Starfshópur um mætingu í Pepsi deildinni aðeins hist einu sinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 17:45 Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta og framkvæmdastjóri Víkings R., var í viðtali í Akraborginni í dag þar sem hann ræddi meðal annars um starfshóp vegna dræmrar mætingar á leiki í Pepsi deildinni síðasta sumar. „Við reyndum að stofna markaðsnefnd um það síðasta sumar, hún hittist einu sinni og svo búið,“ sagði Haraldur í Akraborginni á X-inu. „Nú eru bara tveir og hálfur mánuður í Íslandsmót, það er mjög stuttur tími.“Nefndin, eða svokallaður starfshópur, var stofnaður síðasta sumar og átti að finna lausnir við dræmri mætingu. Mætingin hefur verið á niðurleið í þó nokkurn tíma. Eftir tímabilið 2016 var ljost að mæting var á niðurleið og var tóninn gefinn strax eftir fyrstu umferð síðasta tímabils þegar 3000 áhorfendum munaði frá fyrstu umferð 2016. „Menn benda á margar skýringar; mikið af sjónvarpsútsendingum og verðið var umdeilt. Við erum búnir að vera með þetta í vinnslu hjá okkur. Til dæmis hugmyndir um passa sem gilda á alla leiki en til þess að það gangi upp þarf að útbúa á öllum völlum skanna sem geta lesið kortin svo þau hleypi bara einum manni inn en þú getir ekki rétt svo næsta manni kortið.“ KSÍ skipaði nefndina með Rúnar Vífil Arnarsson í forsvari og segir Haraldur að frumkvæðið verði að koma frá KSÍ, þeir séu með réttindin á öllum markaðsmálum. „Við höfðum miklar væntingar en við ætlum að koma þessu af stað aftur núna og þurfum að vinna mjög hratt.“ „Þetta er gott dæmi um það að grasrótin sé að gleymast og þetta er allt landsliðsmiðað, sem er einn af þeim hlutum sem við erum ósáttir með.“ Hann segir þó að ÍTF eigi líka sök að máli og taki ábyrgð á því. Ekki liggji fyrir ein einasta tillaga að úrbótum á mætingunni fyrir næsta tímabil en ÍTF vill fá nefndina saman eins fljótt og hægt er. Aðspurður hvort það kæmi til greina að lækka miðaverð þá sagði Haraldur það vera í höndum félaganna. Það var í handbók leikja hjá KSÍ að viðmiðið væri 2000 krónur á síðasta tímabili en Samkeppniseftirlitið taldi það vera brot á samkeppnislögum og því mun engin slík viðmiðun verða á nýju tímabili. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ruglað miðaverð KSÍ og íslenskur toppfótbolti eru ekki að lesa leikinn rétt. Á síðasta tímabili varð hrun í áhorfendafjölda þegar innan við þúsund manns mættu að meðaltali. 2. maí 2017 07:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta og framkvæmdastjóri Víkings R., var í viðtali í Akraborginni í dag þar sem hann ræddi meðal annars um starfshóp vegna dræmrar mætingar á leiki í Pepsi deildinni síðasta sumar. „Við reyndum að stofna markaðsnefnd um það síðasta sumar, hún hittist einu sinni og svo búið,“ sagði Haraldur í Akraborginni á X-inu. „Nú eru bara tveir og hálfur mánuður í Íslandsmót, það er mjög stuttur tími.“Nefndin, eða svokallaður starfshópur, var stofnaður síðasta sumar og átti að finna lausnir við dræmri mætingu. Mætingin hefur verið á niðurleið í þó nokkurn tíma. Eftir tímabilið 2016 var ljost að mæting var á niðurleið og var tóninn gefinn strax eftir fyrstu umferð síðasta tímabils þegar 3000 áhorfendum munaði frá fyrstu umferð 2016. „Menn benda á margar skýringar; mikið af sjónvarpsútsendingum og verðið var umdeilt. Við erum búnir að vera með þetta í vinnslu hjá okkur. Til dæmis hugmyndir um passa sem gilda á alla leiki en til þess að það gangi upp þarf að útbúa á öllum völlum skanna sem geta lesið kortin svo þau hleypi bara einum manni inn en þú getir ekki rétt svo næsta manni kortið.“ KSÍ skipaði nefndina með Rúnar Vífil Arnarsson í forsvari og segir Haraldur að frumkvæðið verði að koma frá KSÍ, þeir séu með réttindin á öllum markaðsmálum. „Við höfðum miklar væntingar en við ætlum að koma þessu af stað aftur núna og þurfum að vinna mjög hratt.“ „Þetta er gott dæmi um það að grasrótin sé að gleymast og þetta er allt landsliðsmiðað, sem er einn af þeim hlutum sem við erum ósáttir með.“ Hann segir þó að ÍTF eigi líka sök að máli og taki ábyrgð á því. Ekki liggji fyrir ein einasta tillaga að úrbótum á mætingunni fyrir næsta tímabil en ÍTF vill fá nefndina saman eins fljótt og hægt er. Aðspurður hvort það kæmi til greina að lækka miðaverð þá sagði Haraldur það vera í höndum félaganna. Það var í handbók leikja hjá KSÍ að viðmiðið væri 2000 krónur á síðasta tímabili en Samkeppniseftirlitið taldi það vera brot á samkeppnislögum og því mun engin slík viðmiðun verða á nýju tímabili.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ruglað miðaverð KSÍ og íslenskur toppfótbolti eru ekki að lesa leikinn rétt. Á síðasta tímabili varð hrun í áhorfendafjölda þegar innan við þúsund manns mættu að meðaltali. 2. maí 2017 07:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Ruglað miðaverð KSÍ og íslenskur toppfótbolti eru ekki að lesa leikinn rétt. Á síðasta tímabili varð hrun í áhorfendafjölda þegar innan við þúsund manns mættu að meðaltali. 2. maí 2017 07:00