Túfa hættir með KA eftir tímabilið Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2018 17:49 Tólf ára KA-ganga Túfa er senn á enda. vísir/ernir Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, mun láta af störfum sem þjálfari KA eftir tímabilið. Þetta var staðfest á heimasíðu KA nú undir kvöld. Ákvörðunin er sögð sameiginleg beggja aðila en stjórn KA og Túfa hafa rætt saman undanfarna daga. Þau komust svo að þessari niðurstöðu. Túfa hefur stýrt KA síðan um mitt sumar 2015 er hann tók við af Bjarna Jóhannssyni en hann kom fyrst til KA sem leikmaður 2006. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu KA sem má finna á heimasíðu KA.Yfirlýsing KA: Að undanförnu hafa stjórn knd. KA og Tufa, þjálfari Pepsídeildar liðs KA, átt í viðræðum um endurnýjun á samstarfssamningi þessara aðila, en núverandi samningur rennur út í lok þessa tímabils. Aðilar hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu, að það þjóni hagsmunum beggja aðila að staldra við og endurnýja ekki samninginn. Tufa, þá aðstoðarþjálfi félagsins, tók við stjórn karlaliðs KA í ágúst 2015 þegar Bjarni Jóhannsson lét af störfum sem þjálfari liðsins, en liðið var þá í 1. deildinni. Ári síðar, á fyrsta heila starfsári Tufa, tókst liðinu ætlunarverk sitt að komast á ný upp í deild hinna bestu, eftir þrettán ára fjarveru. Hefur liðið á þessum tíma náð að festa sig í sessi sem vel spilandi Pepsídeildarlið. Tufa kom fyrst til KA sem leikmaður árið 2006. Hann hefur sinnt þjálfun yngri flokka hjá félaginu með góðum árangri, áður en hann tók við sem þjálfari meistaraflokks karla. Tufa er í miklum metum hjá öllu KA fólki og á hann þátt í þjálfun flestra krakka sem æft hafa knattspyrnu hjá félaginu á s.l. áratug eða svo. "Ég hef náð þeim markmiðum með liðið sem við settum okkur er ég tók við fyrir þremur árum. Ég er ungur þjálfari með mikinn metnað sem vill ná enn lengra og tel tímapunktinn nú hentugan til að finna mér annað verkefni sem nær að ögra mér enn frekar. Ég er þakklátur KA fyrir það tækifæri sem ég fékk til að taka við liðinu á sínum tíma og er stoltur af þeim árangri sem við höfum náð saman. Ég er viss um að liðið er tilbúið til að takast á við baráttuna í Pepsi-deildinni á komandi árum. Vissulega er erfitt að kveðja strákana og félagið í heild sinni en ég tel leikmönnum það fyrir bestu að þeir fái aðrar hugmyndir og ögranir með nýjum þjálfara." segir Tufa sem hefur innt af hendi gríðarlega vinnu við þjálfun og stjórnun liðsins á s.l. árum. "Þetta eru mikil tímamót fyrir félagið", segir Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. "Tufa er einn af okkar bestu drengjum, búinn að skila frábærum árangri fyrir félagið sem við erum þakklát fyrir. Við stöndum nú á ákveðnum krossgötum þar sem við viljum taka nýja stefnu og þurfum því að taka nýjar ákvarðanir um uppbyggingu liðsins, sem og deildarinnar. Eftir samræður okkar á milli var ljóst að við og Tufa deilum þessari sýn fyrir félagið. Það eru spennandi tímar framundan fyrir KA, við höfum stórar hugmyndir um uppbyggingu á allri aðstöðu félagsins á KA svæðinu, en hugmyndir þess efnis voru kynntar að fjölmennum félagsfundi í KA s.l. vor. Ég veit að Tufa mun eiga sér glæsta framtíð sem þjálfari, hvort sem er hérlendis, eða utan landssteinanna og óska ég honum alls hins besta í framtíðinni." Tufa mun stýra liði KA út tímabilið en eftir eru þrír leikir sem leiknir verða í þessum mánuði. Tufa verður svo formlega kvaddur á lokahófi félagsins í vertíðarlok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, mun láta af störfum sem þjálfari KA eftir tímabilið. Þetta var staðfest á heimasíðu KA nú undir kvöld. Ákvörðunin er sögð sameiginleg beggja aðila en stjórn KA og Túfa hafa rætt saman undanfarna daga. Þau komust svo að þessari niðurstöðu. Túfa hefur stýrt KA síðan um mitt sumar 2015 er hann tók við af Bjarna Jóhannssyni en hann kom fyrst til KA sem leikmaður 2006. