Gylfi spilar á miðjunni í vetur: „Síðasta tímabil var ekki eðlilegt“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 11:00 Gylfi Þór Sigurðsson á von á betra tímabili á Goodison Park Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson varð dýrasti leikmaður í sögu Everton þegar hann var keyptur til félagsins fyrir 45 milljónir punda síðasta sumar. Hann átti nokkuð erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili en undir stjórn nýs knattspyrnustjóra sér Gylfi fram á betri tíma. Síðasta tímabil var erfitt hjá öllu Everton liðinu ekki bara Gylfa. Þrír mismunandi knattspyrnustjórar voru við stjórnina og leikmönnunum gekk illa að spila saman sem lið. Gylfi var í löngu viðtali við Liverpool Echo þar sem hann talaði um síðasta tímabil og það sem er fram undan. „Síðasta tímabil var ekki eðlilegt ár hjá fótboltafélagi. Það var mikið um breytingar og hver stjóri kom inn með nýjar hugmyndir og leikstíl,“ sagði Gylfi í viðtalinu.Gylfi spilaði alla þrjá leiki Íslands á HM í Rússlandivísir/getty„Margir leikmannanna eru reyndir fótboltamenn og þekkja það að skipta um stjóra. En það er samt þannig að þegar nýr stjóri kemur inn þarft þú að aðlagast og spila öðruvísi en þú ert vanur. En við erum með mjög góðan stjóra sem mun ná góðum árangri með okkur.“ Marco Silva tók við Everton í sumar. Forráðamenn Everton vildu fá hann síðasta vetur þegar Ronald Koeman var rekinn en Watford vildi ekki láta hann fara. Everton hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel í vináttuleikjum í sumar en Gylfi hefur ekki áhyggjur af því. „Við erum að einbeita okkur að því að bæta okkur og sjá til þess að við verðum tilbúnir í fyrsta leikinn. Við viljum byrja vel en höfum lagt áherslu á taktík og líkamlegt þol á æfingum. Æfingar hafa gengið vel og flestir strákarnir eru tilbúnir í slaginn.“ „Hann [Silva] hefur komið með mikið af nýjum hlutum á stuttum tíma. Ég kom aftur fyrir nokkrum vikum en á þeim tíma hefur hann komið með mikið nýtt inn. Hann er líka að reyna að sjá til þess að við njótum þess að spila, við pressum andstæðinginn, leggjum okkur fram og séum skipulagðir varnarlega.“ „Við höfum ekki fengið mikið af mörkum á okkur þar sem lið spila sig í gegnum okkur, þau koma frekar eftir kjánaleg mistök sem við reynum að vinna í.“ Á síðasta tímabili þurfti Gylfi að berjast við Wayne Rooney um hina svokölluðu tíu í leikskipulaginu, holuna sem Gylfa líður best í. Hann var mikið notaður út úr stöðu og hafði það áhrif á frammistöðu hans. Rooney er hins vegar farinn á brott og Silva mun að öllum líkindum leyfa Gylfa að fá tíuna, bæði í leikskipulaginu og aftan á treyjuna. „Stjórinn sér það þannig að hann vilji spila mér á miðsvæðinu, sem er gott. Við erum komnir með góða kantmenn sem eru hraðir og vonandi getum við nýtt okkur þá úti á köntunum og mig á miðjunni.“ „Mér fannst gaman að prófa að vera frammi, það var eitthvað nýtt sem ég lærði af. Það var ekki besta staðan fyrir mig en þú gerir það sem stjórinn segir þér að gera og reynir að hjálpa liðinu,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. Everton byrjar nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Þeir sækja nýliða Wolverhampton Wanderers heim klukkan 16:30. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Tengdar fréttir Enginn fiskar fleiri aukaspyrnur en nýr liðsfélagi Gylfa Richarlison er sá leikmaður sem oftast var brotið á í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. 25. júlí 2018 09:30 Gylfi mættur frá Bahama til Everton Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur til æfinga hjá Everton eftir gott frí eftir HM í Rússlandi í sumar. 20. júlí 2018 22:45 Gylfi lagði upp þegar Everton tapaði síðasta æfingaleiknum Everton vann aðeins einn leik af sjö á undirbúningstímabilinu. 4. ágúst 2018 16:09 Gylfi kominn með nýjan stjóra og sá vill spila sóknarbolta Marco Silva er tekinn við sem nýr knattspyrnustjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni en enskir fjölmiðlar höfðu heimildir fyrir því fyrr í vikunni að fátt kæmi í veg fyrir þessa ráðningu.. 