Ósátt við að ráðherra hafni að greiða 911 milljóna rekstrartap Sveinn Arnarsson skrifar 8. ágúst 2018 06:00 Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð hét Elliheimili Akureyrar er það var vígt 29. ágúst 1962 á 100 ára afmæli Akureyrarbæjar. Fréttablaðið/Heiða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur hafnað kröfu Akureyrarbæjar um að ríkið greiði bænum rúmlega 900 milljónir króna sem bærinn telur ríkið skulda vegna uppsafnaðs halla Öldrunarheimila Akureyrar síðustu sex árin. Akureyrarbær hefur rekið öldrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð á rammasamningi undanfarin ár. Í bréfi Akureyrarkaupstaðar til velferðarráðuneytisins var þess krafist að ríkið yfirtaki reksturinn í árslok ef það neitaði að greiða uppsafnaðan halla öldrunarheimilanna. Auk aldraðra Akureyringa eiga aldraðir íbúar nágrannasveitarfélaga kost á þjónustu á öldrunarheimilunum samkvæmt sérstökum samningi við nágrannasveitarfélögin. Ríkið hefur sent bænum bréf þess efnis að það neiti að greiða tapið og bendir á að Akureyrarbær hafi tekið ákvörðun um að greiða með rekstri öldrunarheimilanna. „Með því telur ráðuneytið ekki að stofnist krafa á hendur ríkinu. Ráðuneytið hafnar kröfu Akureyrarbæjar um að ríkið greiði bænum uppsafnað rekstrartap,“ segir í bréfi til bæjarins sem tveir starfsmenn ráðuneytisins skrifa fyrir hönd heilbrigðisráðherra.Hilda Jana Björnsdóttir. Fréttablaðið/Auðunn„Við urðum fyrir verulegum vonbrigðum með svarbréf velferðarráðuneytisins og finnst okkur svarið endurspegla þá afstöðu ríkisins að fjárlögin séu æðri faglegum skyldum sem ráðuneytið sjálft setur,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Akureyrar. „Við fylgjumst að sjálfsögðu vel með málaferlum Garðabæjar við ríkið vegna sambærilegra deilna. Nú setjumst við yfir málið og íhugum næstu skref, en í okkar huga er mikilvægast að þessi deila bitni ekki á þjónustu við aldraða í bæjarfélaginu,“ bætir Hilda Jana. Forsvarsmenn Akureyrarbæjar munu nú fara ítarlega yfir málið og verður það meðal annars rætt á nýjan leik á fundi bæjarráðs næstkomandi fimmtudag. Málaferli Garðabæjar og ríkis í sambærilegu máli munu verða prófsteinn á það hvort Akureyrarbær leiti réttar síns til að knýja á um að ríkið greiði uppsafnaðan halla öldrunarheimilanna. Íbúar öldrunarheimilanna eru alls 182. Þar af eru hjúkrunarrými fyrir 155, dvalarrými fyrir 10 og 17 hjúkrunarrými fyrir tímabundna dvöl og hvíldardvöl. Um 260 starfsmenn vinna hjá Öldrunarheimilum Akureyrar í um 220 stöðugildum. Rekstur öldrunarheimilanna er um 2,5 milljarðar á ári. Ekki reyndist unnt að ná í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins. Hún er stödd erlendis í fríi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54 L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03 Lýsa kaldranalegu viðmóti á sængurlegudeild: „Við vorum hundsuð út í eitt“ Andri Freyr Sveinsson og Guðrún Arndís Aradóttir eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí síðastliðnum. Fjölskyldan segir kaldranalegt viðmót og afskiptaleysi af hálfu starfsfólks sængurlegudeildar Landspítalans hafa einkennt leguna á deildinni. 26. júní 2018 14:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur hafnað kröfu Akureyrarbæjar um að ríkið greiði bænum rúmlega 900 milljónir króna sem bærinn telur ríkið skulda vegna uppsafnaðs halla Öldrunarheimila Akureyrar síðustu sex árin. Akureyrarbær hefur rekið öldrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð á rammasamningi undanfarin ár. Í bréfi Akureyrarkaupstaðar til velferðarráðuneytisins var þess krafist að ríkið yfirtaki reksturinn í árslok ef það neitaði að greiða uppsafnaðan halla öldrunarheimilanna. Auk aldraðra Akureyringa eiga aldraðir íbúar nágrannasveitarfélaga kost á þjónustu á öldrunarheimilunum samkvæmt sérstökum samningi við nágrannasveitarfélögin. Ríkið hefur sent bænum bréf þess efnis að það neiti að greiða tapið og bendir á að Akureyrarbær hafi tekið ákvörðun um að greiða með rekstri öldrunarheimilanna. „Með því telur ráðuneytið ekki að stofnist krafa á hendur ríkinu. Ráðuneytið hafnar kröfu Akureyrarbæjar um að ríkið greiði bænum uppsafnað rekstrartap,“ segir í bréfi til bæjarins sem tveir starfsmenn ráðuneytisins skrifa fyrir hönd heilbrigðisráðherra.Hilda Jana Björnsdóttir. Fréttablaðið/Auðunn„Við urðum fyrir verulegum vonbrigðum með svarbréf velferðarráðuneytisins og finnst okkur svarið endurspegla þá afstöðu ríkisins að fjárlögin séu æðri faglegum skyldum sem ráðuneytið sjálft setur,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Akureyrar. „Við fylgjumst að sjálfsögðu vel með málaferlum Garðabæjar við ríkið vegna sambærilegra deilna. Nú setjumst við yfir málið og íhugum næstu skref, en í okkar huga er mikilvægast að þessi deila bitni ekki á þjónustu við aldraða í bæjarfélaginu,“ bætir Hilda Jana. Forsvarsmenn Akureyrarbæjar munu nú fara ítarlega yfir málið og verður það meðal annars rætt á nýjan leik á fundi bæjarráðs næstkomandi fimmtudag. Málaferli Garðabæjar og ríkis í sambærilegu máli munu verða prófsteinn á það hvort Akureyrarbær leiti réttar síns til að knýja á um að ríkið greiði uppsafnaðan halla öldrunarheimilanna. Íbúar öldrunarheimilanna eru alls 182. Þar af eru hjúkrunarrými fyrir 155, dvalarrými fyrir 10 og 17 hjúkrunarrými fyrir tímabundna dvöl og hvíldardvöl. Um 260 starfsmenn vinna hjá Öldrunarheimilum Akureyrar í um 220 stöðugildum. Rekstur öldrunarheimilanna er um 2,5 milljarðar á ári. Ekki reyndist unnt að ná í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins. Hún er stödd erlendis í fríi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54 L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03 Lýsa kaldranalegu viðmóti á sængurlegudeild: „Við vorum hundsuð út í eitt“ Andri Freyr Sveinsson og Guðrún Arndís Aradóttir eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí síðastliðnum. Fjölskyldan segir kaldranalegt viðmót og afskiptaleysi af hálfu starfsfólks sængurlegudeildar Landspítalans hafa einkennt leguna á deildinni. 26. júní 2018 14:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54
L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03
Lýsa kaldranalegu viðmóti á sængurlegudeild: „Við vorum hundsuð út í eitt“ Andri Freyr Sveinsson og Guðrún Arndís Aradóttir eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí síðastliðnum. Fjölskyldan segir kaldranalegt viðmót og afskiptaleysi af hálfu starfsfólks sængurlegudeildar Landspítalans hafa einkennt leguna á deildinni. 26. júní 2018 14:30