Innlent

L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri

Kjartan Kjartansson skrifar
Meirihluti flokkanna hefði sex bæjarfulltrúa.
Meirihluti flokkanna hefði sex bæjarfulltrúa. Vísir/Gvendur
Samkomulag hefur náðst á milli L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Í yfirlýsingu segjast flokkarnir ætla að vinna áfram að málefnasamningi og leggja fyrir bakland sitt. Nýi meirihlutinn ætlar að ráða bæjarstjóra.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir í samtali við Vísi að drög hafi þegar verið lögð að málefnasamningi flokkanna en eftir sé að ganga formlega frá honum. Eftir að hann verður borinn undir stofnanir flokkanna verði hann kynntur í næstu viku.

Stefna flokkanna hafi verið sú að ráða faglegan bæjarstjóra og það hafi orðið að samkomulagi þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×