Erlent

Ísraelsher gerði loftárás á Sýrland

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Myndir frá vettvangi nú í kvöld.
Myndir frá vettvangi nú í kvöld. Vísir/AP
Að minnsta kosti níu eru fallnir eftir að Ísraelsher gerði í kvöld flugskeytaárás rétt utan við höfuðborgina Damascus. Fréttir um þetta bárust aðeins klukkutíma eftir að Trump tilkynnti um að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Írani. AP fréttastofa greinir frá þessu. Meðal þeirra sem féllu í árásinni voru liðsmenn byltigarvarnarliðsins í Íran. 

Engin viðbrögð eða tilkynning kom frá Ísrael um árásina en yfirvöld þar í landi hafa aldrei staðfest eða neitað loftárásum á hendur Sýrlandi. Slíkar árásir hafa orðið algengari undanfarið og spennan aukist á milli Ísrael og Íran.


Tengdar fréttir

Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“

Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump.

Illdeilur Ísraels og Írans harðna

Netanjahú birti gögn sem hann sagði sýna fram á leynilega kjarnorkuvopnaáætlun Írana. Sagði þá ljúga að alþjóðasamfélaginu. Íranar svöruðu, kölluðu Netanjahú lygara og ríkisstjórn hans barnamorðingja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×