31. maí 2018 14:13 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson varð dýrasti leikmaður í sögu Everton þegar hann var keyptur til félagsins fyrir 45 milljónir punda síðasta sumar. Hann átti nokkuð erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili en undir stjórn nýs knattspyrnustjóra sér Gylfi fram á betri tíma. Síðasta tímabil var erfitt hjá öllu Everton liðinu ekki bara Gylfa. Þrír mismunandi knattspyrnustjórar voru við stjórnina og leikmönnunum gekk illa að spila saman sem lið. Gylfi var í löngu viðtali við Liverpool Echo þar sem hann talaði um síðasta tímabil og það sem er fram undan. „Síðasta tímabil var ekki eðlilegt ár hjá fótboltafélagi. Það var mikið um breytingar og hver stjóri kom inn með nýjar hugmyndir og leikstíl,“ sagði Gylfi í viðtalinu.Gylfi spilaði alla þrjá leiki Íslands á HM í Rússlandivísir/getty„Margir leikmannanna eru reyndir fótboltamenn og þekkja það að skipta um stjóra. En það er samt þannig að þegar nýr stjóri kemur inn þarft þú að aðlagast og spila öðruvísi en þú ert vanur. En við erum með mjög góðan stjóra sem mun ná góðum árangri með okkur.“ Marco Silva tók við Everton í sumar. Forráðamenn Everton vildu fá hann síðasta vetur þegar Ronald Koeman var rekinn en Watford vildi ekki láta hann fara. Everton hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel í vináttuleikjum í sumar en Gylfi hefur ekki áhyggjur af því. „Við erum að einbeita okkur að því að bæta okkur og sjá til þess að við verðum tilbúnir í fyrsta leikinn. Við viljum byrja vel en höfum lagt áherslu á taktík og líkamlegt þol á æfingum. Æfingar hafa gengið vel og flestir strákarnir eru tilbúnir í slaginn.“ „Hann [Silva] hefur komið með mikið af nýjum hlutum á stuttum tíma. Ég kom aftur fyrir nokkrum vikum en á þeim tíma hefur hann komið með mikið nýtt inn. Hann er líka að reyna að sjá til þess að við njótum þess að spila, við pressum andstæðinginn, leggjum okkur fram og séum skipulagðir varnarlega.“ „Við höfum ekki fengið mikið af mörkum á okkur þar sem lið spila sig í gegnum okkur, þau koma frekar eftir kjánaleg mistök sem við reynum að vinna í.“ Á síðasta tímabili þurfti Gylfi að berjast við Wayne Rooney um hina svokölluðu tíu í leikskipulaginu, holuna sem Gylfa líður best í. Hann var mikið notaður út úr stöðu og hafði það áhrif á frammistöðu hans. Rooney er hins vegar farinn á brott og Silva mun að öllum líkindum leyfa Gylfa að fá tíuna, bæði í leikskipulaginu og aftan á treyjuna. „Stjórinn sér það þannig að hann vilji spila mér á miðsvæðinu, sem er gott. Við erum komnir með góða kantmenn sem eru hraðir og vonandi getum við nýtt okkur þá úti á köntunum og mig á miðjunni.“ „Mér fannst gaman að prófa að vera frammi, það var eitthvað nýtt sem ég lærði af. Það var ekki besta staðan fyrir mig en þú gerir það sem stjórinn segir þér að gera og reynir að hjálpa liðinu,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. Everton byrjar nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Þeir sækja nýliða Wolverhampton Wanderers heim klukkan 16:30. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Tengdar fréttir Enginn fiskar fleiri aukaspyrnur en nýr liðsfélagi Gylfa Richarlison er sá leikmaður sem oftast var brotið á í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. 25. júlí 2018 09:30 Gylfi mættur frá Bahama til Everton Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur til æfinga hjá Everton eftir gott frí eftir HM í Rússlandi í sumar. 20. júlí 2018 22:45 Gylfi lagði upp þegar Everton tapaði síðasta æfingaleiknum Everton vann aðeins einn leik af sjö á undirbúningstímabilinu. 4. ágúst 2018 16:09 Gylfi kominn með nýjan stjóra og sá vill spila sóknarbolta Marco Silva er tekinn við sem nýr knattspyrnustjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni en enskir fjölmiðlar höfðu heimildir fyrir því fyrr í vikunni að fátt kæmi í veg fyrir þessa ráðningu.. 31. maí 2018 14:13 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Enginn fiskar fleiri aukaspyrnur en nýr liðsfélagi Gylfa Richarlison er sá leikmaður sem oftast var brotið á í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. 25. júlí 2018 09:30
Gylfi mættur frá Bahama til Everton Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur til æfinga hjá Everton eftir gott frí eftir HM í Rússlandi í sumar. 20. júlí 2018 22:45
Gylfi lagði upp þegar Everton tapaði síðasta æfingaleiknum Everton vann aðeins einn leik af sjö á undirbúningstímabilinu. 4. ágúst 2018 16:09
Gylfi kominn með nýjan stjóra og sá vill spila sóknarbolta Marco Silva er tekinn við sem nýr knattspyrnustjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni en enskir fjölmiðlar höfðu heimildir fyrir því fyrr í vikunni að fátt kæmi í veg fyrir þessa ráðningu.. 31. maí 2018 14:13