Barnabarn Bobby Kennedy svarar stefnuræðu Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2018 23:30 Joe Kennedy er ein helsta vonarstjarna demókrata. Vísir/Getty Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump sem flutt verður í nótt. Joe Kennedy eins og hann er kallaður er fulltrúardeildarþingmaður Massachusetts. Eins og áður segir er hann barnabarn Robert Kennedy, sem skotinn var til bana árið 1968 er hann bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þá er hann frændi John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem einnig var skotinn til bana.Robert, til vinstri, og John F. Kennedy voru bræður og nánir samstarfsmenn á sínum tíma.Vísir/GettyHinn 37 ára gamli Kennedy sem tekið hefur við keflinu í hinni þekktu Kennedy-fjölskyldu hefur vakið mikla athygli að undaförnu fyrir gagnrýni hans á tilraunir repúblikana til þess að afnema Obamacare úr gildi. Talið er að demókratar ætli sér að reyna að höfða til verkamanna sem og miðstéttarfólks með valinu á Kennedy en búist er við að 40 milljónir manns muni horfa á stefnuræðu Trump. Verður það verkefni Kennedy að svara og andmæla Trump. Mun hann feta í fótspor Edward Kennedy, bróður Robert og John, sem flutti svar demókrata við stefnuræðu Ronald Reagan árið 1982. Margir bíða spenntir eftir fyrstu stefnuræðu Trump en búist er við því að þar muni hann eigna sér gott ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum. Horfa má á útsendingu frá stefnuræðunni hér að neðan en mun Trump flytja hana klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Donald Trump Tengdar fréttir Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump sem flutt verður í nótt. Joe Kennedy eins og hann er kallaður er fulltrúardeildarþingmaður Massachusetts. Eins og áður segir er hann barnabarn Robert Kennedy, sem skotinn var til bana árið 1968 er hann bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þá er hann frændi John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem einnig var skotinn til bana.Robert, til vinstri, og John F. Kennedy voru bræður og nánir samstarfsmenn á sínum tíma.Vísir/GettyHinn 37 ára gamli Kennedy sem tekið hefur við keflinu í hinni þekktu Kennedy-fjölskyldu hefur vakið mikla athygli að undaförnu fyrir gagnrýni hans á tilraunir repúblikana til þess að afnema Obamacare úr gildi. Talið er að demókratar ætli sér að reyna að höfða til verkamanna sem og miðstéttarfólks með valinu á Kennedy en búist er við að 40 milljónir manns muni horfa á stefnuræðu Trump. Verður það verkefni Kennedy að svara og andmæla Trump. Mun hann feta í fótspor Edward Kennedy, bróður Robert og John, sem flutti svar demókrata við stefnuræðu Ronald Reagan árið 1982. Margir bíða spenntir eftir fyrstu stefnuræðu Trump en búist er við því að þar muni hann eigna sér gott ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum. Horfa má á útsendingu frá stefnuræðunni hér að neðan en mun Trump flytja hana klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20