Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2018 07:48 Frá höfuðstöðvum bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði hættu sem fyrrverandi njósnarar sem búa í Bandaríkjunum standa frammi fyrir eftir að eitrað var fyrir rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal á Bretlandi fyrr á þessu ári. Útsendarar rússneskra stjórnvalda hafa þefað uppi Rússa sem hafa gerst uppljóstrarar fyrir Bandaríkin. Eitrað var fyrir Skrípal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í bænum Salisbury á Englandi í mars. Bresk stjórnvöld saka rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu og birtu nýlega upplýsingar um tvo rússneska menn sem þau fullyrða að hafi borið eitrið á hurðarhún á húsi Skrípal. Skrípal starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna á sínum tíma en hóf gagnnjósnir fyrir Breta. Hann var dæmdur í heimalandinu en var síðar sleppt í fangaskiptum við Bandaríkin og komið fyrir á Bretlandi.New York Times segir að tilræðið gegn Skrípal hafi orðið bandarísku leyniþjónustunni tilefni til að íhuga öryggi rússneskra uppljóstrara sinna sem búa í Bandaríkjunum og njóta verndar bandarískra yfirvalda. Leyniþjónustumenn hafi nú farið yfir öryggisráðstafanir fyrir alla rússneska uppljóstrara og metið hversu auðvelt væri að hafa uppi á þeim í gegnum samfélagsmiðla, ættingja og fleira.Fylgdust með mögulegum tilræðismanni fyrir nokkrum árum Blaðið nefnir dæmi um bandaríska leyniþjónustan hafi orðið vör við mögulegan launmorðingja rússneskra stjórnvalda á Flórída fyrir um fjórum árum. Hann hafi nálgast heimili eins mikilvægasta uppljóstrara leyniþjónustunnar CIA sem hafði verið komið fyrir á laun á þar. Grunaði launmorðinginn hafi einnig farið til annarrar borgar þar sem ættingjar uppljóstrarans bjuggu. Óttaðist leyniþjónustan að rússnesk stjórnvöld hefðu skipað fyrir um uppljóstrarinn yrði myrtur. Deildar meiningar hafi þó verið uppi innan alríkislögreglunnar FBI um hvort að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, væri svo kræfur að fyrirskipa launmorð í Bandaríkjunum. Pútín er talinn leggja fæð á liðhlaupa úr leyniþjónustunni sem aðstoða vestræn ríki. Hann hefur opinberlega sagt að þeir muni alltaf þurfa að vera varir um sig. Bandaríska leyniþjónustan hefur talið að Pútín væri samt ekki tilbúinn að láta myrða liðhlaupa í Bandaríkjunum. Eftir tilræðið gegn Skrípal á Bretlandi sé ekki lengur hægt að útiloka þann möguleika. Uppljóstraranum á Flórída og öðrum til viðbótar var komið fyrir annars staðar eftir uppákomuna fyrir fjórum árum. Leyniþjónustan telur að líf þeirra séu í hættu. Bandaríkin Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði hættu sem fyrrverandi njósnarar sem búa í Bandaríkjunum standa frammi fyrir eftir að eitrað var fyrir rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal á Bretlandi fyrr á þessu ári. Útsendarar rússneskra stjórnvalda hafa þefað uppi Rússa sem hafa gerst uppljóstrarar fyrir Bandaríkin. Eitrað var fyrir Skrípal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í bænum Salisbury á Englandi í mars. Bresk stjórnvöld saka rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu og birtu nýlega upplýsingar um tvo rússneska menn sem þau fullyrða að hafi borið eitrið á hurðarhún á húsi Skrípal. Skrípal starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna á sínum tíma en hóf gagnnjósnir fyrir Breta. Hann var dæmdur í heimalandinu en var síðar sleppt í fangaskiptum við Bandaríkin og komið fyrir á Bretlandi.New York Times segir að tilræðið gegn Skrípal hafi orðið bandarísku leyniþjónustunni tilefni til að íhuga öryggi rússneskra uppljóstrara sinna sem búa í Bandaríkjunum og njóta verndar bandarískra yfirvalda. Leyniþjónustumenn hafi nú farið yfir öryggisráðstafanir fyrir alla rússneska uppljóstrara og metið hversu auðvelt væri að hafa uppi á þeim í gegnum samfélagsmiðla, ættingja og fleira.Fylgdust með mögulegum tilræðismanni fyrir nokkrum árum Blaðið nefnir dæmi um bandaríska leyniþjónustan hafi orðið vör við mögulegan launmorðingja rússneskra stjórnvalda á Flórída fyrir um fjórum árum. Hann hafi nálgast heimili eins mikilvægasta uppljóstrara leyniþjónustunnar CIA sem hafði verið komið fyrir á laun á þar. Grunaði launmorðinginn hafi einnig farið til annarrar borgar þar sem ættingjar uppljóstrarans bjuggu. Óttaðist leyniþjónustan að rússnesk stjórnvöld hefðu skipað fyrir um uppljóstrarinn yrði myrtur. Deildar meiningar hafi þó verið uppi innan alríkislögreglunnar FBI um hvort að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, væri svo kræfur að fyrirskipa launmorð í Bandaríkjunum. Pútín er talinn leggja fæð á liðhlaupa úr leyniþjónustunni sem aðstoða vestræn ríki. Hann hefur opinberlega sagt að þeir muni alltaf þurfa að vera varir um sig. Bandaríska leyniþjónustan hefur talið að Pútín væri samt ekki tilbúinn að láta myrða liðhlaupa í Bandaríkjunum. Eftir tilræðið gegn Skrípal á Bretlandi sé ekki lengur hægt að útiloka þann möguleika. Uppljóstraranum á Flórída og öðrum til viðbótar var komið fyrir annars staðar eftir uppákomuna fyrir fjórum árum. Leyniþjónustan telur að líf þeirra séu í hættu.
Bandaríkin Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32
Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35