Túfa hættir með KA eftir tímabilið Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2018 17:49 Tólf ára KA-ganga Túfa er senn á enda. vísir/ernir Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, mun láta af störfum sem þjálfari KA eftir tímabilið. Þetta var staðfest á heimasíðu KA nú undir kvöld. Ákvörðunin er sögð sameiginleg beggja aðila en stjórn KA og Túfa hafa rætt saman undanfarna daga. Þau komust svo að þessari niðurstöðu. Túfa hefur stýrt KA síðan um mitt sumar 2015 er hann tók við af Bjarna Jóhannssyni en hann kom fyrst til KA sem leikmaður 2006. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu KA sem má finna á heimasíðu KA.Yfirlýsing KA: Að undanförnu hafa stjórn knd. KA og Tufa, þjálfari Pepsídeildar liðs KA, átt í viðræðum um endurnýjun á samstarfssamningi þessara aðila, en núverandi samningur rennur út í lok þessa tímabils. Aðilar hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu, að það þjóni hagsmunum beggja aðila að staldra við og endurnýja ekki samninginn. Tufa, þá aðstoðarþjálfi félagsins, tók við stjórn karlaliðs KA í ágúst 2015 þegar Bjarni Jóhannsson lét af störfum sem þjálfari liðsins, en liðið var þá í 1. deildinni. Ári síðar, á fyrsta heila starfsári Tufa, tókst liðinu ætlunarverk sitt að komast á ný upp í deild hinna bestu, eftir þrettán ára fjarveru. Hefur liðið á þessum tíma náð að festa sig í sessi sem vel spilandi Pepsídeildarlið. Tufa kom fyrst til KA sem leikmaður árið 2006. Hann hefur sinnt þjálfun yngri flokka hjá félaginu með góðum árangri, áður en hann tók við sem þjálfari meistaraflokks karla. Tufa er í miklum metum hjá öllu KA fólki og á hann þátt í þjálfun flestra krakka sem æft hafa knattspyrnu hjá félaginu á s.l. áratug eða svo. "Ég hef náð þeim markmiðum með liðið sem við settum okkur er ég tók við fyrir þremur árum. Ég er ungur þjálfari með mikinn metnað sem vill ná enn lengra og tel tímapunktinn nú hentugan til að finna mér annað verkefni sem nær að ögra mér enn frekar. Ég er þakklátur KA fyrir það tækifæri sem ég fékk til að taka við liðinu á sínum tíma og er stoltur af þeim árangri sem við höfum náð saman. Ég er viss um að liðið er tilbúið til að takast á við baráttuna í Pepsi-deildinni á komandi árum. Vissulega er erfitt að kveðja strákana og félagið í heild sinni en ég tel leikmönnum það fyrir bestu að þeir fái aðrar hugmyndir og ögranir með nýjum þjálfara." segir Tufa sem hefur innt af hendi gríðarlega vinnu við þjálfun og stjórnun liðsins á s.l. árum. "Þetta eru mikil tímamót fyrir félagið", segir Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. "Tufa er einn af okkar bestu drengjum, búinn að skila frábærum árangri fyrir félagið sem við erum þakklát fyrir. Við stöndum nú á ákveðnum krossgötum þar sem við viljum taka nýja stefnu og þurfum því að taka nýjar ákvarðanir um uppbyggingu liðsins, sem og deildarinnar. Eftir samræður okkar á milli var ljóst að við og Tufa deilum þessari sýn fyrir félagið. Það eru spennandi tímar framundan fyrir KA, við höfum stórar hugmyndir um uppbyggingu á allri aðstöðu félagsins á KA svæðinu, en hugmyndir þess efnis voru kynntar að fjölmennum félagsfundi í KA s.l. vor. Ég veit að Tufa mun eiga sér glæsta framtíð sem þjálfari, hvort sem er hérlendis, eða utan landssteinanna og óska ég honum alls hins besta í framtíðinni." Tufa mun stýra liði KA út tímabilið en eftir eru þrír leikir sem leiknir verða í þessum mánuði. Tufa verður svo formlega kvaddur á lokahófi félagsins í vertíðarlok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, mun láta af störfum sem þjálfari KA eftir tímabilið. Þetta var staðfest á heimasíðu KA nú undir kvöld. Ákvörðunin er sögð sameiginleg beggja aðila en stjórn KA og Túfa hafa rætt saman undanfarna daga. Þau komust svo að þessari niðurstöðu. Túfa hefur stýrt KA síðan um mitt sumar 2015 er hann tók við af Bjarna Jóhannssyni en hann kom fyrst til KA sem leikmaður 2006. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu KA sem má finna á heimasíðu KA.Yfirlýsing KA: Að undanförnu hafa stjórn knd. KA og Tufa, þjálfari Pepsídeildar liðs KA, átt í viðræðum um endurnýjun á samstarfssamningi þessara aðila, en núverandi samningur rennur út í lok þessa tímabils. Aðilar hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu, að það þjóni hagsmunum beggja aðila að staldra við og endurnýja ekki samninginn. Tufa, þá aðstoðarþjálfi félagsins, tók við stjórn karlaliðs KA í ágúst 2015 þegar Bjarni Jóhannsson lét af störfum sem þjálfari liðsins, en liðið var þá í 1. deildinni. Ári síðar, á fyrsta heila starfsári Tufa, tókst liðinu ætlunarverk sitt að komast á ný upp í deild hinna bestu, eftir þrettán ára fjarveru. Hefur liðið á þessum tíma náð að festa sig í sessi sem vel spilandi Pepsídeildarlið. Tufa kom fyrst til KA sem leikmaður árið 2006. Hann hefur sinnt þjálfun yngri flokka hjá félaginu með góðum árangri, áður en hann tók við sem þjálfari meistaraflokks karla. Tufa er í miklum metum hjá öllu KA fólki og á hann þátt í þjálfun flestra krakka sem æft hafa knattspyrnu hjá félaginu á s.l. áratug eða svo. "Ég hef náð þeim markmiðum með liðið sem við settum okkur er ég tók við fyrir þremur árum. Ég er ungur þjálfari með mikinn metnað sem vill ná enn lengra og tel tímapunktinn nú hentugan til að finna mér annað verkefni sem nær að ögra mér enn frekar. Ég er þakklátur KA fyrir það tækifæri sem ég fékk til að taka við liðinu á sínum tíma og er stoltur af þeim árangri sem við höfum náð saman. Ég er viss um að liðið er tilbúið til að takast á við baráttuna í Pepsi-deildinni á komandi árum. Vissulega er erfitt að kveðja strákana og félagið í heild sinni en ég tel leikmönnum það fyrir bestu að þeir fái aðrar hugmyndir og ögranir með nýjum þjálfara." segir Tufa sem hefur innt af hendi gríðarlega vinnu við þjálfun og stjórnun liðsins á s.l. árum. "Þetta eru mikil tímamót fyrir félagið", segir Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. "Tufa er einn af okkar bestu drengjum, búinn að skila frábærum árangri fyrir félagið sem við erum þakklát fyrir. Við stöndum nú á ákveðnum krossgötum þar sem við viljum taka nýja stefnu og þurfum því að taka nýjar ákvarðanir um uppbyggingu liðsins, sem og deildarinnar. Eftir samræður okkar á milli var ljóst að við og Tufa deilum þessari sýn fyrir félagið. Það eru spennandi tímar framundan fyrir KA, við höfum stórar hugmyndir um uppbyggingu á allri aðstöðu félagsins á KA svæðinu, en hugmyndir þess efnis voru kynntar að fjölmennum félagsfundi í KA s.l. vor. Ég veit að Tufa mun eiga sér glæsta framtíð sem þjálfari, hvort sem er hérlendis, eða utan landssteinanna og óska ég honum alls hins besta í framtíðinni." Tufa mun stýra liði KA út tímabilið en eftir eru þrír leikir sem leiknir verða í þessum mánuði. Tufa verður svo formlega kvaddur á lokahófi félagsins í vertíðarlok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira