Víkingur Ólafsvík glutraði niður forskoti á heimavelli gegn Haukum í Inkasso-deild karla í kvöld. Lokatölur 2-2.
Haukarnir komust yfir með marki Elton Barros á 29. mínútu leiksins og þannig stóðu leikar allt þangað til að Kwame Quee jafnaði á 72. mínútu.
Kwame var ekki hættur því hann virtist tryggja Ólafsvíkingum sigurinn átta mínútum fyrir leikslok er hann kom Ólsurum í 2-1.
Indriði Áki Þorláksson var ekki á sama máli. Hann jafnaði fyrir Hauka fjórum mínútum fyrir leikslok og þar við sat. Lokatölur 2-2.
Ólsarar eru þó enn í öðru sætinu með 31 stig, stigi á eftir toppliði HK en öll liðin í kringum þó eiga leiki til góða.
Haukarnir eru í áttunda sætinu með fjórtán stig, með tveimur stigum meira en lið Magna sem er í fallsæti.
Ólsarar töpuðu mikilvægum stigum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Dagný kveður West Ham með tárin í augunum
Enski boltinn


Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni?
Íslenski boltinn

Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður
Íslenski boltinn

Blikarnir hoppuðu út í á
Fótbolti




„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn