Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2018 07:48 Frá höfuðstöðvum bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði hættu sem fyrrverandi njósnarar sem búa í Bandaríkjunum standa frammi fyrir eftir að eitrað var fyrir rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal á Bretlandi fyrr á þessu ári. Útsendarar rússneskra stjórnvalda hafa þefað uppi Rússa sem hafa gerst uppljóstrarar fyrir Bandaríkin. Eitrað var fyrir Skrípal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í bænum Salisbury á Englandi í mars. Bresk stjórnvöld saka rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu og birtu nýlega upplýsingar um tvo rússneska menn sem þau fullyrða að hafi borið eitrið á hurðarhún á húsi Skrípal. Skrípal starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna á sínum tíma en hóf gagnnjósnir fyrir Breta. Hann var dæmdur í heimalandinu en var síðar sleppt í fangaskiptum við Bandaríkin og komið fyrir á Bretlandi.New York Times segir að tilræðið gegn Skrípal hafi orðið bandarísku leyniþjónustunni tilefni til að íhuga öryggi rússneskra uppljóstrara sinna sem búa í Bandaríkjunum og njóta verndar bandarískra yfirvalda. Leyniþjónustumenn hafi nú farið yfir öryggisráðstafanir fyrir alla rússneska uppljóstrara og metið hversu auðvelt væri að hafa uppi á þeim í gegnum samfélagsmiðla, ættingja og fleira.Fylgdust með mögulegum tilræðismanni fyrir nokkrum árum Blaðið nefnir dæmi um bandaríska leyniþjónustan hafi orðið vör við mögulegan launmorðingja rússneskra stjórnvalda á Flórída fyrir um fjórum árum. Hann hafi nálgast heimili eins mikilvægasta uppljóstrara leyniþjónustunnar CIA sem hafði verið komið fyrir á laun á þar. Grunaði launmorðinginn hafi einnig farið til annarrar borgar þar sem ættingjar uppljóstrarans bjuggu. Óttaðist leyniþjónustan að rússnesk stjórnvöld hefðu skipað fyrir um uppljóstrarinn yrði myrtur. Deildar meiningar hafi þó verið uppi innan alríkislögreglunnar FBI um hvort að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, væri svo kræfur að fyrirskipa launmorð í Bandaríkjunum. Pútín er talinn leggja fæð á liðhlaupa úr leyniþjónustunni sem aðstoða vestræn ríki. Hann hefur opinberlega sagt að þeir muni alltaf þurfa að vera varir um sig. Bandaríska leyniþjónustan hefur talið að Pútín væri samt ekki tilbúinn að láta myrða liðhlaupa í Bandaríkjunum. Eftir tilræðið gegn Skrípal á Bretlandi sé ekki lengur hægt að útiloka þann möguleika. Uppljóstraranum á Flórída og öðrum til viðbótar var komið fyrir annars staðar eftir uppákomuna fyrir fjórum árum. Leyniþjónustan telur að líf þeirra séu í hættu. Bandaríkin Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði hættu sem fyrrverandi njósnarar sem búa í Bandaríkjunum standa frammi fyrir eftir að eitrað var fyrir rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal á Bretlandi fyrr á þessu ári. Útsendarar rússneskra stjórnvalda hafa þefað uppi Rússa sem hafa gerst uppljóstrarar fyrir Bandaríkin. Eitrað var fyrir Skrípal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í bænum Salisbury á Englandi í mars. Bresk stjórnvöld saka rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu og birtu nýlega upplýsingar um tvo rússneska menn sem þau fullyrða að hafi borið eitrið á hurðarhún á húsi Skrípal. Skrípal starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna á sínum tíma en hóf gagnnjósnir fyrir Breta. Hann var dæmdur í heimalandinu en var síðar sleppt í fangaskiptum við Bandaríkin og komið fyrir á Bretlandi.New York Times segir að tilræðið gegn Skrípal hafi orðið bandarísku leyniþjónustunni tilefni til að íhuga öryggi rússneskra uppljóstrara sinna sem búa í Bandaríkjunum og njóta verndar bandarískra yfirvalda. Leyniþjónustumenn hafi nú farið yfir öryggisráðstafanir fyrir alla rússneska uppljóstrara og metið hversu auðvelt væri að hafa uppi á þeim í gegnum samfélagsmiðla, ættingja og fleira.Fylgdust með mögulegum tilræðismanni fyrir nokkrum árum Blaðið nefnir dæmi um bandaríska leyniþjónustan hafi orðið vör við mögulegan launmorðingja rússneskra stjórnvalda á Flórída fyrir um fjórum árum. Hann hafi nálgast heimili eins mikilvægasta uppljóstrara leyniþjónustunnar CIA sem hafði verið komið fyrir á laun á þar. Grunaði launmorðinginn hafi einnig farið til annarrar borgar þar sem ættingjar uppljóstrarans bjuggu. Óttaðist leyniþjónustan að rússnesk stjórnvöld hefðu skipað fyrir um uppljóstrarinn yrði myrtur. Deildar meiningar hafi þó verið uppi innan alríkislögreglunnar FBI um hvort að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, væri svo kræfur að fyrirskipa launmorð í Bandaríkjunum. Pútín er talinn leggja fæð á liðhlaupa úr leyniþjónustunni sem aðstoða vestræn ríki. Hann hefur opinberlega sagt að þeir muni alltaf þurfa að vera varir um sig. Bandaríska leyniþjónustan hefur talið að Pútín væri samt ekki tilbúinn að láta myrða liðhlaupa í Bandaríkjunum. Eftir tilræðið gegn Skrípal á Bretlandi sé ekki lengur hægt að útiloka þann möguleika. Uppljóstraranum á Flórída og öðrum til viðbótar var komið fyrir annars staðar eftir uppákomuna fyrir fjórum árum. Leyniþjónustan telur að líf þeirra séu í hættu.
Bandaríkin Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32
Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35