Tyrkir undirbúa árásir á Kúrda í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2018 11:53 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP Tyrkir undirbúa nú að gera árás á Afrin hérað í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar ráða ríkjum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir markmiðið vera að hreinsa svæðið af „hryðjuverkamönnum“ og fer fram á stuðning Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa hins vegar veitt sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu. Erdogan segir að innrás í Afrin gæti hafist þá og þegar. Kúrdarnir sem stjórna Afrin kallast YPG og eru þeir álitnir vera hryðjuverkahópur í Tyrklandi og nátengdur Verkamannaflokki Kúrda. Bandaríkin hafa þó staðið við bakið á YPG og bandamönnum þeirra, sem mynda regnhlífarsamtökin SDF eða Syrian Democratic Forces og stjórna stórum hluta Sýrlands, í baráttu þeirra gegn Íslamska ríkinu.Árið 2016 gerðu Tyrkir innrás í Sýrland til að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar næðu tökum á gervöllum landamærum Sýrlands og Tyrklands og skiptu þeir yfirráðasvæði Kúrda í tvennt.Tyrkir vilja reka Kúrda frá Afrin og sömuleiðis frá Manbij.Vísir/GraphicNewsErdogan segir hins vegar að hann búist við stuðningi Bandaríkjanna gegn YPG í Afrin.„Ef hryðjuverkamennirnir í Afrin gefast ekki upp munum við rífa þá niður,“ sagði Erdogan við tyrkneska þingmenn um helgina. Kúrdar í Afrin segja að þeir munu vera svæðið og ætli sér ekki að gefast upp. Þá saka þeir Tyrki um að brjóta á rétti Sýrlendinga og að grafa undan alþjóðlegri viðleitni til að finna lausn á átökunum þar í landi. Fregnir hafa borist af því að Bandaríkin vinni nú með SDF að því að þjálfa um 30 þúsund landamæraverði í Sýrlandi. Talsmaður Erdogan sagði í dag að það væri óboðlegt og að Bandaríkin væru að reyna að auka trúverðugleika og lögmæti SDF til að stjórna svæði í Sýrlandi. Tyrkir gætu ekki og myndu ekki sætta sig við það. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Minnst tuttugu létu lífið í árásum Tyrkja á bandamenn Bandaríkjanna, sem eru uggandi. 25. apríl 2017 22:57 Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28 Slepptu ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra frá Raqqa Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn þeirra, Bandaríkin, Bretar og bandalag þeirra gegn Íslamska ríkinu gerði samkomulag við hundruð vígamanna ISIS um að sleppa þeim og fjölskyldum þeirra frá Raqqa í Sýrlandi. 13. nóvember 2017 22:11 Assad kallar Kúrda „svikara“ Forsetinn, sem hefur notið stuðnings Rússlands og Íran, sagði þá þjóna hagsmunum annarra ríkja, aðallega Bandaríkjanna, og að í rauninni væru þeir ekki Kúrdar. 18. desember 2017 22:00 Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Tyrkir undirbúa nú að gera árás á Afrin hérað í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar ráða ríkjum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir markmiðið vera að hreinsa svæðið af „hryðjuverkamönnum“ og fer fram á stuðning Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa hins vegar veitt sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu. Erdogan segir að innrás í Afrin gæti hafist þá og þegar. Kúrdarnir sem stjórna Afrin kallast YPG og eru þeir álitnir vera hryðjuverkahópur í Tyrklandi og nátengdur Verkamannaflokki Kúrda. Bandaríkin hafa þó staðið við bakið á YPG og bandamönnum þeirra, sem mynda regnhlífarsamtökin SDF eða Syrian Democratic Forces og stjórna stórum hluta Sýrlands, í baráttu þeirra gegn Íslamska ríkinu.Árið 2016 gerðu Tyrkir innrás í Sýrland til að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar næðu tökum á gervöllum landamærum Sýrlands og Tyrklands og skiptu þeir yfirráðasvæði Kúrda í tvennt.Tyrkir vilja reka Kúrda frá Afrin og sömuleiðis frá Manbij.Vísir/GraphicNewsErdogan segir hins vegar að hann búist við stuðningi Bandaríkjanna gegn YPG í Afrin.„Ef hryðjuverkamennirnir í Afrin gefast ekki upp munum við rífa þá niður,“ sagði Erdogan við tyrkneska þingmenn um helgina. Kúrdar í Afrin segja að þeir munu vera svæðið og ætli sér ekki að gefast upp. Þá saka þeir Tyrki um að brjóta á rétti Sýrlendinga og að grafa undan alþjóðlegri viðleitni til að finna lausn á átökunum þar í landi. Fregnir hafa borist af því að Bandaríkin vinni nú með SDF að því að þjálfa um 30 þúsund landamæraverði í Sýrlandi. Talsmaður Erdogan sagði í dag að það væri óboðlegt og að Bandaríkin væru að reyna að auka trúverðugleika og lögmæti SDF til að stjórna svæði í Sýrlandi. Tyrkir gætu ekki og myndu ekki sætta sig við það.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Minnst tuttugu létu lífið í árásum Tyrkja á bandamenn Bandaríkjanna, sem eru uggandi. 25. apríl 2017 22:57 Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28 Slepptu ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra frá Raqqa Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn þeirra, Bandaríkin, Bretar og bandalag þeirra gegn Íslamska ríkinu gerði samkomulag við hundruð vígamanna ISIS um að sleppa þeim og fjölskyldum þeirra frá Raqqa í Sýrlandi. 13. nóvember 2017 22:11 Assad kallar Kúrda „svikara“ Forsetinn, sem hefur notið stuðnings Rússlands og Íran, sagði þá þjóna hagsmunum annarra ríkja, aðallega Bandaríkjanna, og að í rauninni væru þeir ekki Kúrdar. 18. desember 2017 22:00 Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Tyrkir gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Minnst tuttugu létu lífið í árásum Tyrkja á bandamenn Bandaríkjanna, sem eru uggandi. 25. apríl 2017 22:57
Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28
Slepptu ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra frá Raqqa Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn þeirra, Bandaríkin, Bretar og bandalag þeirra gegn Íslamska ríkinu gerði samkomulag við hundruð vígamanna ISIS um að sleppa þeim og fjölskyldum þeirra frá Raqqa í Sýrlandi. 13. nóvember 2017 22:11
Assad kallar Kúrda „svikara“ Forsetinn, sem hefur notið stuðnings Rússlands og Íran, sagði þá þjóna hagsmunum annarra ríkja, aðallega Bandaríkjanna, og að í rauninni væru þeir ekki Kúrdar. 18. desember 2017 22:00
Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15