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu KA sem má finna á heimasíðu KA.Yfirlýsing KA: Að undanförnu hafa stjórn knd. KA og Tufa, þjálfari Pepsídeildar liðs KA, átt í viðræðum um endurnýjun á samstarfssamningi þessara aðila, en núverandi samningur rennur út í lok þessa tímabils. Aðilar hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu, að það þjóni hagsmunum beggja aðila að staldra við og endurnýja ekki samninginn. Tufa, þá aðstoðarþjálfi félagsins, tók við stjórn karlaliðs KA í ágúst 2015 þegar Bjarni Jóhannsson lét af störfum sem þjálfari liðsins, en liðið var þá í 1. deildinni. Ári síðar, á fyrsta heila starfsári Tufa, tókst liðinu ætlunarverk sitt að komast á ný upp í deild hinna bestu, eftir þrettán ára fjarveru. Hefur liðið á þessum tíma náð að festa sig í sessi sem vel spilandi Pepsídeildarlið. Tufa kom fyrst til KA sem leikmaður árið 2006. Hann hefur sinnt þjálfun yngri flokka hjá félaginu með góðum árangri, áður en hann tók við sem þjálfari meistaraflokks karla. Tufa er í miklum metum hjá öllu KA fólki og á hann þátt í þjálfun flestra krakka sem æft hafa knattspyrnu hjá félaginu á s.l. áratug eða svo. "Ég hef náð þeim markmiðum með liðið sem við settum okkur er ég tók við fyrir þremur árum. Ég er ungur þjálfari með mikinn metnað sem vill ná enn lengra og tel tímapunktinn nú hentugan til að finna mér annað verkefni sem nær að ögra mér enn frekar. Ég er þakklátur KA fyrir það tækifæri sem ég fékk til að taka við liðinu á sínum tíma og er stoltur af þeim árangri sem við höfum náð saman. Ég er viss um að liðið er tilbúið til að takast á við baráttuna í Pepsi-deildinni á komandi árum. Vissulega er erfitt að kveðja strákana og félagið í heild sinni en ég tel leikmönnum það fyrir bestu að þeir fái aðrar hugmyndir og ögranir með nýjum þjálfara." segir Tufa sem hefur innt af hendi gríðarlega vinnu við þjálfun og stjórnun liðsins á s.l. árum. "Þetta eru mikil tímamót fyrir félagið", segir Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. "Tufa er einn af okkar bestu drengjum, búinn að skila frábærum árangri fyrir félagið sem við erum þakklát fyrir. Við stöndum nú á ákveðnum krossgötum þar sem við viljum taka nýja stefnu og þurfum því að taka nýjar ákvarðanir um uppbyggingu liðsins, sem og deildarinnar. Eftir samræður okkar á milli var ljóst að við og Tufa deilum þessari sýn fyrir félagið. Það eru spennandi tímar framundan fyrir KA, við höfum stórar hugmyndir um uppbyggingu á allri aðstöðu félagsins á KA svæðinu, en hugmyndir þess efnis voru kynntar að fjölmennum félagsfundi í KA s.l. vor. Ég veit að Tufa mun eiga sér glæsta framtíð sem þjálfari, hvort sem er hérlendis, eða utan landssteinanna og óska ég honum alls hins besta í framtíðinni." Tufa mun stýra liði KA út tímabilið en eftir eru þrír leikir sem leiknir verða í þessum mánuði. Tufa verður svo formlega kvaddur á lokahófi félagsins í vertíðarlok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira