Trump óskar starfsmanni og meintum ofbeldismanni alls hins besta Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2018 19:19 Rob Porter og John Kelly. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist leiður yfir ásökunum um að háttsettur starfsmaður Hvíta hússins hafi beitt eiginkonur sínar ofbeldi. Starfsmaðurinn, Rob Porter, hefur sagt upp störfum en Trump sagði blaðamönnum í dag að hann hefði staðið sig frábærlega í starfi og óskaði honum alls hins besta. Þar að auki óskaði Trump Porter glæsilegs frama í því næsta sem hann tæki sér fyrir hendur. Tvær fyrrverandi eiginkonur Porter hafa sakaði hann um ofbeldi og í kjölfarið steig einnig gömul kærasta fram og sagði hann sömuleiðis hafa beitt sig ofbeldi. Porter þvertekur fyrir að hafa beitt konurnar ofbeldi.Sjá einnig: Starfsmaður Hvíta hússins hættir vegna ásakana um heimilisofbeldiTrump sagðist mjög sorgmæddur yfir þessum fregnum og að þær hefðu komið sér á óvart. Þá ítrekaði hann að Porter sagðist saklaus og að blaðamenn yrðu að muna það.John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, er nú undir þrýstingi fyrir að hafa komið Porter dyggilega til varnar. Hann mun sömuleiðis hafa vitað af ásökunum um nokkuð skeið eftir að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, ræddu við eiginkonur Porter vegna umsóknar um að hann fengi heimild til að meðhöndla leynileg gögn. FBI sagði forsvarsmönnum Hvíta hússins frá hinu meinta heimilisofbeldi og þeirri staðreynd að önnur eiginkona Porter hafði fengið nálgunarbann á hann í júní í fyrra. Fyrir nokkrum vikum lagði FBI til að Porter myndi ekki fá þá heimild.Trump með augun á Kelly Trump er nú sagður íhuga að reka Kelly en það er þó ekki vegna þess að hann þagði yfir ásökunum eða leyfði Porter að starfa áfram í Hvíta húsinu þó hann fengi ekki öryggisheimild.Samkvæmt heimildum NBC News innan Hvíta hússins er ástæðan sú að Kelly sem kom Porter til varnar, dró úr stuðningi sínum við Porter þegar myndir voru birtar sem sýndu aðra eiginkonu hans með áverka á andliti sem hún segist hafa fengið eftir að Porter kýldi hana.Trump mun einnig vera pirraður út í Kelly vegna ummæla hans í fjölmiðlum undanfarið. Þar á meðal ummæla um að skoðanir Trump á innflytjendamálum væru að „þróast“ og að sumir innflytjendur væru of latir til að sækja um ríkisborgararétt. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist leiður yfir ásökunum um að háttsettur starfsmaður Hvíta hússins hafi beitt eiginkonur sínar ofbeldi. Starfsmaðurinn, Rob Porter, hefur sagt upp störfum en Trump sagði blaðamönnum í dag að hann hefði staðið sig frábærlega í starfi og óskaði honum alls hins besta. Þar að auki óskaði Trump Porter glæsilegs frama í því næsta sem hann tæki sér fyrir hendur. Tvær fyrrverandi eiginkonur Porter hafa sakaði hann um ofbeldi og í kjölfarið steig einnig gömul kærasta fram og sagði hann sömuleiðis hafa beitt sig ofbeldi. Porter þvertekur fyrir að hafa beitt konurnar ofbeldi.Sjá einnig: Starfsmaður Hvíta hússins hættir vegna ásakana um heimilisofbeldiTrump sagðist mjög sorgmæddur yfir þessum fregnum og að þær hefðu komið sér á óvart. Þá ítrekaði hann að Porter sagðist saklaus og að blaðamenn yrðu að muna það.John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, er nú undir þrýstingi fyrir að hafa komið Porter dyggilega til varnar. Hann mun sömuleiðis hafa vitað af ásökunum um nokkuð skeið eftir að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, ræddu við eiginkonur Porter vegna umsóknar um að hann fengi heimild til að meðhöndla leynileg gögn. FBI sagði forsvarsmönnum Hvíta hússins frá hinu meinta heimilisofbeldi og þeirri staðreynd að önnur eiginkona Porter hafði fengið nálgunarbann á hann í júní í fyrra. Fyrir nokkrum vikum lagði FBI til að Porter myndi ekki fá þá heimild.Trump með augun á Kelly Trump er nú sagður íhuga að reka Kelly en það er þó ekki vegna þess að hann þagði yfir ásökunum eða leyfði Porter að starfa áfram í Hvíta húsinu þó hann fengi ekki öryggisheimild.Samkvæmt heimildum NBC News innan Hvíta hússins er ástæðan sú að Kelly sem kom Porter til varnar, dró úr stuðningi sínum við Porter þegar myndir voru birtar sem sýndu aðra eiginkonu hans með áverka á andliti sem hún segist hafa fengið eftir að Porter kýldi hana.Trump mun einnig vera pirraður út í Kelly vegna ummæla hans í fjölmiðlum undanfarið. Þar á meðal ummæla um að skoðanir Trump á innflytjendamálum væru að „þróast“ og að sumir innflytjendur væru of latir til að sækja um ríkisborgararétt.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira