Tyrkir gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2017 22:57 Eftirmálar árásanna í Sýrlandi. Vísir/AFP Minnst tuttugu Kúrdar féllu í loftárásum Tyrkja í Írak og Sýrlandi í dag. Í Sýrlandi beindust árásirnar gegn meðlimum YPG, sem leiða baráttuna gegn Íslamska ríkinu og eru bandamenn Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa áhyggjur af árásunum. Í Írak féllu sex meðlimir Peshmerga sveitanna svokölluðu, sem eru að mestu vinveitt Tyrklandi. AFP fréttaveitan segir útlit fyrir að sú árás hafi verið slys. Yfirvöld í Tyrklandi segja árásirnar hafa beinst gegn „hryðjuverkamönnum“ og heita því að halda árásum áfram. Þeir segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi sem hafa í áratugi barist fyrir sjálfstæði í austurhluta Tyrklands. Írakar segja árásina þar í landi vera brot á fullveldi Írak og alþjóðalögum. PKK hefur verið með viðveru við Sinjarfjall í Írak eftir að þeir komu Jasídum til aðstoðar eftir innrás Íslamska ríkisins í Írak sumarið 2014. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Mark Toner, segir Bandaríkin hafa komið áhyggjum sínum á framfæri við yfirvöld í Tyrklandi. Þrátt fyrir að Bandaríkin skilji áhyggjur Tyrkja vegna PKK skaði árásir sem þessar baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Írakskir Kúrdar hafa einnig lýst yfir andstöðu við veru PKK í Sinjarhéraði. Einn af forsvarsmönnum Syrian Democratic Forces, sem eru regnhlífarsamtök sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í Sýrlandi, kallar eftir því að Bandaríkin hjálpi þeim að koma upp loftvörnum til að verjast árásum Tyrkja. SDF stjórna stórum hluta Sýrlands sem liggur að landamærum Tyrklands. Tyrkir gerðu í raun innrás í Sýrland í ágúst í fyrra, með uppreisnarhópum sem þeir styðja, til þess að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar næðu öllum landamærunum á sitt vald. Þeir hafa jafnvel hótað því að beita hernaði gegn Kúrdum og sendu Bandaríkin hermenn til borgarinnar Manbij til þess að koma í veg fyrir slíka árás.Sjá einnig: Bandaríkin fjölga hermönnum í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Tyrklandi segja 40 „hryðjuverkamenn“ hafa fallið í Sýrlandi og 30 í Írak. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir PKK ógna öryggi ríkisins og að barist yrði gegn þeim þrátt fyrir að þeir haldi til í „landi A eða landi B“. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Búast við frekari stuðningi Bandaríkjanna gegn ISIS Sýrlenskir Kúrdar segjast tilbúnir til að verjast gegn Tyrkjum. 15. febrúar 2017 21:49 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Höfuðvígi ISIS er nærri því umkringt Sveitir, studdar af Bandaríkjunum, hafa lokað síðasta þjóðveginum að borginni Raqqa. 6. mars 2017 17:03 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Minnst tuttugu Kúrdar féllu í loftárásum Tyrkja í Írak og Sýrlandi í dag. Í Sýrlandi beindust árásirnar gegn meðlimum YPG, sem leiða baráttuna gegn Íslamska ríkinu og eru bandamenn Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa áhyggjur af árásunum. Í Írak féllu sex meðlimir Peshmerga sveitanna svokölluðu, sem eru að mestu vinveitt Tyrklandi. AFP fréttaveitan segir útlit fyrir að sú árás hafi verið slys. Yfirvöld í Tyrklandi segja árásirnar hafa beinst gegn „hryðjuverkamönnum“ og heita því að halda árásum áfram. Þeir segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi sem hafa í áratugi barist fyrir sjálfstæði í austurhluta Tyrklands. Írakar segja árásina þar í landi vera brot á fullveldi Írak og alþjóðalögum. PKK hefur verið með viðveru við Sinjarfjall í Írak eftir að þeir komu Jasídum til aðstoðar eftir innrás Íslamska ríkisins í Írak sumarið 2014. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Mark Toner, segir Bandaríkin hafa komið áhyggjum sínum á framfæri við yfirvöld í Tyrklandi. Þrátt fyrir að Bandaríkin skilji áhyggjur Tyrkja vegna PKK skaði árásir sem þessar baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Írakskir Kúrdar hafa einnig lýst yfir andstöðu við veru PKK í Sinjarhéraði. Einn af forsvarsmönnum Syrian Democratic Forces, sem eru regnhlífarsamtök sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í Sýrlandi, kallar eftir því að Bandaríkin hjálpi þeim að koma upp loftvörnum til að verjast árásum Tyrkja. SDF stjórna stórum hluta Sýrlands sem liggur að landamærum Tyrklands. Tyrkir gerðu í raun innrás í Sýrland í ágúst í fyrra, með uppreisnarhópum sem þeir styðja, til þess að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar næðu öllum landamærunum á sitt vald. Þeir hafa jafnvel hótað því að beita hernaði gegn Kúrdum og sendu Bandaríkin hermenn til borgarinnar Manbij til þess að koma í veg fyrir slíka árás.Sjá einnig: Bandaríkin fjölga hermönnum í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Tyrklandi segja 40 „hryðjuverkamenn“ hafa fallið í Sýrlandi og 30 í Írak. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir PKK ógna öryggi ríkisins og að barist yrði gegn þeim þrátt fyrir að þeir haldi til í „landi A eða landi B“.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Búast við frekari stuðningi Bandaríkjanna gegn ISIS Sýrlenskir Kúrdar segjast tilbúnir til að verjast gegn Tyrkjum. 15. febrúar 2017 21:49 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Höfuðvígi ISIS er nærri því umkringt Sveitir, studdar af Bandaríkjunum, hafa lokað síðasta þjóðveginum að borginni Raqqa. 6. mars 2017 17:03 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Búast við frekari stuðningi Bandaríkjanna gegn ISIS Sýrlenskir Kúrdar segjast tilbúnir til að verjast gegn Tyrkjum. 15. febrúar 2017 21:49
„Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30
Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34
Höfuðvígi ISIS er nærri því umkringt Sveitir, studdar af Bandaríkjunum, hafa lokað síðasta þjóðveginum að borginni Raqqa. 6. mars 2017 17:03
Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56