Enski boltinn

Gylfi mættur frá Bahama til Everton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi er mættur úthvíldur eftir HM.
Gylfi er mættur úthvíldur eftir HM. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur til æfinga hjá Everton eftir gott frí eftir HM í Rússlandi í sumar.

Gylfi fór í frí fyrir rúmum þremur vikum eftir síðasta leik Íslands gegn Króatíu á HM en Gylfi skellti sér til Bahama.

Þar trúlofaði hann sig þann níunda júlí síðastliðinn og ljóst er að hann kemur úthvíldur til leiks með Everton er deildin hefst eftir þrjár vikur.

Everton hélt í gær til Portúgals þar sem liðið spilar tvo æfingarleiki en Gylfi hefur ekki spilað í búningi Everton síðan í mars vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Brighton.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.