Ísraelar skutu niður sýrlenska þotu Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2018 12:17 Þotan var af gerðinni Sukhoi og framleidd í Rússlandi. Þetta er ekki þotan sem var skotin niður. Vísir/Getty Ísraelski herinn skaut í morgun niður orrustuþotu stjórnarhers Bashar al Assad, forseta Sýrlands. Í tilkynningu frá hernum segir að miklir bardagar eigi sér stað Sýrlandsmegin við landamæri ríkjanna og að þotunni hafi verið flogið tæpa tvo kílómetra inn í lofthelgi Ísrael. Því hafi tveimur flugskeytum verið skotið að henni og hún skotin niður. Ekki liggur fyrir hvað varð um flugmenn orrustuþotunnar, sem var af gerðinni Sukhoi og framleidd í Rússlandi. Hún er talin hafa brotlegt í Sýrlandi, á svæði sem Íslamska ríkið stjórnar enn. Ríkisstjórn Assad segir að þotan hafi verið í sýrlenskri lofthelgi þegar hún var skotin niður og saka þeir Ísrael um stuðning við hryðjuverkamenn í suðurhluta landsins. Ísraelsher segir að samkomulagi ríkjanna frá árinu 1974 verði áfram framfylgt og mikilvægt sé fyrir ríkisstjórn Sýrlands að virða hlutlaust svæði á milli Ísrael og Sýrlands.Samkvæmt Times of Israel er talið líklegt að Ísraelsmenn hafi ekki verið vissir um að orrustuþotunni hafi ekki verið flogið af Rússa og því hafi henni verið leyft að fljúga tvo kílómetra inn í lofthelgi ríkisins.Amos Yadlin, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónstu hers Ísrael sagði ríkið með með mjög skýra stefnu. „Enginni flugvél, og sérstaklega ekki sýrlenskri flugvél“ væri hleypt inn í lofthelgi ríkisins án heimildar. Undanfarna daga og vikur hafa Assad-liðar staðið í hörðum bardögum við hópa víga- og uppreisnarmanna í suðurhluta landsins. Stjórnarherinn er nú kominn að landamærum Ísrael og er það í fyrsta sinn frá því að uppreisnin gegn Assad hófst árið 2011, sem stjórnarherinn stjórnar landamærunum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55 Ísraelsher gerði loftárás á Sýrland Að minnsta kosti níu eru fallnir eftir að Ísraelsher gerði í kvöld flugskeytaárás rétt utan við höfuðborgina Damascus. 8. maí 2018 23:25 Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. 7. júní 2018 16:45 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Ísraelski herinn skaut í morgun niður orrustuþotu stjórnarhers Bashar al Assad, forseta Sýrlands. Í tilkynningu frá hernum segir að miklir bardagar eigi sér stað Sýrlandsmegin við landamæri ríkjanna og að þotunni hafi verið flogið tæpa tvo kílómetra inn í lofthelgi Ísrael. Því hafi tveimur flugskeytum verið skotið að henni og hún skotin niður. Ekki liggur fyrir hvað varð um flugmenn orrustuþotunnar, sem var af gerðinni Sukhoi og framleidd í Rússlandi. Hún er talin hafa brotlegt í Sýrlandi, á svæði sem Íslamska ríkið stjórnar enn. Ríkisstjórn Assad segir að þotan hafi verið í sýrlenskri lofthelgi þegar hún var skotin niður og saka þeir Ísrael um stuðning við hryðjuverkamenn í suðurhluta landsins. Ísraelsher segir að samkomulagi ríkjanna frá árinu 1974 verði áfram framfylgt og mikilvægt sé fyrir ríkisstjórn Sýrlands að virða hlutlaust svæði á milli Ísrael og Sýrlands.Samkvæmt Times of Israel er talið líklegt að Ísraelsmenn hafi ekki verið vissir um að orrustuþotunni hafi ekki verið flogið af Rússa og því hafi henni verið leyft að fljúga tvo kílómetra inn í lofthelgi ríkisins.Amos Yadlin, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónstu hers Ísrael sagði ríkið með með mjög skýra stefnu. „Enginni flugvél, og sérstaklega ekki sýrlenskri flugvél“ væri hleypt inn í lofthelgi ríkisins án heimildar. Undanfarna daga og vikur hafa Assad-liðar staðið í hörðum bardögum við hópa víga- og uppreisnarmanna í suðurhluta landsins. Stjórnarherinn er nú kominn að landamærum Ísrael og er það í fyrsta sinn frá því að uppreisnin gegn Assad hófst árið 2011, sem stjórnarherinn stjórnar landamærunum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55 Ísraelsher gerði loftárás á Sýrland Að minnsta kosti níu eru fallnir eftir að Ísraelsher gerði í kvöld flugskeytaárás rétt utan við höfuðborgina Damascus. 8. maí 2018 23:25 Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. 7. júní 2018 16:45 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55
Ísraelsher gerði loftárás á Sýrland Að minnsta kosti níu eru fallnir eftir að Ísraelsher gerði í kvöld flugskeytaárás rétt utan við höfuðborgina Damascus. 8. maí 2018 23:25
Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45
Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47
Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. 7. júní 2018 16:45