Ekkert lið í deildinni hefur fengið á sig færri mörk en Manchester United, 16 talsins. De Gea hefur verið í markinu í öllum 23 leikjum United og af þeim hélt hann hreinu í 13 leikjum.
Chelsea hefur einnig aðeins fengið á sig 16 mörk og þar stendur Thibaut Courtois í markinu í öllum leikjum. Hann hefur haldið hreinu í 12 leikjum.
Hins vegar hefur tölfræðifyrirtækið Opta tekið saman að de Gea hafi komið í veg fyrir augljóst mark 13,8 sinnum á meðan Courtois er aðeins með 0,3 augljós mörk varin.
Formúlan sem Opta notar reiknar líkur þess að skot endi í markinu miðað við tegund stoðsendingar, fjarlægð frá marki, hvort skotið hafi verið með skalla, hvort um dauðafæri hafi verið að ræða og þar eftir götunum.
Miðað við þessa útreikninga Opta er de Gea lang besti markmaður deildarinnar, fengið á sig 16 mörk og komið í veg fyrir 13,8 augljós mörk. Næstur á eftir honum kemur Nick Pope, maðurinn sem ver mark Burnley eftir að Tom Heaton meiddist í ágúst. Pope hefur spilað 20 leiki og aðeins fengið á sig 16 mörk. Hann hefur komið í veg fyrir 8,1 augljóst mark.
Versti markmaður deildarinnar er Ben Heaton, markmaður West Brom. Hann hefur aðeins fengið 21 skot á sig sem samkvæmt formúlunni ætti að vera augljóst mark. Hins vegar hefur hann fengið á sig 29 mörk, sem þýðir að undir hversu mörk augljós mörk hann hefur stoppað er hann í mínus, -8,2.
Bestu markmennirnir tveir, de Gea og Pope, mætast á morgun, laugardag, klukkan 15:00 og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
