Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og hans helsti ráðgjafi, notaði persónulegt tölvupóstfang sitt til að senda gögn sem vörðuðu störf hennar í Hvíta húsinu.
Þetta hefur nú verið staðfest af yfirvöldum vestra, en sérstök rannsókn var gerð á tölvupóstsendingum hennar.
Lögmaður Ivönku segir hins vegar að hún hafi aðeins haft þennan háttinn á uns henni var greint frá vinnureglum Hvíta hússins, hún hafi ekki áttað sig á því áður að þetta væri í trássi við reglur.
Árið 2016 eyddi faðir hennar miklu púðri í árásir á Hillary Clinton þáverandi forsetaframbjóðanda fyrir sömu sakir.
Trump sagði hana hafa stefnt Bandaríkjunum í mikla hættu með því að nota persónulegt tölvupóstfang sitt þegar hún gegndi stöðu utanríkisráðherra.
Ivanka Trump notaði sitt persónulega netfang vegna starfa sinna í Hvíta húsinu
Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
