknin sýndi einnig fram á það að áfengi er krabbameinsvaldur, þá sérstaklega hjá fólki yfir fimmtugt, en áður höfðu rannsóknir sýnt að eitt af hverjum þrettán brjóstakrabbameinstilfellum í Bretlandi væri til komið sökum áfengisneyslu. Þá sýndi rannsóknin fram á það að 27% dauðsfalla vegna krabbameins hjá konum og 18% hjá körlum, mætti rekja til áfengis. Samkvæmt rannsókninni drekkur þriðja hver manneskja á jörðinni áfengi, eða tæplega tveir og hálfur milljarður jarðarbúa. Fjórðungur kvenna neytir áfengis og rétt tæplega 40% karla. Danir eru hvað duglegastir í drykkju en þar drekka 95,3% kvenna og 97,1% karla, meðan Pakistan hefur fæsta karlkyns áfengisneytendur, eða 0,8%. Þá drekka einungis 0,3% kvenna í Bangladesh áfengi.
Erlent Heilbrigðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira