„Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2018 15:09 Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. Vísir/getty Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, segir að það séu margvíslegar tilfinningar sem bærast um innra með honum eftir að hafa lifað eitrunina af. Hann hafi komist að því, þegar hann komst loks til meðvitundar, að vinkona hans, Dawn Sturgess, hefði ekki verið jafn lánsöm og hann en Sturgess lést sunnudaginn 8. júlí af völdum taugaeitursins að því er BBC greinir frá. Rowley og Sturgess fundust meðvitundarlaus að heimili Rowleys í Amesbury eftir að hafa komist í snertingu við eitrið. Rowley komst loks til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeild í Salisbury í rúmar tvær vikur.Dawn Sturgess lést vegna taugaeitursins Novichok.FacebookÍ samtali við götublaðið The Sun segist Rowley hafa fundið ilmvatnsflösku sem hann hafi í kjölfarið fengið Sturgess að gjöf. „Ég er miður mín yfir því sem kom fyrir hana. Þetta er bæði sláandi og hræðilegt,“ segir Rowley sem var enn á lyfjum þegar honum bárust þær fregnir að Sturgess væri látin. „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta,“ segir Rowley sem í viðtalinu vottar fjölskyldu Sturgess samúð sína. Rowley lýsir tilfinningum sínum fyrir blaðamanni. Þakklæti og sorg togist á innra með honum, annars vegar sé hann þakklátur fyrir að hafa lifað af en hins vegar sé hann miður sín vegna missisins. Matthew Rowley, bróðir, Charlie Rowleys, segir að það sé erfitt að tala við hann því hann þjáist enn af miklu minnisleysi. „Hann hefur ekkert opnað sig við mig um Dawn og ég veigra mér við að spyrja hann nánar út í það því ég er að reyna að kæta hann. Ég vil ekki valda honum þjáningum.“ Hryðjuverkadeild lögreglunnar á Bretlandi rannsakar nú hvort það séu tengsl á milli eitrunarinnar sem Rowley og Sturgess urðu fyrir og taugaefnaárásarinnar á Skripal-feðginin. Fyrrverandi njósnarinn Sergei Skripal og dóttir hans Júlía urðu fyrir Novichok eitrun í mars á þessu ári. Bresk yfirvöld hafa kennt Rússum um eitrunina en Vladimir Pútín hefur frá upphafi neitað allri sök og heldur því staðfastlega fram að fráleitt sé að yfirvöld í Rússlandi hafi komið nálægt eitrunartilburðum. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30 Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08 Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52 Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. 10. júlí 2018 19:54 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Sjá meira
Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, segir að það séu margvíslegar tilfinningar sem bærast um innra með honum eftir að hafa lifað eitrunina af. Hann hafi komist að því, þegar hann komst loks til meðvitundar, að vinkona hans, Dawn Sturgess, hefði ekki verið jafn lánsöm og hann en Sturgess lést sunnudaginn 8. júlí af völdum taugaeitursins að því er BBC greinir frá. Rowley og Sturgess fundust meðvitundarlaus að heimili Rowleys í Amesbury eftir að hafa komist í snertingu við eitrið. Rowley komst loks til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeild í Salisbury í rúmar tvær vikur.Dawn Sturgess lést vegna taugaeitursins Novichok.FacebookÍ samtali við götublaðið The Sun segist Rowley hafa fundið ilmvatnsflösku sem hann hafi í kjölfarið fengið Sturgess að gjöf. „Ég er miður mín yfir því sem kom fyrir hana. Þetta er bæði sláandi og hræðilegt,“ segir Rowley sem var enn á lyfjum þegar honum bárust þær fregnir að Sturgess væri látin. „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta,“ segir Rowley sem í viðtalinu vottar fjölskyldu Sturgess samúð sína. Rowley lýsir tilfinningum sínum fyrir blaðamanni. Þakklæti og sorg togist á innra með honum, annars vegar sé hann þakklátur fyrir að hafa lifað af en hins vegar sé hann miður sín vegna missisins. Matthew Rowley, bróðir, Charlie Rowleys, segir að það sé erfitt að tala við hann því hann þjáist enn af miklu minnisleysi. „Hann hefur ekkert opnað sig við mig um Dawn og ég veigra mér við að spyrja hann nánar út í það því ég er að reyna að kæta hann. Ég vil ekki valda honum þjáningum.“ Hryðjuverkadeild lögreglunnar á Bretlandi rannsakar nú hvort það séu tengsl á milli eitrunarinnar sem Rowley og Sturgess urðu fyrir og taugaefnaárásarinnar á Skripal-feðginin. Fyrrverandi njósnarinn Sergei Skripal og dóttir hans Júlía urðu fyrir Novichok eitrun í mars á þessu ári. Bresk yfirvöld hafa kennt Rússum um eitrunina en Vladimir Pútín hefur frá upphafi neitað allri sök og heldur því staðfastlega fram að fráleitt sé að yfirvöld í Rússlandi hafi komið nálægt eitrunartilburðum.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30 Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08 Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52 Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. 10. júlí 2018 19:54 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Sjá meira
Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30
Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08
Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52
Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. 10. júlí 2018 19:54
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent