Gunnar: Gaman að líkja þessu við alfa-ljónið í ljónahjörð Smári Jökull Jónsson skrifar 8. ágúst 2018 22:00 Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur. vísir/daníel Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur var afar ánægður eftir sigurinn á Víkingum í kvöld en með honum jöfnuðu Suðurnesjamenn bæði KR og FH að stigum. „Við erum ekkert smá sáttir. Mér fannst við spila fyrri hálfleikinn frábærlega, líklega einn besti hálfleikur okkar í sumar og það var því svolítið högg að fá á sig markið undir lok hálfleiksins. Seinni hálfleikur fór svo meira í það að sigla þessu heim frekar en að gefa í sem við hefðum þurft varðandi markatölu og annað. Frábært hjá okkur að landa þessu,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir leikinn í dag. Hópurinn hjá Grindavík hefur þynnst aðeins að undanförnu, Jóhann Helgi Hannesson fór aftur til Þórs á Akureyri og Jón Ingason út í nám. Þá á Marinó Axel Helgason við meiðsli að stríða og Brynjar Ásgeir Guðmundsson var ekki heldur í hóp í dag. „Við erum búnir að missa fimm leikmenn frá því mótið hófst og einhverjir myndu væntanlega segja að hann sé veikari fyrir vikið. En þegar við vorum að spila hvað best í fyrra vorum við með ellefu heila leikmenn og bættum svo við 2.flokks peyjum. Það er flott að yngri leikmenn fá tækifærið,“ sagði Gunnar og hélt áfram. „Mér finnst gaman að líkja þessu við alfa-ljónið í ljónahjörð. Þá er það alltaf sterkasta og stærsta ljónið sem vinnur og getur eðlað sig langmest með öðrum kvendýrum. Þá hlýtur maður að spyrja sig: Ættu ljón ekki að stækka því það er alltaf stærsta ljónið sem fær mest að eðla sig?" "En það gerist ekki því þá þurfa þeir að borða meira og þá minnkar hjörðin aftur. Þetta snýst um að finna jafnvægið og það er það sem hópurinn þurfti akkúrat á að halda,“ sagði Gunnar sposkur á svip. Að lokum spurði blaðamaður Gunnar út í regnbogaarmbandið sem hann var með á erminni. „Við erum fjölþjóðlegur hópur, með sjö þjóðerni held ég, og við fögnum að sjálfsögðu fjölbreytileikanum,“ sagði Gunnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Grindavík - Víkingur 2-1 │Góður fyrri hálfleikur skilaði Grindavík sigri Grindavík vann góðan sigur á Víkingum úr Reykjavík suður með sjó í dag. Með sigrinum jafna þeir bæði KR og FH að stigum en liðin sitja í 4.-6.sæti Pepsi-deildarinnar eftir 15.umferðir. Víkingar sitja í 8.sæti, fjórum stigum frá fallsæti. 8. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur var afar ánægður eftir sigurinn á Víkingum í kvöld en með honum jöfnuðu Suðurnesjamenn bæði KR og FH að stigum. „Við erum ekkert smá sáttir. Mér fannst við spila fyrri hálfleikinn frábærlega, líklega einn besti hálfleikur okkar í sumar og það var því svolítið högg að fá á sig markið undir lok hálfleiksins. Seinni hálfleikur fór svo meira í það að sigla þessu heim frekar en að gefa í sem við hefðum þurft varðandi markatölu og annað. Frábært hjá okkur að landa þessu,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir leikinn í dag. Hópurinn hjá Grindavík hefur þynnst aðeins að undanförnu, Jóhann Helgi Hannesson fór aftur til Þórs á Akureyri og Jón Ingason út í nám. Þá á Marinó Axel Helgason við meiðsli að stríða og Brynjar Ásgeir Guðmundsson var ekki heldur í hóp í dag. „Við erum búnir að missa fimm leikmenn frá því mótið hófst og einhverjir myndu væntanlega segja að hann sé veikari fyrir vikið. En þegar við vorum að spila hvað best í fyrra vorum við með ellefu heila leikmenn og bættum svo við 2.flokks peyjum. Það er flott að yngri leikmenn fá tækifærið,“ sagði Gunnar og hélt áfram. „Mér finnst gaman að líkja þessu við alfa-ljónið í ljónahjörð. Þá er það alltaf sterkasta og stærsta ljónið sem vinnur og getur eðlað sig langmest með öðrum kvendýrum. Þá hlýtur maður að spyrja sig: Ættu ljón ekki að stækka því það er alltaf stærsta ljónið sem fær mest að eðla sig?" "En það gerist ekki því þá þurfa þeir að borða meira og þá minnkar hjörðin aftur. Þetta snýst um að finna jafnvægið og það er það sem hópurinn þurfti akkúrat á að halda,“ sagði Gunnar sposkur á svip. Að lokum spurði blaðamaður Gunnar út í regnbogaarmbandið sem hann var með á erminni. „Við erum fjölþjóðlegur hópur, með sjö þjóðerni held ég, og við fögnum að sjálfsögðu fjölbreytileikanum,“ sagði Gunnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Grindavík - Víkingur 2-1 │Góður fyrri hálfleikur skilaði Grindavík sigri Grindavík vann góðan sigur á Víkingum úr Reykjavík suður með sjó í dag. Með sigrinum jafna þeir bæði KR og FH að stigum en liðin sitja í 4.-6.sæti Pepsi-deildarinnar eftir 15.umferðir. Víkingar sitja í 8.sæti, fjórum stigum frá fallsæti. 8. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Umfjöllun: Grindavík - Víkingur 2-1 │Góður fyrri hálfleikur skilaði Grindavík sigri Grindavík vann góðan sigur á Víkingum úr Reykjavík suður með sjó í dag. Með sigrinum jafna þeir bæði KR og FH að stigum en liðin sitja í 4.-6.sæti Pepsi-deildarinnar eftir 15.umferðir. Víkingar sitja í 8.sæti, fjórum stigum frá fallsæti. 8. ágúst 2018 22:30