Starfshópur um lélega mætingu í efstu deild Benedikt Bóas skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Fulltrúar KSÍ, Íslensks toppfótbolta, 365 og Ölgerðarinnar eiga að komast að því hvað þurfi að taka til bragðs til að fá fólk á völlinn. vísir/eyþór Knattspyrnusamband Íslands hefur sett af stað starfshóp sem á að skoða hvernig eigi að fjölga áhorfendum á leikjum í Pepsi-deild karla. Þrátt fyrir að Pepsi-deild karla hafi sjaldan verið jafn spennandi og skemmtileg hefur mætingin á vellina tólf verið undir væntingum. Rúnar V. Arnarson mun stýra verkefninu og hefur hann þegar kallað starfshópinn á einn fund. „Það er mál manna hjá úrvalsdeildarfélögunum að betur mætti fara og félögin hefðu viljað sjá fleira fólk í stúkunni. Við erum búin að sitja einn fund og setja eitthvað af stað. Við fórum yfir stöðuna, hvað er til ráða og hvað er hægt að gera,“ segir Rúnar. Hann býst við að þráðurinn verði tekinn aftur upp núna þegar verslunarmannahelgin er liðin. Þeir sem komu að fundinum voru Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaga í efstu deild, Ölgerðin og 365, rétthafi deildarinnar. „Það voru allir jákvæðir og allir af vilja gerðir að bæta í,“ bætir hann við. Íslenskur toppfótbolti ákvað fyrir tímabilið að lágmarksverð á leiki í Pepsi-deild karla verði 2.000 krónur og hækkaði miðaverð um 500 krónur. Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Var hækkunin töluvert gagnrýnd. Rúnar segir að það séu fleiri breytur í dæminu en það að miðaverð hafi hækkað. „Þeir sem ákváðu það, Íslenskur toppfótbolti, verða að svara fyrir það, ég ætla ekki að blanda mér í það. KSÍ vill hjálpa félögunum og deildinni að verða betri og auka aðsóknina og gera hana söluvænni fyrir alla.“ Þrátt fyrir mikla spennu á toppi sem botni, mikið af mörkum og mikla skemmtun hefur aðsókn verið dræm. Aðsóknartölur voru ekki gefnar upp fyrir stórleik FH og Vals en nýja stúkan var heldur tómleg að sjá. Innan við 500 mættu í Víkina að sjá slag Víkinga og ÍBV og 671 kom á viðureign ÍA og KR. Í 13. umferð var aðeins einn leikur með yfir þúsund áhorfendur. „Ég held að fólk geti ekki kvartað að fá ekki skemmtilega leiki. Við vonum að þegar fólk fer að skila sér úr fríum og öðru að aðsóknin aukist. Það er ekkert sjálfgefið í þessu og menn verða að vinna í þessu áfram,“ segir Rúnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur sett af stað starfshóp sem á að skoða hvernig eigi að fjölga áhorfendum á leikjum í Pepsi-deild karla. Þrátt fyrir að Pepsi-deild karla hafi sjaldan verið jafn spennandi og skemmtileg hefur mætingin á vellina tólf verið undir væntingum. Rúnar V. Arnarson mun stýra verkefninu og hefur hann þegar kallað starfshópinn á einn fund. „Það er mál manna hjá úrvalsdeildarfélögunum að betur mætti fara og félögin hefðu viljað sjá fleira fólk í stúkunni. Við erum búin að sitja einn fund og setja eitthvað af stað. Við fórum yfir stöðuna, hvað er til ráða og hvað er hægt að gera,“ segir Rúnar. Hann býst við að þráðurinn verði tekinn aftur upp núna þegar verslunarmannahelgin er liðin. Þeir sem komu að fundinum voru Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaga í efstu deild, Ölgerðin og 365, rétthafi deildarinnar. „Það voru allir jákvæðir og allir af vilja gerðir að bæta í,“ bætir hann við. Íslenskur toppfótbolti ákvað fyrir tímabilið að lágmarksverð á leiki í Pepsi-deild karla verði 2.000 krónur og hækkaði miðaverð um 500 krónur. Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Var hækkunin töluvert gagnrýnd. Rúnar segir að það séu fleiri breytur í dæminu en það að miðaverð hafi hækkað. „Þeir sem ákváðu það, Íslenskur toppfótbolti, verða að svara fyrir það, ég ætla ekki að blanda mér í það. KSÍ vill hjálpa félögunum og deildinni að verða betri og auka aðsóknina og gera hana söluvænni fyrir alla.“ Þrátt fyrir mikla spennu á toppi sem botni, mikið af mörkum og mikla skemmtun hefur aðsókn verið dræm. Aðsóknartölur voru ekki gefnar upp fyrir stórleik FH og Vals en nýja stúkan var heldur tómleg að sjá. Innan við 500 mættu í Víkina að sjá slag Víkinga og ÍBV og 671 kom á viðureign ÍA og KR. Í 13. umferð var aðeins einn leikur með yfir þúsund áhorfendur. „Ég held að fólk geti ekki kvartað að fá ekki skemmtilega leiki. Við vonum að þegar fólk fer að skila sér úr fríum og öðru að aðsóknin aukist. Það er ekkert sjálfgefið í þessu og menn verða að vinna í þessu áfram,“ segir Rúnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira